Fasteignaskattur á lúxusíbúðir á skjön við kaupverð
Kaupverð lúxuseigna sem auðmennirnir Björgólfur Thor Björgólfsson og Róbert Wessman hafa sýslað með endurspeglast ekki í fasteignamati á þeim. Fasteignaskattar geta verið hundruðum þúsunda króna lægri en ef miðað væri við kaupverð þeirra.
FréttirStórveldi sársaukans
1
Róbert dregur úr ábyrgð sinni: Seldu hlutfallslega mest af ópíóðum þegar hann var forstjóri
Fyrrverandi forstjóri Actavis, Róbert Wessman, segir að hann hafi ætíð haft það að leiðarljósi sem lyfjaforstjóri að bæta líf fólks. Hann vill meina að stefna Actavis í sölu á ópíóðum í Bandaríkjunum hafi breyst eftir að hann hætti hjá félaginu. Markaðshlutdeild Actavis á landsvísu í Bandaríkjunum var hins vegar mest árið 2007, 38.1 prósent á landsvísu, þegar Róbert var enn forstjóri félagsins.
ÚttektStórveldi sársaukans
4
Svona græddi Actavis á ópíóðafaraldrinum
Actavis seldi 32 milljarða taflna af morfínlyfjum í Bandaríkjunum 2006 til 2012, og var næststærsti seljandi slíkra lyfja á meðan notkun slíkra lyfja varð að faraldri í landinu. Fyrirtækinu var stýrt af Róberti Wessman hluta tímans og var í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar allan tímann. Actavis hefur nú samþykkt að greiða skaðabætur vegna ábyrgðar sinnar á morfínfaraldrinum í Bandaríkjunum en fyrrverandi stjórnendur félagsins viðurkenna ekki ábyrgð á þætti Actavis.
Fréttir
1
Kristjón Kormákur játar innbrot á ritstjórnarskrifstofu Mannlífs
Ritstjórinn Kristjón Kormákur Guðjónsson hefur viðurkennt innbrot á ritstjórnarskrifstofu Mannlífs. Hann steig fram í viðtali við Reyni Traustason, ritstjóra Mannlífs, í hlaðvarpsþætti sem birtur var í kvöld. Segist hafa fengið milljóna greiðslur frá Róberti Wessman fyrir ráðgjöf og fleira.
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech
Sænskur læknir telur Róbert hafa farið á bak við sig og selt eignir til skattaskjólsins Jersey án síns leyfis
Sænski þvagfæraskurðlæknirinn Essam Mansour fjárfesti fyrir rúmlega 60 milljónir króna í sænsku móðurfélagi lyfjafyrirtækisins Alvogen árið 2009. Hann segist hafa verið útilokaður frá aðkomu að félaginu frá því að hann fjárfesti í því og starfsmaður Róberts Wessman hafi komið fram fyrir hans hönd á fundum félagsins án hans umboðs. Fjárfestingarfélag Róberts neitar ásökunum Essams Mansour.
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech
Bara einn borgarfulltrúi gagnrýndi að félag Róberts eignaðist lyfjaverksmiðjuna: ,,Það spurði enginn neinna spurninga”
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í borgarstjórn, gagnrýndi að Reykjavíkurborg heimilaði félagi Alvogen að færa skuldir á lóð sem borgin hafði afhent félaginu til annars félags. Með snúningnum eignaðist félag í eigu Róberts Wessman fasteign sem annað félag hafði fengið vilyrði fyrir. Fasteignin gæti verið um 20 milljarða króna virði í dag.
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech
Talsmenn Róberts tvísaga um verksmiðjuna í Vatnsmýrinni: Myljandi hagnaður á leigufélaginu
Starfandi talsmenn fjárfestisins Róberts Wessman hafa orðið tvísaga í gegnum árin um hvernig eignarhaldi lyfjaverksmiðju Alvotech í Vatnsmýrinni skyldi háttað. Reykjavíkurborg og Háskóli Íslands afhentu Alvotech lóðina undir fasteignina árið 2013 og var hvergi talað um það að Róbert skyldi eiga fasteignina persónulega í gegnum félög.
Fréttir
Félag Róberts Wessman í Svíþjóð fjármagnaði 1.380 milljóna greiðsluna til Matthíasar Johannessen
Sænskt félag í eigu Róberts Wessman í gegnum sjóð á Jersey greiddi rúmlega 1.380 milljónir króna til íslensks félags sem svo greiddi peningana til fyrrverandi viðskiptafélaga hans. Upplýsingafulltrúi fjárfestingarfélags Róberts Wessman segir að um lán hafi verið að ræða.
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech
Alvogenfélag Róberts greiddi 11,3 milljarða króna arð til félags í eigu sjóðs í skattaskjólinu Jersey
Sænskt eignarhaldsfélag sem heldur utan um eignarhluti Róberts Wessman fjárfestis í Alvogen og Alvotech hefur greitt út veglegan arð til hans þrátt fyrir botnlausan taprekstur félaganna. Skuldir við óltilgreindra aðila upp á milljarða króna hafa einnig verið afskrifaðar í félaginu. Róbert stýrir félögum sem hafa fengið leyfi til að byggja tvær lyfjaverksmiðjur í Vatnsmýrinni og hefur sótt fé til íslenskra fjárfesta, meðal annars lífeyrissjóðs.
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech
Selur Alvogen kampavín sem heitir Wessman One: „Líta í raun á Róbert sem einskonar vörumerki“
Talsmaður Róberts Wessman segir að armslengdarsjónarmiða sé alltaf gætt í viðskiptum hans við Alvogen og Alvotech. Félög Róberts leigja Alvotech íbúðir fyrir starfsmenn, eiga verksmiðju Alvotech og selja frönsk vín sem Róbert framleiðir til þeirra. Alvogen framkvæmdi rannsókn á starfsháttum Róberts sem forstjóra þar sem mögulegir hagsmunaárekstrar voru meðal annars kannaðir.
Róbert Wessman, forstjóri Alvogen, sendi rúmlega 30 hatursfull og ógnandi SMS-skilaboð til fyrrverandi samstarfsmanna sinna há Actavis. Ástæðan var að annar þeirra hafði borið vitni í skaðabótamáli Björgólfs Thors Björgólfssonar gegn honum árið 2016. Alvogen lét skoða málið en segir engin gögn hafa bent til þess að „eitthvað væri athugavert við stjórnunarhætti Róberts.“ Stundin birtir gögnin.
Fréttir
Félag Róberts Wessmann kaupir gamla Borgarbókasafnið af fyrirtæki í eigu félags í skattaskjólinu Cayman
Félag í meirihlutaeigu Róberts Wessman hefur eignast rúmlega 700 fermetra húsið í Þingholtsstræti sem áður hýsti gamla Borgarbókasafnið. Húsið er nú veðsett fyriir tæplega 1.400 milljóna króna lánum félaga Róberts. Áður var húsið í eigu félags hægri handar Róberts hjá Alvogen, Árna Harðarsonar og starfsmanns Alvogen í Bandaríkjunum Divya C Patel.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.