Taprekstur útgáfufélagsins sem gefur út Mannlíf og fleiri blöð jókst milli ára. Hlutafé félagsins hefur verið aukið um rúmlega hálfan milljarð króna til að fjármagna tapið á þremur árum.
FréttirEignarhald DV
436
DV skrifaði um huldubakhjarlinn Björgólf Thor: „Beckham og Björgólfur Thor eru bestu vinir“
Fjölmiðillinn fjallaði ítrekað um Björgólf Thor Björgólfsson án þess að nefna fjárhagslegan stuðning hans við reksturinn. Björgólfur var sakaður um bein áhrif á ritstjórnina eftir að ómerkt frétt birtist með aðdróttunum um andstæðing hans, Róbert Wessman.
Pistill
931.231
Jón Trausti Reynisson
Sykurpabbalandið
Megninu af íslenskum fjölmiðlum er haldið úti af sykurpöbbum sem hafa sínar ástæður til að niðurgreiða þá. Nú er komið á daginn að ríkasti Íslendingurinn ákvað að fjármagna DV og DV.is leynilega.
FréttirFjölmiðlamál
9
Tap Birtings þrefaldast milli ára
Félagið sem gefur út Mannlíf, Vikuna, Gestgjafann og Hús og híbýli tapaði 168 milljónum króna í fyrra.
FréttirTekjulistinn 2019
Róbert með 29 milljónir í laun á mánuði
Róbert Wessman hafði tæpar 350 milljónir króna í tekjur á síðasta ári, því sem næst allt launatekjur. Hann hafði aðeins tæpar 300 þúsund krónur í fjármagnstekjur árið 2018.
FréttirFjölmiðlamál
Breyta skuld Birtings í hlutafé og jafna 100 milljóna tap
Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri hjá Alvogen, hefur breytt 118 milljóna króna skuld Birtings útgáfufélags í hlutafé.
FréttirViðskiptafléttur
Félag Róberts tapar 16 milljörðum en hann er eignamikill í skattaskjólum
Alvotech, lyfjaþróunarfyrirtæki Róberts Wessman, er með nærri 30 milljarða neikvætt eigið fé en er ennþá í uppbyggingarfasa. Róbert á hluti í félaginu og milljarða króna eignir, meðal annars á Íslandi, í gegnum flókið net eignarhaldsfélaga sem endar í skattaskjólinu Jersey.
Leiðari
Jón Trausti Reynisson
Endurkomur ómissandi manna
„Þetta reddast“, eða sumir redda sér alltaf, sama hvað þeir hafa gert. Endurteknar, óvæntar endurkomur mikilvægra manna í áhrifastöður, sem hafa farið á svig við lög eða ábyrgð, krefjast þess að við aðlögum viðmið okkar og gildi að þeim.
Fréttir
Róbert greiddi rúmar 170 milljónir upp í 2,8 milljarða skuldir við Landsbankann
Fjárfestirinn Róbert Wessman gerði skuldauppgjör við Landsbanka Íslands árið 2014. Greiddi rúmlega 6 prósent skulda eignarhaldsfélags síns við bankann með peningum. Róbert hefur efnast á liðnum árum og keypti sér meðal annars 3 milljarða króna íbúð í New York fyrir tveimur árum.
Fréttir
Róbert Wessmann hélt líka kastala í Frakklandi eftir skuldauppgjörið
Róbert Wessmann hefur átt kastala í Frakklandi í 13 ár. Framleiðir vín við kastalann í dag.
FréttirSkuldauppgjör Róberts Wessmann
Almenningur fær ekki eftirgjöf skulda eins og auðmenn
Umboðsmaður skuldara segir að einstaklingar fái yfirleitt aðeins skuldaeftirgjöf ef gildar ástæður eins og mikil veikindi eru fyrir hendi eða ef kröfuhafa þyki fullljóst að hann fái kröfur sínar ekki greiddar. Engin af ástæðunum átti við um skuldaeftirgjöf til Róberts Wessmann, sem meðal annars hefur keypt sér 3 milljarða íbúð eftir skuldaaðlögun sína.
Afhjúpun
Róbert borgaði 1,3 milljarða upp í 45 milljarða skuldir
Fjárfestirinn Róbert Wessmann gerði skuldauppgjör við Glitni í árslok 2013. Róbert og samverkamaður hans, Árni Harðarson, losnuðu undan sjálfskuldarábyrgðum vegna milljarða króna skulda. Róbert á fyrirtæki og fasteignir í gegnum flókið net aflandsfélaga.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.