Róbert Wessmann
Aðili
Endurkomur ómissandi manna

Jón Trausti Reynisson

Endurkomur ómissandi manna

·

„Þetta reddast“, eða sumir redda sér alltaf, sama hvað þeir hafa gert. Endurteknar, óvæntar endurkomur mikilvægra manna í áhrifastöður, sem hafa farið á svig við lög eða ábyrgð, krefjast þess að við aðlögum viðmið okkar og gildi að þeim.

Róbert greiddi rúmar 170 milljónir upp í 2,8 milljarða skuldir við Landsbankann

Róbert greiddi rúmar 170 milljónir upp í 2,8 milljarða skuldir við Landsbankann

·

Fjárfestirinn Róbert Wessman gerði skuldauppgjör við Landsbanka Íslands árið 2014. Greiddi rúmlega 6 prósent skulda eignarhaldsfélags síns við bankann með peningum. Róbert hefur efnast á liðnum árum og keypti sér meðal annars 3 milljarða króna íbúð í New York fyrir tveimur árum.

Róbert Wessmann hélt líka kastala  í Frakklandi eftir skuldauppgjörið

Róbert Wessmann hélt líka kastala í Frakklandi eftir skuldauppgjörið

·

Róbert Wessmann hefur átt kastala í Frakklandi í 13 ár. Framleiðir vín við kastalann í dag.

Almenningur fær ekki eftirgjöf skulda eins og auðmenn

Almenningur fær ekki eftirgjöf skulda eins og auðmenn

·

Umboðsmaður skuldara segir að einstaklingar fái yfirleitt aðeins skuldaeftirgjöf ef gildar ástæður eins og mikil veikindi eru fyrir hendi eða ef kröfuhafa þyki fullljóst að hann fái kröfur sínar ekki greiddar. Engin af ástæðunum átti við um skuldaeftirgjöf til Róberts Wessmann, sem meðal annars hefur keypt sér 3 milljarða íbúð eftir skuldaaðlögun sína.

Róbert borgaði 1,3 milljarða upp í 45 milljarða skuldir

Róbert borgaði 1,3 milljarða upp í 45 milljarða skuldir

·

Fjárfestirinn Róbert Wessmann gerði skuldauppgjör við Glitni í árslok 2013. Róbert og samverkamaður hans, Árni Harðarson, losnuðu undan sjálfskuldarábyrgðum vegna milljarða króna skulda. Róbert á fyrirtæki og fasteignir í gegnum flókið net aflandsfélaga.

Neitar að segja hver veitti 475 milljóna huldulán til reksturs DV

Neitar að segja hver veitti 475 milljóna huldulán til reksturs DV

·

Félag Sigurðar G. Guðjónssonar fékk 475 milljóna króna lán í fyrra frá óþekktum aðilum. Lánið var notað til að kaupa og fjármagna rekstur DV og fleiri fjölmiðla. Sigurður segir upplýsingagjöf um hagsmunatengsl ekki skipta máli.

Einkareknir fjölmiðlar flestir í tapi

Einkareknir fjölmiðlar flestir í tapi

·

Ársreikningar einkarekinna fjölmiðla sýna viðkvæmt rekstrarumhverfi. Auðmenn styðja við taprekstrur sumra þeirra. Menntamálaráðherra boðar frumvarp sem styrkir einkarekstur og dregur úr umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði. Fréttablaðið hefur ekki skilað ársreikningi.

Talsmaður Róberts telur Björgólf Thor standa á bak við grein DV um keypt viðskiptaverðlaun

Talsmaður Róberts telur Björgólf Thor standa á bak við grein DV um keypt viðskiptaverðlaun

·

Róbert Wessmann, stofnandi og forstjóri Alvogen, var valinn forstjóri ársins í lyfjageiranum af bresku tímariti. DV birti frétt um að verðlaunin væru keypt. Talsmaður Róberts segir þetta rangt og spyr hvort Björgólfur Thor Björgólfsson standi á bak við ófrægingarherferð í DV, blaði sem hann fjármagni á laun.

Segir hagnaðinn af Litahlaupinu vera minni en styrkveitingar til góðgerðarmála

Segir hagnaðinn af Litahlaupinu vera minni en styrkveitingar til góðgerðarmála

·

The Color Run er hlaupið á yfir 300 stöðum í heiminum á hverju ári. Eigandi fyrirtækisins, sem sér um framkvæmd Litahlaupsins á Íslandi, neitar að gefa upp tekjur sínar og hagnað. Uppselt var í hlaupið og voru þátttakendur um tólf þúsund. Fyrirtæki eins og Alvogen greiða þóknun til að tengja nafn sitt við hlaupið en forsvarsmenn Litahlaupsins gefa ekki upp hversu há hún er.

Segir Róbert leggja rúman milljarð í lyfjaverksmiðjuna

Segir Róbert leggja rúman milljarð í lyfjaverksmiðjuna

·

Háskóli Íslands hætti við að leigja húsnæði í lyfjaverksmiðjunni í Vatnsmýrinni af fasteignafélagi Róberts Wessmann. Leiguskuldbindingin nam tæplega 650 milljónum króna. Framkvæmdastjóri hjá samheitalyfjafyrirtæki Róberts segir hann sjálfan fjármagna 20 prósent af verksmiðjunni.

Fjölmiðlaveldi fæðist: Leið Björns Inga til áhrifa

Fjölmiðlaveldi fæðist: Leið Björns Inga til áhrifa

·

Björn Ingi Hrafnsson tapaði öllu „og meira en það“ í hruninu, en stóð fljótlega uppi sem einn helsti fjölmiðlabarón landsins. Stundin fjallar um braskið, blaðamennskuna, auðmennina og vinskapinn við Sigmund Davíð. Framabrautin er skrykkjótt og ferillinn verður æ skrautlegri.

Róberti gert að endurgreiða skatta af tæplega milljarði

Róberti gert að endurgreiða skatta af tæplega milljarði

·

Ríkisskattstjóri sótti rúma þrjá milljarða til á annað hundrað einstaklinga með endurákvörðunum á sköttum. Þekktir fjárfestar og bankamenn eru þar á meðal. Tekjur af kaup- og söluréttarsamningum fyrir hrun skattlagðar sem starfstengd hlunnindi.