Hlaðvarp

Bíóblaður

Bíóblaður

Bíóblaður er hlaðvarp fyrir alla sem hafa áhuga á bíómyndum. Í hverri viku fær Hafsteinn Sæmundsson til sín gesti sem spjalla um bíómyndir á léttum nótum. 

#33 ·
Nördaspjall með Hugleiki
Hugleikur Dagsson er mikill kvikmyndaáhugamaður og Hafsteini fannst því upplagt að fá hann í heimsókn og blaðra við hann um ýmislegt nördalegt. Í þættinum ræða strákarnir meðal annars ofurhetjumyndir, hvernig Hugleikur nálgast uppistand, hversu erfitt það er að skrifa Áramótaskaupið, hvers konar maður nennir að gera fimm Transformers myndir, Star Wars myndirnar, bíómyndir sem eru byggðar á teiknimyndasögum og margt fleira.
Bíóblaður
#32 ·
Spænskar myndir með Bjögga
Bjöggi snýr aftur og í þetta skipti vildi hann ræða myndir sem komu honum á óvart. Þær eru allar spænskar en þetta eru meðal annars myndirnar Timecrimes, Kidnapped og The Platform. Strákarnir ræða langar tökur, sniðug handrit, ógeðið í myndinni Rec, döbbaðar myndir og hvaða hlut þeir hefðu valið að taka með sér í fangelsið í The Platform.
Bíóblaður
#31 ·
Létt spjall með Bjarna Áka
Eigandi Bako Ísberg, Bjarni Ákason, kom í heimsókn til Hafsteins og spjallaði við hann um allt og ekkert. Strákarnir ræddu meðal annars þegar Hafsteinn vann hjá Bjarna, Steve Jobs og Apple, þegar Bjarni hitti Mel Brooks í París, hvernig Bjarni var með þeim fyrstu sem fóru í sóttkví vegna COVID og hversu mikilvægt það er að leyfa börnunum sínum að velja sína eigin ástríðu.
Bíóblaður
#30 ·
Borat 2 með Binna Löve
Binni Löve kom aftur í heimsókn til Hafsteins og í þetta skipti ræddu þeir Borat 2, samfélagsmiðla og áhrifavalda. Strákarnir ræða meðal annars hversu fyndinn Sacha Baron Cohen er, hvort Nicolas Cage púlli virkilega að vera með sítt hár í Con Air, hvort einhver hafi einhvern tímann sagt eitthvað jákvætt um áhrifavalda og hvort það væri ekki gott sjónvarpsefni ef Binni væri með sinn eigin raunveruleikaþátt.
Bíóblaður
#29 ·
Hrekkjavaka með Sigga og Snorra
Þar sem Hrekkjavaka er á næsta leiti, þá datt Hafsteini í hug að gera eitthvað nýtt og skemmtilegt. Hann bjó til spurningakeppni og bauð Sigga og Snorra í þáttinn. Spurningarnar skiptast í bjölluspurningar, hraðaspurningar, vísbendingaspurningar og flokkaspurningar. Þar sem þetta er Hrekkjavökukeppni, þá eru þetta einungis hryllingsmyndaspurningar. Hvaða morðvopn notaði Candyman? Hvað heitir djöfullinn í Hereditary? Kíkið á þáttinn og komist að því.
Bíóblaður
#28 ·
Bíóspjall með Ásgeiri Kolbeins
Ásgeir Kolbeins kom í heimsókn til Hafsteins og þeir ræddu alveg heilan helling. Í þættinum ræða þeir meðal annars íslenska kvikmyndagerð, ástríðuna sem Ásgeir hefur fyrir góðu hljóði í bíómyndum, baráttu minnihlutahópa í Hollywood, hversu mikið Ásgeir elskar Inception, byrjunaratriðið í Final Destination 2, hvernig Saw kom á óvart og margt, margt fleira.
Bíóblaður
#27 ·
Bíóáskorun með Bjögga og Hödda
Hafsteinn ákvað að búa til kvikmyndaáskorun fyrir Bjögga og Hödda. Hafsteinn bjó til 10 fjölbreyttar spurningar og strákarnir skiptast á að svara þeim. Þeir fara vel yfir öll svörin og ræða meðal annars líka hversu harður Jake the Muss er í myndinni Once were Warriors, hvort það yrði gaman að hanga með Marsellus Wallace í heilan sólarhring, hversu blóðug Braindead er, hvort það hafi verið sniðugt að gefa út myndina 2012 árið 2009 og hvort það sé til betri byssumynd en Hard Boiled.
Bíóblaður
#26 ·
Keilubíó með Hafþóri Harðar
Hafþór Harðarson, fjórfaldur Íslandsmeistari í keilu, kom til Hafsteins og þeir ræddu keilumyndirnar, Kingpin og The Big Lebowski. Þeir spjalla um þessar tvær myndir en þeir ræða líka margt, margt fleira. Í þættinum ræða þeir meðal annars hversu skemmtilegur leikari Tom Hanks er, hvernig fólk virðist ekki taka keilu alvarlega, hvað einkennir góðan keilara, hversu fyndinn Bill Murray er í Kingpin, hvort Friends séu betri þættir en Seinfeld og hvort Svíar séu með lélegan kvikmyndasmekk.
Bíóblaður
#25 ·
Ógeðslegar myndir með Kiddu Svarfdal
Kidda Svarfdal, ritstjóri hun.is, kom í heimsókn til Hafsteins og þau ákváðu að spjalla um ógeðslegar myndir. Myndirnar sem þau nefna sérstaklega eru The House That Jack Built, A Serbian Film, Martyrs og The Human Centipede. Þau ræða þær og einnig hvað það er við ógeðslegar myndir sem þeim finnst heillandi, hvað Kidda hugsaði þegar hún hitti leikstjórann sem gerði The Human Centipede, skítugt blóð, hvort fólk geti fæðst vont og hvernig nokkrum manni datt í hug að fjármagna A Serbian Film.
Bíóblaður
#24 ·
Topp 10 með Guðrúnu Dögg og Ástrós Líf
Hafsteinn fékk systurnar Guðrúnu Dögg og Ástrós Líf í heimsókn til sín og þær komu með lista yfir sínar topp 10 myndir. Guðrún og Ástrós eru mjög nánar systur en þær eru með mjög ólíkan kvikmyndasmekk. Hafsteinn og stelpurnar fara vel yfir þær myndir sem stelpurnar nefna en einnig ræða þau hversu töff leikari Tom Hardy er, hversu viðkvæmar þær eru fyrir ofbeldi gagnvart dýrum í bíómyndum, hversu mikið Ástrós elskar teiknimyndir, hvort Guðrún sé hrifnari af Gladiator eða Braveheart og hvort það sé líf eftir dauðann.
Bíóblaður