Útvarp Saga
Aðili
Útvarp Saga skilar hagnaði

Útvarp Saga skilar hagnaði

Félagið hefur skilað hagnaði síðustu þrjú ár, samkvæmt ársreikningum.

Nýr ársreikningur Útvarps Sögu leiðréttir árið 2016

Nýr ársreikningur Útvarps Sögu leiðréttir árið 2016

Útvarp Saga hagnaðist bæði árin 2017 og 2016 samkvæmt nýbirtum ársreikningi. Gerð er leiðrétting á mistökum vegna ársins 2016 þar sem áður var tilkynnt um 2,6 milljón króna tap. Félagið hefur verið á vanskilaskrá frá því í október.

Útvarp Saga í alvarlegum vanskilum

Útvarp Saga í alvarlegum vanskilum

Ríkisskattstjóra hefur enn ekki borist ársreikningur rekstrarfélags Útvarps Sögu fyrir árið 2017. Félagið skilaði sama ársreikningi tvö ár í röð. Fyrra eignarhaldsfélag fjölmiðilsins varð gjaldþrota árið 2015.

Útvarp Saga skilaði sama ársreikningnum tvö ár í röð

Útvarp Saga skilaði sama ársreikningnum tvö ár í röð

Ríkisskattstjóri hefur fellt burt ársreikning Útvarps Sögu fyrir árið 2017 þar sem eintakið sem fjölmiðillinn skilaði var afrit af ársreikningi ársins á undan. Frestur rann út 31. ágúst.

Útvarp Saga beitt þvingunarúrræðum

Útvarp Saga beitt þvingunarúrræðum

Forsvarsmenn Útvarps Sögu hafa ekki sinnt ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar um að hætta útsendingum á tíðninni 102,1. Boðað var að þvingunarúrræðum yrði beitt eftir 20. desember.

„Þvílíkt ógeð!“ - Hatursorðræða eða tjáningarfrelsi?

„Þvílíkt ógeð!“ - Hatursorðræða eða tjáningarfrelsi?

Átta manns eru ákærðir fyrir orðræðu sína gegn samkynhneigðum í umræðu um hinsegin fræðslu skólabarna. Þeir bera við tjáningarfrelsi. Stundin gerði tilraun til að ræða við þá.

Stjórnendum Útvarps Sögu boðið til Jórdaníu

Stjórnendum Útvarps Sögu boðið til Jórdaníu

Arnþrúði Karlsdóttur og Pétri Gunnlaugssyni hefur verið boðið í ferð til Jórdaníu, í von um að þau kynnist arabískri menningu sem leiði til upplýstari umræðu á Útvarpi Sögu

Talsmenn óttans

Talsmenn óttans

Þjóðernishyggja hefur alltaf einkennt íslensk stjórnmál en á síðustu árum hefur það færst í aukana að stjórnmálamenn nota þjóðernispopúlisma, andúð á útlendingum og hræðsluáróður til þess að auka fylgi sitt. Flokkur sem elur á tortryggni í garð múslima sækir ört í sig veðrið og mælist nú með tveggja prósenta fylgi, en þarf fimm til þess að koma manni á þing.

Boðist til að falla frá málsókn gegn þögn um frambjóðanda Framsóknarflokksins

Boðist til að falla frá málsókn gegn þögn um frambjóðanda Framsóknarflokksins

Lögfræðingurinn Sævar Þór Jónsson, sem er í þriðja sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík, sendi Stundinni innheimtukröfu upp á 7,5 milljónir króna vegna birtingar mynda af Arnþrúði Karlsdóttur sem Útvarp Saga notaði til kynningar á dagskrárliðum. Fulltrúi Sævars bauðst til þess að fallið yrði frá kröfunni gegn því að Sævari yrði haldið fyrir utan umfjöllun blaðsins um útvarpsstöðina.

Hatursræða Útvarps Sögu og hótanirnar

Áslaug Karen Jóhannsdóttir

Hatursræða Útvarps Sögu og hótanirnar

Áslaug Karen Jóhannsdóttir

Áslaug Karen Jóhannsdóttir fékk hótanir eftir að hún skrifaði um Útvarp Sögu.

Útvarpsstjóri sakar hælisleitendur um tengsl við ISIS

Útvarpsstjóri sakar hælisleitendur um tengsl við ISIS

Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri hjá Útvarpi Sögu fullyrðir að Ali Nasir og Majed, hælisleitendur frá Írak, sem dregnir voru út úr Laugarneskirkju, liggi undir grun um að vera í „undirbúningi fyrir ISIS samtökin hér á Íslandi“. Hún vill að séra Kristínu Þórunni Tómasdóttur verði vikið úr starfi og hvetur lögreglu til að kæra prestana, og biskup, fyrir að trufla störf lögreglunnar.

Arnþrúður kallar þá sem gagnrýna hana sýruhausa og gamla dópista

Arnþrúður kallar þá sem gagnrýna hana sýruhausa og gamla dópista

Hinn umdeildi miðill Útvarp Saga hefur reglulega verið í fjölmiðlum að undanförnu vegna þess sem fjölmargir kalla hatursumræðu og rasisma. Í gær gagnrýndi leikarinn Stefán Karl Stefánsson eiganda útvarpstöðvarinnar, Arnþrúði Karlsdóttur vegna ummæla hennar og eftirhermu um Indverja. Í dag kallar útvarpsstýran þá sem gagnrýna hana sýruhausa sem hafa eyðilagt líf sitt vegna neyslu fíkniefna.