Bíóblaður

Topp 10 með Ki­lo

Rapparinn Kilo mætti til Hafsteins og þeir fóru saman yfir 10 myndir sem Kilo elskar. Strákarnir ræða þær í þættinum og margt, margt fleira. Þeir ræða meðal annars hversu góð mynd Leon er, hversu glatað það er þegar leikstjórar hrista myndavélina í hasaratriðum, hvort maður eigi að hætta að horfa á Kevin Spacey myndir, hversu gaman það er að skjóta úr byssum og hvernig franska myndin, Martyrs, hefur þann eiginleika að geta meitt mann í sálinni.
· Umsjón: Hafsteinn Sæmundsson

Rapparinn Kilo hefur lifað litríku lífi en alveg sama hvað hefur gengið á í hans lífi, þá hefur hann alltaf verið duglegur að rappa og gefa út plötur. Nýjasta platan hans, Heart of Gold, kom út síðastliðinn mars og hefur fengið góða dóma. Þrátt fyrir að hann sé þekktastur fyrir tónlist og skemmtilegan persónuleika á samfélagsmiðlum, þá er Kilo líka grjótharður kvikmyndaáhugamaður.

Hafsteinn fékk því Kilo í heimsókn til sín og hann tók með sér sinn topp 10 lista. Kilo kom með mjög áhugaverðan lista og strákarnir fara yfir hann saman og tala meðal annars um bíómyndina Leon, hversu góður leikari Gary Oldman er, hversu frábær Vera Farmiga er sem leikkona og hvað Suður-Kóreubúar gera góðar bíómyndir.

Þeir ræða einnig hversu fyndin Robocop er, hversu orkumikill Al Pacino er í Scarface, hversu léleg The Tax Collector er, hvort að Denzel Washington leiki alltaf hetjuna, hversu glatað það er að hafa flestallar myndir PG-13 og hvernig Orson Welles var á undan sinni samtíð með myndinni Citizen Kane.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Hvenær hefðu fyrrum forsetar átt að nýta málskotsréttinn?
Pressa

Hvenær hefðu fyrr­um for­set­ar átt að nýta mál­skots­rétt­inn?

Baldur segist persónulega vera á móti íslenskum her
Pressa

Bald­ur seg­ist per­sónu­lega vera á móti ís­lensk­um her

„Illmenni eru bara alltaf erfið“
Pressa

„Ill­menni eru bara alltaf erf­ið“

„Ég hef orðið fyrir blæstri úr ólíkum áttum“
Pressa

„Ég hef orð­ið fyr­ir blæstri úr ólík­um átt­um“