Mest lesið

„Mynd af mér á bikiníi skaðar engan“

Forsætisráðherra ræddi ekki mál Moshenskys

Skýrslan um Laugaland frestast enn

Hæstréttur Bandaríkjanna með fleiri réttindi í skotsigtinu

Samkynhneigð er bæði eðlileg og algeng í dýraríkinu. Í stað þess að spyrja af hverju dýr sýni samkynhneigða hegðun ætti spurningin fremur að vera „af hverju ekki?“
Vísindamenn hafa lengi klórað sér í höfðinu yfir því af hverju samkynhneigð hegðun hefur þróast í eins mörgum og ólíkum dýrategundum og raun ber vitni. Ný tilgáta horfir á málið frá öðru sjónarhorni en áður. Lagt er til að samkynhneigð hegðun hafi í raun verið lengur til staðar en áður var talið, fremur en að hafa þróast sjálfstætt hjá mismunandi tegundum.
Samkynhneigð hegðun kallast það þegar dýr sýna kynhegðun gagnvart dýri af sama líffræðilega kyni og það sjálft. Þessi hegðun þýðir þó ekki endilega að viðkomandi dýr sýni alltaf kynhegðun gagnvart dýrum af sama kyni. Samkynhneigð hegðun hefur í dag verið skráð hjá vel yfir 1.500 dýrategundum og er ljóst að slík hegðun er bæði eðlileg sem og tölvert algeng innan dýraríkisins.
Það er augljóst mál að þegar kemur að því að fjölga einstaklingum af ákveðinni tegund kemur samkynhneigð hegðun tegundum ekki að …
Athugasemdir