KPMG breytti skýrslu um völd Þorsteins Más vegna „óánægju“ hans
Endurskoðendafyrirtækið KPMG breytti skýrslu sinni um stjórnendastrúktúr Samherjasamstæðunnar eftir að Þorsteinn Már Baldvinsson lýsti yfir óánægju með drög að skýrslunni. Embætti héraðssaksóknara hefur yfirheyrt starfsmann KPMG, sem sá um skýrslugerðina, sem vitni og er ljóst að ákæruvaldið hefur mikinn áhuga á valdsviði Þorsteins Más innan Samherja.
Fréttir
Framganga framkvæmdastjóra Strætó furðuleg og ábyrgðarlaus að mati Sameykis
Trúnaðarmannaráð Sameykis segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóra Strætó, gera tilraun til að komast hjá því að greiða starfsmönnum fyrirtækisins samkvæmt kjarasamningum. Það geri hann með því að tala fyrir útvistun á verkefnum Strætó. Jóhannes segir akstur strætisvagna og rekstur þeirra ekki grunnhlutverk Strætó.
Fréttir
Strætó í vondri stöðu og sækir um yfirdrátt
Handbært fé Strætó er uppurið og hefur stjórn félagsins óskað eftir heimild til að taka 300 milljónir króna í yfirdrátt sem „engar líkur eru á að Strætó bs. geti greitt upp í fyrirsjáanlegri framtíð“. KPMG leggur til útvistun á akstri.
FréttirSamherjaskjölin
Skattrannsóknarstjóri telur Samherja hafa notað lepp í skattaskjólinu Belís
Skattrannsóknarstjóri og íslenskur lögmaður ónafngreinds félags í skattaskjólinu Belís tókust á um afhendingu gagna um starfsemi félagsins. Kenning embættisins er að Samherji hafi í raun átt félagið en ótilgreindur aðili hafi leppað eignarhaldið.
FréttirSamherjaskjölin
Samherji skipti um endurskoðanda: „KPMG hefur ekkert umburðarlyndi gagnvart mútum“
Í verklagsreglum KPMG er tekin skýr afstaða gegn mútugreiðslum. Hvorki endurskoðendafyrirtækið né Samherji hafa svarað því af hverju útgerðin hætti að skipta við KPMG fyrr á þessu ári.
FréttirSamherjaskjölin
KPMG: „Það var ákvörðun Samherja að skipta um endurskoðunarfyrirtæki“
KPMG segir trúnað ríkja um viðskiptavini félagsins en að Samherji hafi ákveðið að skipta um endurskoðanda. Fyrirtækið sem Samherji skiptir nú við, BDO ehf., er með stutta viðskiptasögu á Íslandi. Spænska BDO hefur verið sektað og endurskoðandi þess dæmdur í fangelsi á Spáni fyrir að falsa bókhald útgerðarinnar Pescanova sem meðal annars veiðir í Namibíu.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.