Hærri fjármagnskostnaður, minni stærðarhagkvæmni og skert samningsstaða væri á meðal líklegra afleiðinga þess ef hugmyndir um einkavæðingu og uppskiptingu Landsvirkjunar yrðu að veruleika samkvæmt nýrri skýrslu um orkuauðlindir Íslendinga.
Lægstu taxtar hækka um 9.500 krónur næstu mánaðarmót. Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu um 800 þúsund krónur á mánuði á síðasta ári. Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi segir að stöðva verði misskiptinguna.
FréttirSjóðsstýringarfyrirtækið GAMMA
GAMMA skoðar framleiðslu á rafmagni með vindorku í Dölunum
Sjóðsstýringarfyrirtækið GAMMA hefur talað um aðkomu einkaðila að opinberum fyrirtækjum í orkugeiranum sem „lógíska“. GAMMA hefur sett sig í samband við sveitarstjórn Dalabyggðar vegna möguleika á rafmagnsframleiðslu með vindorku.
FréttirKíslverksmiðjur
Raforkusamningur Thorsil í uppnámi út af skorti á fjármögnun
Forsvarsmenn kísilmálmfyrirtækisins Thorsil halda sínu striki um byggingu verksmiðju sinnar í Helguvík þrátt fyrir miklar seinkarnir á verkefninu og United Silicon-málið. Fyrirtækið er hins vegar ekki lengur með tryggðan raforkusamning við Landsvirkjun vegna dráttar á verkefninu en á nú í viðræðum við ríkisfyrirtækið um nýjan samning.
Pistill
Valgeir Magnússon
Eigum við að flytja út rafmagn?
Hvað gerir það fyrir okkur að selja grænu orkuna okkar úr landi um sæstreng, í stað þess að nýta hana innanlands?
FréttirÁlver
Rio Tinto vill lækka launakostnað eftir að hafa skilað 380 milljarða króna hagnaði
Þrátt fyrir gríðarlegan hagnað á heimsvísu hefur Rio Tinto sett sér markmið um aukinn niðurskurð í kostnaði. Þrýstingur berst frá höfuðstöðvum Rio Tinto til Íslands og veldur hörku í samningum við starfsfólk álversins í Straumsvík. Rio Tinto vill líklega ekki loka álverinu í Straumsvík en gæti viljað endursemja við Landsvirkjun um raforkuverð. Erlendir greinendur hæla rekstri Rio Tinto og segja að fyrirtækinu hafi gengið vel að lækka kostnað og mæla með hlutabréfum þess til kaups. Þá var hagnaður þess meiri á fyrsta helmingi ársins en gert hafði verið ráð fyrir, en Rio Tinto setti sér meiri niðurskurðarkröfur en áður.
FréttirThorsil-málið
Thorsil segist hafa tryggt sér orku fyrir kísilmálmverksmiðjuna
Eyþór Arnalds vill ekki gefa upp stöðuna á raforkusamningi Thorsil. Framkvæmdastjórinn segir orkuna tryggða. Landsvirkjun segir samninga ekki í höfn en að viðræður hafi staðið yfir. Thorsil er nátengt Sjálfstæðisflokknum og hefur ríkinu verið stefnt vegna ívilnana til fyrirtækisins sem nema um 800 milljónum króna.
Fréttir
Kosningastjóri Framsóknar prókúruhafi félags sem berst gegn sæstreng
Svanur Guðmundsson segist ekki vera í Framsóknarflokknum og að Facebooksíðan „Auðlindirnar okkar“ tengist hvorki flokknum hagsmunaðilum. Einn af forsvarsmönnum síðunnar hefur unnið sem verktaki fyrir Norðurál í gegnum árin. Sæstrengur gæti komið sér illa fyrir álfyrirtæki eins og Alcoa og Norðurál því með honum gæti rafmagnsverð hækkað.
PistillVirkjanir
Ólafur Páll Jónsson
Virkjanir, samfélag og náttúra
Ólafur Páll Jónsson heimspekingur ræðir um virkjanir í samfélaginu í erindi sem hann hélt á afmælisþingi Landsvirkjunar.
Félagið Atlantic Green Chemicals hefur stefnt Reykjanesbæ og Thorsil ehf. Telja sig eiga kröfu á lóð sem bærinn hefur veitt Thorsil. Bæjarstjórinn segir engin gögn styðja fullyrðingar forsvarsmanna fyrirtækisins.
Rannsókn
Svona eignaðist Kaupfélag Skagfirðinga virkjunarkost: „Ég var 100 prósent viss“
Kaupfélag Skagfirðinga gekk inn í viðskipti tveggja opinberra virkjunarfyrirtækja og komst óvænt yfir virkjunarkost í Skagafirði.
FréttirÁlver
Einn eigandi nýs álvers: „Fólkið úti á landi þarf líka að hafa vinnu“
Ingvar Unnsteinn Skúlason, einn af eigendum og aðstandendum nýs álvers sem til stendur að byggja á Norðurlandi vestra, notar að mestu byggðasjónarmið sem rökstuðning fyrir byggingunni. Orka úr Blönduvirkjun á að verða eftir í héraði og styrkja þarf atvinnulífið á svæðinu. Framkvæmdirnar eru harðlega gagnrýndar af Landvernd.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.