
Neituðu því að Björgólfur væri bakhjarl DV: „Lítið um skjalfestar heimildir fyrir því sem ekki er“
Eigandi DV vildi ekki greina frá því hver lánaði félagi sínu tæpan hálfan milljarð til að fjármagna taprekstur. Talskona Björgólfs Thors Björgólfssonar neitaði því að hann væri lánveitandinn. Samkeppniseftirlitið hefur birt upplýsingarnar vegna samruna eigenda DV og Fréttablaðsins. Þar kemur í ljós að Björgólfur Thor stóð að baki útgáfunni.