Mossack Fonseca
Aðili
Nýr stjórnarformaður Secret Solstice var í Panamaskjölunum

Nýr stjórnarformaður Secret Solstice var í Panamaskjölunum

Fyrra rekstrarfélag Secret Solstice er ógjaldfært og margir hafa ekki fengið greitt. Ný kennitala hátíðarinnar er tengd fyrri eigendum. Fulltrúi Reykjavíkurborgar ítrekar að ekki hafi verið gengið frá samningum vegna hátíðarinnar 2019.

Panamaskjölin: Eigendur elstu heildverslunar Íslands stunduðu viðskipti gegnum Tortólu

Panamaskjölin: Eigendur elstu heildverslunar Íslands stunduðu viðskipti gegnum Tortólu

Erfingjar heildsölunnar Ó. Johnson og Kaaber, seldu hlutabréf til Tortólafélags fyrir nærri 330 milljónir króna. Fjögur systkini og móðir þeirra stýrðu félaginu sem hét Eliano Management Corp sem hóf lántökur upp á mörg hundruð milljónir króna í bönkum í Lúxemborg. Systkinin, meðal annars fyrrverandi fréttamaðurinn Helga Guðrún Johnson, neita að tala um Tortólafélagið. Skattasérfræðingur segir verulegt skattahagræði kunna að hafa verið af félaginu.

Líkti Kastljósinu við Hitler - er sjálfur í gögnunum

Líkti Kastljósinu við Hitler - er sjálfur í gögnunum

Nafn hæstaréttarlögmannsins Sigurðar G. Guðjónssonar er að finna í Panama-skjölunum. Sigurður hefur áður líkt vinnubrögðum fréttamanna í umfjöllun um aflandsfélög við vinnubrögð Hitlers.

Panama-skjölin: Systkinin fjögur með félög í skattaskjóli

Panama-skjölin: Systkinin fjögur með félög í skattaskjóli

Skattayfirvöld á Tortóla reyndu að fá upplýsingar um fjárhagsstöðu félags Karls Wernerssonar á Tortólu. Karl segir skattayfirvöld á Íslandi hafa skoðað skattskil fyrirtækisins án frekari aðgerða. Þrjú af systkinum Karls stofnuðu fyrirtæki í gegnum Mossack Fonseca en eitt þeirra, Ingunn Wernersdóttir, fékk tæpa fimm milljarða króna þegar hún seldi Karli og Steingrími Wernerssonum hlut sinn í Milestone árið 2005. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir upplýsingaskiptasamninga við lágskattaríki hafa gert mikið gagn.

Panamaskjölin: Karl Wernersson stofnaði félag hjá Mossack Fonseca sem tók við milljörðum frá Íslandi

Panamaskjölin: Karl Wernersson stofnaði félag hjá Mossack Fonseca sem tók við milljörðum frá Íslandi

Karl Wernersson notaði félag á Seychelles-eyjum til að taka við arði, lána peninga og fá lán frá Íslandi. Leiftri ltd. tók meðal annars við tæplega þriggja milljarða láni frá Milestone sem aldrei fékkst greitt til baka. Karl segir að Leiftri hafi tapað öllu sínu í hruninu. Panamaskjölin sýna að félagið var lagt niður árið 2012 skömmu eftir að það afskrifaði milljarðs króna skuld móðurfélags lyfjaverslunarinnar Lyfja og heilsu á Íslandi.