Tengdir þættir

„Ég held að rót allra vandamála sé skortur á gagnrýnni hugsun. Að geta litið í eigin barm og séð samfélagið og ósýnilegar hindranir sem liggja ekki í augum uppi. Það er ekkert nema gagnrýnin hugsun.“ segir Sara Mansour laganemi og aktívisti fyrir mannréttindum og aukinni lýðræðisvitund. Sara hefur talað fyrir mannréttindum, málefnum flóttafólks og femínisma frá 13 ára aldri. Í þessum 15. podcast þætti Karlmennskunnar ræðum við um hvít forréttindi, rasisma, valdatengsl og fordóma sem sannarlega fyrirfinnast á Íslandi eins ...

„Tölvuleikjaheimurinn er eins og sjúklega ýkt týpa af feðraveldinu.“ segir Dagný Halla Ágústdóttir læknanemi, tölvuleikjaspilari og TikTok-femínisti. Dagný hefur upplifað mikla fordóma sem „gamer“ fyrir það eitt að vera kvenkyns spilari og segir menninguna í tölvuleikjaheiminum vera litaða kvenfyrirlitningu, rasisma og ableisma. Unnið sé markvisst gegn stelpum, þær áreittar, krafðar um að vera léttklæddar og segir Dagný best að eiga samskipti skriflega, svo hún komi ekki upp um kyn sitt. Tengir hún þessa menningu við alt right pipe line, algorithma ...

„Aktívismi er ekki að spyrja hvernig líður þér núna. Þú þarft bara að fara af stað. Let´s fokking go! [...] Ég held að þetta hafi bara allt farið eins og það átti að fara,“ segir Sólborg Guðbrandsdóttir laganemi, formaður starfshóps menntamálaráðherra um endurskoðun á kynfræðslu og fyrrverandi umsjónarkona Fávitar á Instagram sem er enn með rúmlega 32 þúsund fylgjendur. Í þættinum ræðum við ferðalagið sem Fávitar hefur verið sl. 4-5 ár, samleið Karlmennskunnar og Fávita, andspyrnu karla, kennara og foreldra, ...

„Þú gast bara lifað þínu lífi áfram á meðan ég var bara ein heima með barnið og kalt kaffi“. Hjónin Hulda Jónsdóttir Tölgyes og Þorsteinn V. Einarsson ræða saman í þessum þætti um reynslu þeirra og upplifun af meðgöngu og fæðingarorlofi. Hvað þau hefðu viljað vita fyrirfram, hverju þau hefðu viljað breyta og það sem heppnaðist ágætlega.

„Nei, börn eru ekki vernduð fyrir ofbeldi á Íslandi,“ segir Sigrún Sif Jóelsdóttir talskona Lífs án ofbeldis. Umgengnis- og forsjármál eru oft lituð andstæðum sjónarmiðum í opinberri umræðu þar sem feður og mæður virðast takast á og við, dómstóll götunnar, erum krafin um afstöðu. Sigrún Sif vill aðgreina mál þar sem um ofbeldi er að ræða frá öðrum umgengnis- og forsjármálum og segir að feður þurfi að berjast fyrir breytingum á kerfinu. Hver er að gæta hagsmuna barna og hvernig ...

„Gagnvart áfengi hef ég alltaf fúnkerað eins og bíll sem er bremsulaus, gleymdist að setja bremsurnar í mig?“ segir karlmaður á sextugsaldri sem hefur barist við alkóhólisma í 40 ár. Sá hefur núna verið edrú í 9 mánuði og lýsir baráttu sinni við edrúmennskuna. Auk þess heyrum við í karlmanni sem einnig er alkóhólisti en hefur haldið sér edrú í tæp 18 ár. Reynsla þeirra, edrúganga og lífssýn er umfjöllunarefni 10. hlaðvarpsþáttar Karlmennskunnar.
Athugasemdir