Hafa endurheimt fjórðung af kostnaði við tengingu Bakka
Kostnaður við tengingu kísilvers PCC á Bakka við raforkukerfið nam 2 milljörðum króna. Kísilverinu hefur verið lokað tímabundið og hlutabréf lífeyrissjóða í því verðlaus. Landsnet segir að hækkanir gjaldskrár vegna framkvæmdarinnar hafi verið „innan marka“.
FréttirVirkjanir
45129
Kirkjan telur sig eiga land Múlavirkjunar
Stykkishólmskirkja lætur reyna á fyrir dómstólum hvort land Múlavirkjunar tilheyri kirkjunni. Smávirkjanarisinn Arctic Hydro á helmingshlut. Félag eins eigenda Arctic Hydro sem á nálæga jörð hefur beitt sér gegn lögum sem takmarka uppkaup á jörðum.
FréttirVirkjanir
2391.415
Engeyingar og fleiri að baki smávirkjunum víða um land
Franski olíurisinn Total á fjórðungshlut í raforkufyrirtæki sem lykilmenn úr GAMMA og kjörnir fulltrúar úr Sjálfstæðisflokknum koma að. James Ratcliffe seldi fyrirtækinu virkjunarrétt sinn í Þverá. Varaþingmaður segir virkjun árinnar munu rústa ósnortinni náttúru.
FréttirÞriðji orkupakkinn
4711.645
Stjórn Sigmundar fullgilti umdeildan samning um vernd orkufjárfestinga
Með fullgildingu ECT-samningsins hafa íslensk stjórnvöld skuldbundið sig til að liðka fyrir frjálsum viðskiptum með orkuauðlindir og að beita sér fyrir samkeppni, markaðsvæðingu og samvinnu á sviði orkuflutninga. Reynt gæti á ákvæði samningsins ef upp koma deilur um lagningu sæstrengs, en fjárfestar hafa meðal annars notað samninginn sem vopn gegn stjórnvaldsaðgerðum sem er ætlað að halda niðri raforkuverði til almennings.
Fréttir
38192
Telur óviðeigandi að spyrja um hagsmuni Eyþórs
Siðareglur fyrir borgarfulltrúa Reykjavíkur hafa verið staðfestar. Marta Guðjónsdóttir og fulltrúar minnihlutans segjast ekki hafa trú á að þær verði teknar alvarlega vegna spurninga Dóru Bjartar Guðjónsdóttur um fjárhagslega hagsmuni Eyþórs Arnalds.
FréttirÞriðji orkupakkinn
Fóru stórum orðum um orkupakkamálið: Níðstöng, rányrkja og ambátt í feigðarsölum
„Sagan mun sýna það að Miðflokkurinn hafði rétt fyrir sér,“ sagði Birgir Þórarinsson við atkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann. Bæði andstæðingar og stuðningsmenn málsins tóku djúpt í árinni í ræðustól Alþingis og sumir fluttu ljóð.
FréttirÞriðji orkupakkinn
Katrín skorar á andstæðinga orkupakkans að styðja auðlindaákvæði í stjórnarskrá
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kaus með innleiðingu þriðja orkupakkans á Alþingi og beindi hvatningarorðum til andstæðinga að verja íslenskt eignarhald á orkuauðlindum. Orkupakkinn var samþykktur á Alþingi rétt í þessu með 46 atkvæðum gegn 13.
FréttirÞriðji orkupakkinn
Álfyrirtækin ekki styrkt Orkuna okkar
Ekkert álveranna þriggja á Íslandi hefur styrkt Orkuna okkar fjárhagslega. Fyrirtækin eru í Samtökum iðnaðarins sem styðja innleiðingu þriðja orkupakkans en eru andvíg lagningu sæstrengs.
FréttirUtanríkismál
Sigmundur Davíð skoðaði lagningu sæstrengs með Cameron „til að sýna fram á að það hentaði ekki“
Þingheimur hló þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagðist eingöngu hafa samþykkt stofnun vinnuhóps með Bretum um lagningu sæstrengs árið 2015 til þess að ekkert yrði af verkefninu. Hann mælir með að Bretland gangi í EES, þrátt fyrir að utan þess yrði sæstrengur illmögulegur eftir Brexit.
FréttirÞriðji orkupakkinn
Ríki ráða sjálf hvort sæstrengur verði lagður inn í landhelgi
Hafréttarsamningur Sameinuðu þjóðanna tryggir að íslenska ríkið tekur sjálft ákvörðun um lagningu sæstrengs. Þriðji orkupakkinn breytir þar engu um, skrifar Bjarni Már Magnússon, prófessor við lagadeild HR.
FréttirÞriðji orkupakkinn
Starfsmenn ríkisstjórnarinnar dreifa sama textanum um þriðja orkupakkann
Að minnsta kosti tveir aðstoðarmenn ráðherra birta sama textann, sem sinn eigin, í mismunandi umræðum um málið á netinu. Sama stafsetningarvillan endurtekin í öllum tilfellum.
Fréttir
Vilja tvö vindorkuver á Vesturlandi
Metin verða umhverfisáhrif allt að sextíu vindmyllna samtals, annars vegar í Reykhólasveit og hins vegar í Dalabyggð.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.