Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Umdeildum frambjóðanda sleppt á kjörseðli sjálfstæðismanna: „Martröð frambjóðandans“

Sig­ríði And­er­sen al­þing­is­konu er brugð­ið eft­ir að fram­bjóð­and­ann Sindra Ein­ars­son vant­aði á kjör­seð­il henn­ar, sem fylgdi með Morg­un­blað­inu í dag. Hinir 14 fram­bjóð­end­urn­ir eru all­ir á seðl­in­um. Upp­fært: Nýr límmiði á morg­un

Umdeildum frambjóðanda sleppt á kjörseðli sjálfstæðismanna: „Martröð frambjóðandans“
Einn gleymdist Sigríður Andersen auglýsti 14 frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á forsíðu Morgunblaðsins. Sindri Einarsson gleymdist.

Á kjörseðli um prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem dreift var með Morgunblaðinu í dag var nafni eins frambjóðandans, Sindra Einarssonar, sleppt. Kjörseðillinn var festur með límmiða á forsíðu blaðsins en þar var einungis að finna 14 frambjóðendur í stað 15. Sindri var ekki talinn með. Um er að ræða auglýsingu frá Sigríði Andersen alþingismanni sem hvetur fólk til að kjósa sig í annað sæti. Nafn hennar er afmarkað á seðlinum og skorað á fólk að kjósa hana.

Kjörseðillinn
Kjörseðillinn Aðeins 14 frambjóðendur eru nefndir. Einum var sleppt

Sigríði var mjög brugðið þegar Stundin hafði við hana samband í morgun. Hún sagðist ekkert botna í því hvernig þetta hefði getað gerst. Auglýsingastofa hefði annast fyrir hana það verkefni að búa kjörseðilinn til prentunar.

„Þetta er martröð frambjóðandans,“ sagði Sigríður. Hún sagðist fara tafarlaust í að kanna það hvað hefði farið úrskeiðis og reyna að finna leiðir til að bæta tjónið.

Sindri Einarsson kom af fjöllum þegar Stundin ræddi við hann í morgun. Hann sagðist ekki hafa heyrt af umræddri auglýsingu.

„Ég get ekkert tjáð mig um málið,” sagði hann. 

Gleymdist
Gleymdist Sindri Einarsson gleymdist á kjörseðli sem dreift var með Morgunblaðinu.

Sindri er titlaður miðill í símaskrá. Á Facebook síðu sinni segist hann hins vegar vera frumkvöðull og viðskiptajöfur, vel menntaður í félagsvísindum og lögum. [e. I am a entrepreneur a businessman. Well educated in social sciences aswell as law.] Hann segir frá því að hann hafi gengið í skóla FBI National Academy og birtir skírteini því til sönnunar á Facebook.

Skírteinið
Skírteinið sem Sindri birtir á Facebook síðu sinni

Pistill sem Sindri skrifaði og birtist í Morgunblaðinu 20. ágúst síðastliðinn, vakti töluverða athygli. Þar segist Sindri meðal annars vilja láta hlera alla múslima, banna fjölmenn mótmæli og fá erlenda þjálfara til landsins, frá bandarísku FBI alríkislögreglunni, sem og MI5 innanríkisleyniþjónustu Breta, með það að markmiði að stofna hér okkar eigin leyniþjónustu. 

 

Uppfært kl. 11:52. Sigríður Andersen hafði samband og sagðist hafa komist að þeirri niðurstöðu að hún yrði að endurbirta auglýsinguna á morgun. Þá mun koma nýr límmiði með öllum 15 frambjóðendunum. Í ljós hafi komið að það voru mistök auglýsingastofu að sleppa Sindra. 

„Ég er búin að hafa samband við Sindra og biðja hann afsökunar. Niðurstaða mín var sú að þetta mætti ekki standa svona. Það verður því ný auglýsing með Morgunblaðinu á morgun,“ segir Sigríður. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
2
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
„Ég hef að góðu að hverfa aftur“
3
Allt af létta

„Ég hef að góðu að hverfa aft­ur“

Guð­mund­ur Karl Brynj­ars­son, sókn­ar­prest­ur í Linda­kirkju, laut í lægra haldi í bisk­ups­kjöri sem fram fór síðaslið­inn þriðju­dag. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist Guð­mund­ur ganga sátt­ur frá borði. Bisk­ups­kjör­ið hafi ver­ið ánægju­leg og lær­dóms­rík reynsla sem hann sé þakk­lát­ur fyr­ir. Hann seg­ist nú snúa sér aft­ur að sókn­ar­starf­inu í Linda­kirkju. Þar bíði hans mörg verk­efni.
Brosir gegnum sárin
7
ViðtalHlaupablaðið 2024

Bros­ir gegn­um sár­in

Andrea Kol­beins­dótt­ir, marg­fald­ur Ís­lands­meist­ari í hlaup­um, ger­ir hlé á lækn­is­fræði til að reyna að verða at­vinnu­hlaup­ari. Hún deil­ir lær­dómi sín­um eft­ir hindr­an­ir og sigra síð­ustu ára. Fjöl­skyldu­með­lim­ir hafa áhyggj­ur af hlaup­un­um, en sjálf ætl­ar hún að læra meira á manns­lík­amann til að bæta sig og hjálpa öðr­um. Hlaup­in snú­ast um sig­ur hug­ans og stund­um bros­ir hún til að plata heil­ann.
Vill að NATO greiði fyrir nýjan flugvöll
8
Fréttir

Vill að NATO greiði fyr­ir nýj­an flug­völl

Ei­rík­ur Ingi Jó­hanns­son for­setafram­bjóð­andi tel­ur að að­ild Ís­lands að Norð­ur-Atlants­hafs­banda­lag­inu (NATO), sem sam­þykkt var á Al­þingi ár­ið 1949, hefði átt að vera sett í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Í nýj­asta þætti Pressu sagði Ei­rík­ur að Ís­land ætti ekki að leggja til fjár­muni í varn­ar­banda­lag­ið. Þvert á móti ætti NATO, að hans mati, að fjár­magna upp­bygg­ingu á mik­il­væg­um inn­við­um hér á landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
4
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár