Mest lesið

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar
1

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
2

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Gróðureldarnir í Ástralíu aðeins upphafið að vandanum
3

Gróðureldarnir í Ástralíu aðeins upphafið að vandanum

Sóley og Hildur halda vinnuhelgi fyrir róttækar konur
4

Sóley og Hildur halda vinnuhelgi fyrir róttækar konur

Pillan og neikvæð áhrif hennar
5

Pillan og neikvæð áhrif hennar

Ísland tengt við mútugreiðslur og peningaþvætti
6

Ísland tengt við mútugreiðslur og peningaþvætti

Stundin #110
Janúar 2020
#110 - Janúar 2020
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 7. febrúar.
Þessi grein er meira en mánaðargömul.

Jón Trausti Reynisson

Saklausasta fólk í heimi

Inngróið sakleysi íslenskra áhrifamanna er undirbyggt af vinasamfélaginu.

Jón Trausti Reynisson

Inngróið sakleysi íslenskra áhrifamanna er undirbyggt af vinasamfélaginu.

Saklausasta fólk í heimi
Forstjórar Samherja Björgólfur Jóhannsson, staðgengill forstjóra Samherja, og Þorsteinn Már Baldvinsson, sem stigið hefur til hliðar. Björgólfur var stjórnarformaður Íslandsstofu og segir nú Samherja verða fyrir „víðtækum árásum“.  Mynd: Vísir/Sigurjón

Nú þegar nýi forstjóri Samherja hefur greint starfsfólki frá því að verið sé að gera „víðtæka árás“ á þetta flaggskip íslenska efnahagslífsins, er ástæða til að fara í greiningu á inngrónu sakleysi okkar Íslendinga.

Skipstjóri sem starfar fyrir Samherja birti grein á Vísi.is í vikunni um sakleysi félagsins og lýsti því hvernig tiltrú hans á stjórnendum félagsins hefði hreinlega aukist við að sjá umfjöllun um mútugreiðslur þess til spilltra namibískra stjórnmálamanna. „Ég þekki æðstu stjórnendur Samherja ekki af neinu nema góðu,“ skrifaði hann.

Þar liggur ein af höfuðdyggðum Íslendinga, að við erum vinir vina okkar, eða jafnvel atvinnuveitenda, en slíkur vinskapur getur hins vegar framkallað það versta í okkur þegar farið er með sameiginlega hagsmuni okkar allra.

Umbun ríkislögreglustjóra

Þegar hæst setti maður lögreglunnar, sem hafði komist til valda með smá hjálp frá flokknum, er metinn vanhæfur af 8 af 9 lögreglustjórum landsins, og hafði meðal annars notað embættið til að hóta í einkaerindum, er niðurstaða dómsmálaráðherrans að leysa hann út með vinningi og leita áframhaldandi ráðgjafar hjá honum. 57 milljóna króna krúttsprengja til Haraldar Johannessen í boði okkar hinna sem borgum skatta. Það tekur 82 skattgreiðendur eitt ár að borga fyrir starfslokapakka Haraldar.

„Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt – einn flokka – lagt áherslu á að stilla skattheimtu í hóf, að fólk haldi sem mestu eftir af eigin fjármunum,“ sagði Sjálfstæðisflokkurinn fyrir kosningar

En áherslan er kannski frekar að spara annars staðar.

Lýðræðið styrkt í borginni

Við fjölguðum borgarfulltrúum í Reykjavík til að styrkja lýðræðið. Sem hefur heppnast bærilega, því það hefur aðeins komið einu sinni upp í vikunni að borgarfulltrúi kalli annan borgarfulltrúa „drullusokk“ í ræðustól og fékk að launum sína reglulegu 9 þúsund króna máltíð frá Múlakaffi og var tekin upp í 200 þúsund króna útsendingu á netinu svo við fengjum öll að njóta með. Miðað við tilefnið virðist vera tími til að skala máltíðina niður í Hlöllabát, því það er einhvern veginn meira í stíl að einstaklingur með skinkubát úr lúgunni kalli annan „drullusokk“.

Fjölmiðlar þvælast fyrir sakleysinu

Við erum svo saklaus að óháðir fjölmiðlar eru óþarfir. Enda má heyra í umræðu um mútugreiðslur íslensks fyrirtækis í útlöndum að helsta vandamál samfélagsins séu fjölmiðlarnir sem fjalla um þær. „Fjölmiðlastormur,“ sagði fyrrverandi ráðherra dómsmála, holdgervingur dómgreindar okkar.

Erfiðlega hefur verið fyrir Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra að fá samþykkt frumvarp að norrænni fyrirmynd um að einkareknir fjölmiðlar fái að hámarki rúmar 50 milljónir króna í styrki til að treysta rekstrargrundvöll þeirra. 

Styrkir frá útgerðinni

Þingmaður Viðreisnar kvartaði undan því í vikunni að meira en 50 milljóna styrkur á ári væri ekki nógu mikið fyrir stóru fjölmiðlana, eins og til dæmis Fréttablaðið, sem helsti bakhjarl Viðreisnar keypti um daginn. Það væri bara gott fyrir litla fjölmiðla.

Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru síðan af prinsippástæðum ósammála því að leggja skattfé í að styrkja fjölmiðla, enda er alveg nóg að útgerðarmenn styrki Morgunblaðið í ritstjórn fyrrverandi formanns flokksins um sömu upphæð á ári, eða rúmlega 400 milljónir króna. Mörgu má nefnilega áorka þegar auðlind fæst undir markaðsverði.

Það væri líka ansi vel í lagt að leggja ígildi starfslokapakka Haraldar Johannessen til að styðja einn og einn fjölmiðil. Hann hefur líklega framkallað fleiri fréttir en meðalfjölmiðill með umdeildum störfum sínum.

Bætum sjö hundruð milljónum á flokkana

Hins vegar var alveg í lagi að hækka framlög af skattfé til stjórnmálaflokkanna sjálfra úr 284 milljónum króna í 728 milljónir. Og bæta 250 milljónum til viðbótar í púkkið fyrir aðstoðarmenn þingflokkanna. Það þarf bara þúsund skattgreiðendur til að borga fyrir aukninguna sem flokkarnir úthlutuðu sjálfum sér. 

„Það kann enginn betur að fara með þá en það sjálft,“ sagði Sjálfstæðisflokkurinn um peningana og fólkið, og bætti við: „Í þeim efnum höfum við sparað stóru orðin og látið verkin tala.“ Ef skilningurinn er sá að skattpeningar okkar séu fjármunir flokksins, má segja að staðið hafi verið við hvert sparað orð.

Saklaus undir stýri

Við erum svo saklaus að þegar eitt helsta flaggskip efnahagslífsins okkar er staðið að stórfelldum mútugreiðslum til að grafa undan réttri málsmeðferð í þróunarríki og arðræna íbúana, telja nokkrir íslenskir stjórnmálamenn sig þurfa að stíga fram fyrir skjöldu og ýmist gagnrýna fjölmiðla fyrir umfjöllun um málið (og leggja til skerðingu á fjárframlögum) eða setja það samhengi að Íslendingarnir hefðu jú séð tækifæri eða sinnt kröfum spilltra, erlendra stjórnvalda. Enda var sjávarútvegsráðherrann okkar ekki lengi að hringja í forstjóra fyrirtækisins og spyrja hvernig honum liði að lenda í svona mútugreiðslum.

Við erum svo saklaus að þingmaður Pírata taldist brjóta siðareglur og „skaða ímynd Alþingis“ þegar hún gagnrýndi sem fjárdrátt að einn þingmaður hefði tekið sér tæpar 24 milljónir króna úr vasa skattgreiðenda fyrir að keyra bílinn sinn, meðal annars í einkaerindum. En þingmaðurinn sem eyddi öllum þessum peningum okkar – „það kann enginn að fara betur með þá en það sjálft“ – og viðurkenndi að hluti af þessu hefði „orkað tvímælis“, hann var metinn saklaus sem ungbarn. En aðeins fjáðari auðvitað, miðað við barnabætur nú til dags.

Sakleysingjarnir og hinir

„Feillinn sem Ási gerði var að hætta að keyra,“ sagði þáverandi þingmaður Flokks fólksins um þessa síkeyrandi krúttsprengju, þegar formaður Miðflokksins reyndi að lokka hann yfir í flokkinn sinn frá „húrrandi klikkaðri kuntu“ á barnum. Sem negldi þetta líklega. Allavega stökk hann yfir eins og strokuhross.

„Þeir eru að spíg­spora hér í bænum, þessir menn.“

24 milljóna króna þingmaðurinn sparaði hins vegar ekki stóru orðin, ekki frekar en skattfé, þegar talið barst að innflytjendum – sem eru reyndar ein besta leiðin til að tryggja að til verði nægir skattgreiðendur þegar við hin komumst á eldri ár. Hann býsnaðist yfir kostnaðinum vegna fólks á flótta og vildi láta lögregluna rannsaka alla múslima á Íslandi, því þeir gætu verið hryðjuverkamenn. „Þeir eru að spíg­spora hér í bænum, þessir menn. Við getum mætt þeim á götu núna,“ sagði hann, um múslima á Íslandi, sem hugsanlega væru hryðjuverkamenn. Þeir eru ekki svona eðlislægt saklausir eins og aðrir Íslendingar, sem fara í mesta lagi í mútur.

Síðar sagðist þingmaðurinn hafa orðið fyrir einelti fjölmiðla sem fjölluðu um orð hans og verk.

Sparað á börnum

En til eru einstaklingar á Íslandi sem sannarlega eru í eðli sínu saklausir. Það eru börnin. Og hvað viljum við börnunum?

Frá árinu 2013 til 2017 var tryggt að útgjöld ríkisins til barnabóta lækkuðu um 862 milljónir króna á ári, sem dugir næstum fyrir aukningu til stjórnmálaflokkanna, og 13 þúsund færri foreldrar fengu útgreiddar barnabætur.

Fæðingartíðni á Íslandi er orðin lægri en svo að við náum að viðhalda mannfjöldanum, en engu að síður höfum við verið að spara í barnabótum, ólíkt Norðurlöndunum.

Það getur verið ódýrt að segja svona, í það minnsta ódýrara en starfslokapakki, en hvers vegna höfum við efni á því að borga hátt í sextíu milljónir króna til háttsetts yfirmanns í lögreglunni, sem hefur brugðist og er rúinn trausti, ef við getum ekki borgað foreldrum með meðaltekjur meira en 5.505 krónur á ári í barnabætur? Rétt rúmlega hálfan skammt frá Múlakaffi? Eða þrjá Hlölla á ári.

Og út frá þessu öllu: Ættum við kannski að kasta sakleysinu og viðurkenna að við getum gert betur, að vinur er sá sem til vamms segir? Rétt og rangt miðast á endanum ekki við hver er vinur manns, samflokksmaður eða vinnuveitandi.

Tengdar greinar

Leiðari

Efnishyggjan gengur aftur

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Jón Trausti Reynisson

Tákn um aukna efnishyggju birtast í menningunni. Afleiðingarnar eru að hluta til fyrirsjáanlegar.

Árið sem við misstum sakleysið

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Árið sem við misstum sakleysið

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Nú þegar árið er að líða er ágætt að rifja upp hvað gerðist, hvað við lærðum og hvað við getum gert betur.

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

Jón Trausti Reynisson

„Fallegt veður, finnst mér hérna úti,“ svaraði Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja um mútumálið, áður en hann kvartaði undan einhliða umfjöllun. Þingmenn og fyrrverandi dómsmálaráðherrar tóku sig síðan til við að veita Samherja skjól og gott veður.

Sómakennd Samherja

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur tekið sér hlutverk þolanda í íslensku samfélagi. Hann hefur kvartað undan „árásum“ eftirlitsaðila og reynt að fá þá í fangelsi. Í ljós er komið að Samherji stendur fyrir stórfelldum mútugreiðslum til að ná undir sig fiskveiðikvóta.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar
1

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
2

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Gróðureldarnir í Ástralíu aðeins upphafið að vandanum
3

Gróðureldarnir í Ástralíu aðeins upphafið að vandanum

Sóley og Hildur halda vinnuhelgi fyrir róttækar konur
4

Sóley og Hildur halda vinnuhelgi fyrir róttækar konur

Pillan og neikvæð áhrif hennar
5

Pillan og neikvæð áhrif hennar

Ísland tengt við mútugreiðslur og peningaþvætti
6

Ísland tengt við mútugreiðslur og peningaþvætti

Mest lesið í vikunni

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið
1

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra
2

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu
3

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað
4

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu
5

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar
6

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar

Mest lesið í vikunni

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið
1

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra
2

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu
3

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað
4

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu
5

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar
6

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar

Mest lesið í mánuðinum

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum
4

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
5

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“
6

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“

Mest lesið í mánuðinum

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum
4

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
5

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“
6

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“

Nýtt á Stundinni

Vilhjálmur Birgisson sakar Heimavelli um siðlaus vinnubrögð á Akranesi

Vilhjálmur Birgisson sakar Heimavelli um siðlaus vinnubrögð á Akranesi

Frönsk verðlaunamynd hunsuð af Akademíunni

Frönsk verðlaunamynd hunsuð af Akademíunni

Foreldrar leikskólabarna settir í óþægilega stöðu

Foreldrar leikskólabarna settir í óþægilega stöðu

Jón Steinar segir mannfyrirlitningu virðast ráðandi í heimalöndum múslima

Jón Steinar segir mannfyrirlitningu virðast ráðandi í heimalöndum múslima

Gildi ólíkra reynsluheima, þungarokk og þúsaldarpopp

Gildi ólíkra reynsluheima, þungarokk og þúsaldarpopp

Forsvarsmaður undirverktaka við Héðinshúsið segist ekki hafa grunað neitt

Forsvarsmaður undirverktaka við Héðinshúsið segist ekki hafa grunað neitt

Popúlistaflokkur segist óttast popúlisma

Popúlistaflokkur segist óttast popúlisma

Fjallið, snjórinn og við

Jón Trausti Reynisson

Fjallið, snjórinn og við

Stytta ætti vinnutíma foreldra áður en leikskólinn er styttur

Stytta ætti vinnutíma foreldra áður en leikskólinn er styttur

Kristján Þór vill ekki skilgreina samband sitt við Þorstein Má

Kristján Þór vill ekki skilgreina samband sitt við Þorstein Má

Til hvers eru leikskólar?

Halldór Auðar Svansson

Til hvers eru leikskólar?

Pillan og neikvæð áhrif hennar

Pillan og neikvæð áhrif hennar