Sigríður Andersen fór með rangt mál um stöðu lögreglunnar
Lögreglumönnum fækkaði um leið og sprenging varð í fjölgun ferðamanna og íbúafjöldi jókst um 16 prósent. Málflutningur ráðherra stangast á við mat ríkislögreglustjóra á fjárþörf til að lögreglan geti sinnt þjónustu- og öryggishlutverki sínu með fullnægjandi hætti.
FréttirLögregla og valdstjórn
Nýtur trausts innan lögreglunnar þrátt fyrir kynferðisbrotakærur
Aðalbergur Sveinsson, lögreglumaðurinn sem þrívegis hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot, sat í stjórn Lögreglufélags Reykjavíkur á árunum sem kærurnar voru lagðar fram.
FréttirFuglasmygl
Á 25 ára gamalli slóð höfuðpaurs fugla- og eggjasmygls á Norðurlandi
Er samhengi í eggja- og fuglasmyglsmálum á Norðurlandi? Tveir menn hafa verið teknir við eggja- og fuglasmygl með 25 ára millibli. Báðir eru þeir búsettir á Húsavík í dag og þykir ólíklegt að þeir hafi verið einir að verki. Tollstjóri verst frétta af eggjasmyglmáli sem kom upp í fyrra.
FréttirLögreglurannsókn
Eggjasmyglari bíður eftir löggunni: Keypti hluta smyglvarnings í búð
Maður sem var tekinn með egg úr friðuðum fuglum í Norrænu í fyrra hefur ekkert heyrt í löggunni.
Viðtal
Laus við óttann
Helena Rut Ólafsdóttir lifði af gróft líkamlegt ofbeldi föður síns til margra ára. Málið vakti mikinn óhug á sínum tíma en aldrei hafði fallið þyngri dómur í barnaverndarmáli á Íslandi. Helena neitar að leyfa ofbeldinu að skilgreina sig og ætlar sér stóra hluti í lífinu. Hún gagnrýnir væga dóma fyrir ofbeldi gegn börnum og ætlar að verða lögreglukona.
ViðtalBrot Kjartans Adolfssonar
„Vona að pabbi fái þann dóm sem hann verðskuldar“
Guðrún Kjartansdóttir var barn að aldri þegar faðir hennar misnotaði hana. Nýlega var hann færður í gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa brotið gegn þriðju dóttur sinni. Guðrún hefur alltaf haft áhyggjur af systkinum sínum, reynt að fylgjast með og höfða til samvisku föður síns, en furðar sig á því af hverju dæmdir barnaníðingar fái að halda heimili með börnum. Hún stígur fram með móður sinni, Katrínu Magnúsdóttur, í von um að stjórnvöld endurskoði misbresti í kerfinu svo betur sé hægt að vernda börn.
ViðtalRéttindabrot á vinnumarkaði
„Ég treysti Íslendingum ekki lengur“
Sara Qujakitsoq kom til Íslands frá Grænlandi í sumar til að safna peningum fyrir námi en segist hafa verið svikin af íslenskum yfirmanni sínum. Málið er meðhöndlað sem mansalsmál af verkalýðsfélögunum, en lögreglan hætti rannsókn.
ViðtalRéttindabrot á vinnumarkaði
Þung sönnunarbyrði í mansalsmálum kallar á nýja nálgun
Erfitt er að treysta á vitnisburð fórnarlamba mansals og þung sönnunarbyrði er í þessum málum. Yfirmaður mansalsrannsókna í Danmörku leggur áherslu á að aðrar leiðir séu notaðar til að ná fram sakfellingu yfir þeim sem brjóta gegn mansalsfórnarlömbum. Yfirmaður mansalsmála hjá Europol leggur áherslu á að rekja slóð peninganna.
Fréttir
Hælisleitandi í hungurverkfalli hefur verið sendur úr landi
Afganskur flóttamaður, Abdolhamid Rahmani, var í gær sendur úr landi til Grikklands. Þegar hann frétti af brottvísuninni, þann 27. febrúar, fór hann í hungurverkfall til að mótmæla stöðu sinni. Heimildir Stundarinnar herma að hann sé enn í hungurverkfalli. Hann er nú á kominn til Grikklands þar sem hann segist óttast um líf sitt.
Fréttir
Nýtt fíkniefni á Íslandi getur verið lífshættulegt
Fíkniefnið 2C-B er nú boðið til sölu í lokuðum íslenskum söluhópum á samfélagsmiðlinum Facebook. Um er að ræða varasamt verksmiðjuframleitt efni sem kom til landsins í miklu magni á þessu ári. Efnið er örvandi, veldur ofskynjunum og getur verið lífshættulegt að mati sérfræðings í klínískri eiturefnafræði við Landspítalann.
FréttirHvarf Birnu Brjánsdóttur
Myndband sýnir ferðir Birnu nóttina sem hún hvarf
Lögreglan hefur birt myndbandi af ferðum Birnu Brjánsdóttur á Laugarveginum. Lögreglan leitar í rauðum smábíl í Breiðholtinu.
FréttirLögregla og valdstjórn
„Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt löggæslu á Íslandi í rúst“
Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir dapurlegt að ríkisstjórn þeirra stjórnmálaflokka, sem sögulega séð hafa talað fyrir varðstöðu um réttarríkið og öflugri löggæslu, skuli ekki hafa hlúð betur að lögreglunni en raun ber vitni. Stofnunin hafi veikst og úrbóta sé þörf.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.