
Bréf til ráðherra: „Bjargið Uhunoma“
Synjun um alþjóðlega vernd var staðfest á föstudag og nú skrifa vinir Nígeríumannsins Uhunoma Osayomore bréf „með von í hjarta“ þar sem þeir skora á dómsmálaráðherra, forsætisráðherra og ríkisstjórnina alla að veita honum landvistarleyfi hér á landi. Áfallið við úrskurð nefndarinnar varð til þess að leggja þurfti Uhunoma inn á bráðageðdeild um helgina.