Lögregla og valdstjórn
Fréttamál
Enn vanti sjálfstætt eftirlit með lögreglu

Enn vanti sjálfstætt eftirlit með lögreglu

·

Þingmenn Pírata leggja til að stofnuð verði sérstök eftirlitsstofnun á vegum Alþingis sem hafi eftirlit með störfum lögreglu. Saksóknaraembættin séu of tengd lögreglu til að geta rannsakað vinnubrögð hennar með trúverðugum hætti.

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·

Ítrekað er vikist undan meginreglunni um auglýsingaskyldu þegar ráðið er í yfirmannsstöður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Eins og þið þekkið eru breytingar og auglýsingar á yfirmannastöðum sérstaklega vel til þess fallnar að stuðla að óróleika hjá embættinu,“ sagði lögreglustjóri í bréfi til starfsmanna. GRECO hefur gagnrýnt verklagið.

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·

Helmingur yfirstjórnenda lögreglu fékk stöðuna án auglýsingar. Einn þeirra er bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði í embætti lögreglustjóra án auglýsingar árið 2014 þegar Sigríður þagði um upplýsingar í lekamálinu sem rannsakendur hefðu viljað búa yfir.

Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku

Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku

·

Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, vill að Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri svari spurningum um leit á gestum Secret Solstice án dómsúrskurðar og handtöku konu á Hinsegin dögum.

Beittu símahlerunum nær daglega í fyrra

Beittu símahlerunum nær daglega í fyrra

·

Símahlerunum og skyldum úrræðum hjá lögregluembættunum fjölgaði um 40 prósent milli áranna 2017 og 2018. Lögregluembættin á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum drógu svör í meira en ár.

Ráðherra brást við ítrekuðum stöðuveitingum innan lögreglu án auglýsingar – Lögreglustjóri taldi auglýsingar skapa „óróleika“

Ráðherra brást við ítrekuðum stöðuveitingum innan lögreglu án auglýsingar – Lögreglustjóri taldi auglýsingar skapa „óróleika“

·

Dómsmálaráðuneytið sendi öllum lögreglustjórum á Íslandi bréf þann 20. maí síðastliðinn vegna ítrekaðra stöðuveitinga innan lögreglu án auglýsingar. Tilefni bréfsins er athugun umboðsmanns Alþingis á ráðningarmáli hjá ríkislögreglustjóra.

Lögreglumaður kallaði „go home“ á hælisleitendur

Lögreglumaður kallaði „go home“ á hælisleitendur

·

Maðurinn segist ekki hafa meint að fólkið ætti að fara frá Íslandi. „Þessi tvö orð lýsa nefnilega alls ekki skoðun minni á hælisleitendum og innflytjendamálum.“

Lögreglan vanrækir lögbundin jafnréttisverkefni

Lögreglan vanrækir lögbundin jafnréttisverkefni

·

„Þú breytir ekki viðhorfi í 85 prósenta karlamenningu, það er bara ekki hægt því þeir sem eru á annarri skoðun, þeir bara eru undir,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Greina má aðgerðarleysi og uppgjafartón í jafnréttismálum meðal lykilstarfsmanna samkvæmt nýrri rannsókn.

Lögreglumaður vill „gera opinbert“ það sem konur ræða í lokuðum hópi

Lögreglumaður vill „gera opinbert“ það sem konur ræða í lokuðum hópi

·

Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, óskaði eftir aðgangi að lokuðum Facebook-hópi kvenna til að „gera opinbert það sem hér fer fram og hvað hér er um rætt.“ Meðlimir hópsins segja þetta grafa undan trausti kvenna þegar kemur að því að leita til lögreglunnar.

Ríkislögreglustjóri í kast við lögin

Ríkislögreglustjóri í kast við lögin

·

Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri kemur sér ítrekað í vandræði án þess að vera látinn sæta ábyrgð. Hann var sagður skaða rannsóknir efnahagsbrotadeildar eftir hrun. Ársreikningar embættisins liggja óundirritaðir, kvartað hefur verið undan framgöngu Haraldar gagnvart sérsveitarmönnum og eineltismál er til skoðunar hjá dómsmálaráðuneytinu.

Áreitti borgara með ólögmætum bréfasendingum en sleppur við áminningu

Áreitti borgara með ólögmætum bréfasendingum en sleppur við áminningu

·

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra ætlar ekki að veita Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra áminningu vegna framgöngu sem ráðuneytið telur að hafi verið ámælisverð og jafnvel snúist um að vernda persónulega hagsmuni Haraldar á kostnað embættisins. „Hvaða skilaboð eru það til almennings og embættismanna ef það hefur engar afleiðingar að brjóta á rétti borgaranna?“ spyr Björn Jón Bragason.

Skortir eftirlit með sérsveitinni

Skortir eftirlit með sérsveitinni

·

Ríkislögreglustjóri segir erlenda glæpamenn með sérþjálfun koma til landsins. Málum fjölgi þar sem vopn koma við sögu. Prófessor segir vanta yfirsýn með sérsveitinni og að löggæsla færist í auknum mæli til vopnaðrar lögreglu.