
Samsærið í málsvörnum eiginkvenna Jóns Baldvins og Jean-Claude Arnault
Bryndís Schram og sænska skáldkonan Katarina Frostenson eru giftar mönnum sem urðu að andlitum Metoo-umræðunnar í heimalöndum sínum, Íslandi og Svíþjóð. Í tilfellum Jóns Baldvins Hannibalssonsar og Jean Claude Arnault stigu margar konur fram og ásökuðu þá um kynferðislega áreitni. Mál þeirra beggja hafa að hluta til farið sinn veg í dómskerfinu á Íslandi og í Svíþjóð. Báðar hafa eiginkonur þeirra skrifað bækur til að verja eiginmenn sína þar sem þær reyna að sýna fram á að menn þeirra hafi verið beittir órétti og séu fórnarlömb úthugsaðra samsæra sem fjölmiðlar eru hluti af.