Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Stundin opnar vefútgáfu

Dag­leg­ar frétt­ir. Áskriftar­fyr­ir­komu­lag byggt á New York Times.

Stundin opnar vefútgáfu
Stofnendur Stundarinnar Jón Ingi Stefánsson hönnuður, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ritstjóri, Jón Trausti Reynisson, ritstjóri og framkvæmdastjóri, og Heiða B. Heiðars auglýsingastjóri. Mynd: Kristinn Magnússon

Í dag kemur Stundin fyrst út sem fréttamiðill á vefnum. Framvegis verður daglegur fréttaflutningur á Stundinni.

Vefurinn kemur út í sinni fyrstu mynd í dag og verður bæði útlit hans, virkni og efni þróað jafnt og þétt lengra í framhaldinu.

Áskriftarfyrirkomulag byggt á New York Times

Þeir sem hafa áskrift að Stundinni hafa ótakmarkaðan aðgang að vefsíðunni. Áskriftarfyrirkomulagið er að hluta til byggt á fyrirmynd bandaríska blaðsins New York Times, þar sem vefurinn er öllum opinn upp að ákveðnum fjölda flettinga. Stundin.is er þannig að hluta opin öllum og þeir sem skrá sig inn fá sex heilar greinar á mánuði. Þegar flettingakvóta er náð er einungis fremsti hluti greinar opinn og lesendur fá boð um að greiða hóflegt áskriftargjald.. Vefáskrift ein og sér kostar 750 kr. á mánuði, en prentáskrift ásamt vefáskrift 950 kr. Þar sem þú ert með áskrift að Stundinni hefur þú ótakmarkaðan aðgang að efni vefsins.

Hér eru leiðbeiningar um hvernig kaupa má áskrift:

1. Þú ferð inn á www.stundin.is/askrift

2. Þú fyllir inn í gluggana þær upplýsingar sem beðið er um

3. Þú velur áskriftarleiðina sem við á. Þeir sem hafa þegar keypt áskrift geta virkjað áskriftina með því að velja viðeigandi áskriftarleið í flipaflettinum.

Ef upp koma vandræði er unnt að senda skilaboð á askrift@stundin.is eða kvartanir@stundin.is.

Aðdragandi Stundarinnar

Stundin var stofnuð í febrúar 2015 með tilstuðlan hópfjármögnunar. Verkefnið sló met á hópfjármögnunarvefnum Karolina Fund og hafði aldrei áður fengist jafnhá upphæð, jafnhratt og frá jafnmörgum styrkjendum.

Stofnendahópur Stundarinnar samanstóð af fjölmiðlafólki sem hafði hætt störfum á DV eftir fjandsamlega yfirtöku á miðlinum vegna umfjallana. Tilgangurinn með stofnun Stundarinnar var að skapa valkost um nýjan og óháðan fjölmiðil.

Ein leiðin til þess að binda saman hagsmuni miðilsins og almennings var að sækja stofnfé til dreifðs hóps. Önnur leið var að leggja höfuðáherslu á tekjur frá almenningi. Með því að treysta á áskriftartekjur er Stundin fyrst og fremst háð almenningi.

Markmið

Við stofnun og mótun Stundarinnar var tekið mið af fjórum forsendum:

1. Við tökum öll ákvarðanir byggt á þeim upplýsingum sem við fáum.

-Á hverjum degi tökum við ákvarðanir sem borgarar, starfsfólk, foreldrar, neytendur og fleira. Við byggjum á eigin dómgreind, en upplýsingar bæði móta þessa dómgreind og eru hráefni hennar.

2. Þessar ákvarðanir eru undirstaða farsældar samfélagsins og okkar sjálfra.

- Hæfni, geta og dómgreind mynda saman „mannauð“, sem er birtingamynd réttra ákvarðana. Velmegun og farsæld þjóða ræðst ekki síður af mannauði en náttúruauðlindum. Auðlindir fara ekki endilega saman við háar þjóðartekjur, að hluta til vegna óupplýstra ákvarðana og margfeldisáhrifa þeirra.

3. Vald hefur áhrif á þær upplýsingar sem okkur eru veittar.

-Hagsmunaaðilar geta og hafa eignast fjölmiðla og mótað þá eftir eigin höfði. Kaup og niðurgreiðslur á fjölmiðlaútgáfu getur flokkast undir markaðskostnað fyrir öfluga hagsmunaaðila. Eigendur fjölmiðla geta ráðið til starfa stjórnendur á ritstjórnum sem hafa gildismat, bakgrunn og skoðanir sem hæfa ytri hagsmunum þeirra, með þeim afleiðingum að umfjallanir færast í átt að þeirra hagsmunum.

4. Þetta vald hefur ekki alltaf sömu hagsmuni og við sem einstaklingar eða heild.

- Hagsmunir þeirra sem ráða yfir nægilegu fjármagni og kjósa að kaupa upp fjölmiðla geta gengið gegn almannahagsmunum.


 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
5
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
„Finnst ég vera að heyja dauðastríð“
7
Fréttir

„Finnst ég vera að heyja dauða­stríð“

Níg­er­ísku kon­urn­ar þrjár sem flúðu til Ís­lands und­an man­sali fyr­ir nokkr­um ár­um verða send­ar úr landi í kvöld. Þær eru í fang­els­inu á Hólms­heiði og ræddu við Heim­ild­ina í síma síð­deg­is. Ein kvenn­anna er al­var­lega veik og seg­ist líða eins og hún sé að heyja dauða­stríð. Þær segja að lækn­ir verði með í för þeg­ar þær verða flutt­ar úr landi. „Lækn­ir á að sjá til þess að hún andi út fyr­ir loft­helgi Ís­lands,“ seg­ir ís­lensk vin­kona kvenn­anna þriggja.
Halda Blessing á lífi svo lengi sem hún er í íslenskri lögsögu
8
Fréttir

Halda Bless­ing á lífi svo lengi sem hún er í ís­lenskri lög­sögu

Brott­vís­un þriggja kvenna var mót­mælt í Leifs­stöð í gær­kvöldi. Ein þeirra, Bless­ing, er lífs­hættu­lega veik og þol­andi man­sals. Í lækn­is­vott­orði frá sér­fræð­ingi á Land­spít­al­an­um er skrif­að að það sé lífs­nauð­syn­legt fyr­ir hana að hafa greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu sér­hæfðra kvenna­deilda á sjúkra­húsi. „Þannig er ljóst að brott­vís­un mun stefna lífi sjúk­lings­ins í al­var­lega hættu komi hún til fram­kvæmd­ar á nú­ver­andi tíma­marki.“
Viktor Traustason tekur lítið mark á skoðanakönnunum
9
Fréttir

Vikt­or Trausta­son tek­ur lít­ið mark á skoð­ana­könn­un­um

Vikt­or Trausta­son for­setafram­bjóð­andi seg­ist taka lít­ið mark skoð­ana­könn­un­um enn sem kom­ið er. Í síð­asta þætti Pressu mætti Vikt­or ásamt öðr­um fram­bjóð­end­um til þess að ræða fram­boð sitt og helstu stefnu­mál sín. Vikt­or tel­ur sig geta náð kjöri og benti á að flest­ar kann­an­ir hafi ver­ið fram­kvæmd­ar áð­ur en hon­um gafst tæki­færi á að kynna sig fyr­ir kjós­end­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
7
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
9
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár