Fréttamál

Samherjaskjölin

Greinar

Samherjamenn lýsa sér sem verkfærum í höndum uppljóstrarans
FréttirSamherjaskjölin

Sam­herja­menn lýsa sér sem verk­fær­um í hönd­um upp­ljóstr­ar­ans

„Það hefði ein­fald­lega ekki ver­ið næg­ur tími, tæki­færi né orka fyr­ir mig að vera á kafi í fjar­lægri, lít­illi og frek­ar ómerki­legri starf­semi hinu meg­in á hnett­in­um,“ seg­ir Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, í yf­ir­lýs­ingu til namib­ískra dóm­stóla. Hann og aðr­ir lyk­il­starfs­menn út­gerð­ar­inn­ar vísa allri ábyrgð á Jó­hann­es Stef­áns­son upp­ljóstr­ara - líka á greiðsl­um sem gerð­ar voru eft­ir að hann hætti störf­um.
Þorsteinn svarar engu um dylgjur í afsökunarbeiðni
Fréttir

Þor­steinn svar­ar engu um dylgj­ur í af­sök­un­ar­beiðni

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, seg­ist ekki ætla að svara um efni af­sök­un­ar­beiðni sem fyr­ir­tæki hans birti óund­ir­rit­aða á vef­síðu sinni um helg­ina. Stund­in beindi til hans sömu spurn­ingu og lög­mað­ur fyr­ir­tæk­is­ins hafði kraf­ið Lilju Dögg Al­freðs­dótt­ur mennta­mála­ráð­herra svara um nokkr­um vik­um fyrr. Í af­sök­un­ar­beiðn­inni er full­yrt að um­fjöll­un hafi ver­ið „ein­hliða, ósann­gjörn og ekki alltaf byggð á stað­reynd­um“.
Stórútgerðirnar segjast standa með Samherja: „Ég held að þetta mál sé tiltölulega óþekkt“
ÚttektSamherjaskjölin

Stór­út­gerð­irn­ar segj­ast standa með Sam­herja: „Ég held að þetta mál sé til­tölu­lega óþekkt“

Fram­kvæmda­stjór­ar ís­lenskra stór­út­gerða segja að Namib­íu­mál Sam­herja hafi ekki haft nein áhrif á önn­ur ís­lensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki og sölu- og mark­aðs­starf þeirra er­lend­is. Stór hluti fram­kvæmda­stjór­anna vel­ur hins veg­ar að tjá sig ekki um mál­ið og hluti þeirra svar­ar ekki er­ind­um um mál­ið.
Samherjamálið í DNB: Bankinn horfði framhjá 80 prósent af vísbendingum um brot á lögum um varnir gegn peningaþvætti
FréttirSamherjaskjölin

Sam­herja­mál­ið í DNB: Bank­inn horfði fram­hjá 80 pró­sent af vís­bend­ing­um um brot á lög­um um varn­ir gegn pen­inga­þvætti

Sekt­ar­greiðsl­an sem DNB-bank­inn út af rann­sókn­inni á pen­inga­þvættis­vörn­um sem hófst eft­ir Sam­herja­mál­ið er sú hæsta í sögu Nor­egs. Sekt­in er hins veg­ar ein­ung­is 1/30 hluti af sekt­inni sem Danske Bank greiddi fyr­ir að stöðva ekki pen­inga­þvætti í gegn­um bank­ann.
Eva Joly um rannsóknina á Samherja: „Það er skortur á vilja til að rannsaka þá sem skapa velsæld í landinu“
FréttirSamherjaskjölin

Eva Joly um rann­sókn­ina á Sam­herja: „Það er skort­ur á vilja til að rann­saka þá sem skapa vel­sæld í land­inu“

Fransk norski lög­fræð­ing­ur­inn Eva Joly seg­ir að Sam­herji sé það valda­mik­ill á Ís­landi að lít­ill áhugi sé á því að rann­saka Namib­íu­mál­ið. Tek­ið er við­tal við Evu í þýska blað­inu Süddeutsche Zeit­ung í dag þar sem fjall­að er um Namib­íu­mál­ið og upp­ljóstr­ar­ann Jó­hann­es Stef­áns­son.
Norska fjármálaeftirlitið: DNB hélt að  Samherji ætti skattaskjólsfélagið Cape Cod
FréttirSamherjaskjölin

Norska fjár­mála­eft­ir­lit­ið: DNB hélt að Sam­herji ætti skatta­skjóls­fé­lag­ið Cape Cod

Norska fjár­mála­eft­ir­lit­ið tek­ur und­ir álykt­an­ir um að DNB bank­inn hafi hald­ið að Sam­herji hefði átt skatta­skjóls­fé­lag­ið Cape Cod á Mars­hall-eyj­um. Sam­herji fjár­magn­aði fé­lag­ið með 9 millj­arða greiðsl­um, að­al­lega frá Kýp­ur. Sam­herji hef­ur svar­ið fé­lag­ið af sér.
Færeyska ríkissjónvarpið: Samherjamálið  til lögreglunnar og 350 milljóna króna skattar endurgreiddir
FréttirSamherjaskjölin

Fær­eyska rík­is­sjón­varp­ið: Sam­herja­mál­ið til lög­regl­unn­ar og 350 millj­óna króna skatt­ar end­ur­greidd­ir

Dótt­ur­fé­lag Sam­herja í Fær­eyj­um hef­ur end­ur­greitt skatta þar í landi sam­kvæmt fær­eyska rík­is­sjón­varp­inu. Skatt­skil dótt­ur­fé­lags Sam­herja þar í landi eru kom­in til lög­regl­unn­ar seg­ir sjón­varps­stöð­in. Um er að ræða einn anga Namib­íu­máls­ins.

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu