Aðili

Kærunefnd útlendingamála

Greinar

Vill liðka fyrir endursendingum flóttafólks til Ungverjalands og Grikklands
Greining

Vill liðka fyr­ir end­ur­send­ing­um flótta­fólks til Ung­verja­lands og Grikk­lands

Kær­u­nefnd stöðv­aði brott­vís­un hæl­is­leit­enda til Ung­verja­lands í fyrra vegna kyn­þáttam­is­mun­un­ar og bágr­ar stöðu flótta­fólks þar í landi. Laga­frum­varp Sig­ríð­ar And­er­sen myndi girða fyr­ir að um­sókn­ir fólks sem feng­ið hef­ur hæli í lönd­um á borð við Ung­verja­land, Búlgaríu og Grikk­land séu tekn­ar til efn­is­með­ferð­ar á Ís­landi.
Skólafélagar og kennarar berjast fyrir Zainab
Fréttir

Skóla­fé­lag­ar og kenn­ar­ar berj­ast fyr­ir Zainab

Það var til­finn­inga­þrung­in stund í Haga­skóla í gær, þeg­ar Zainab Safari, fjór­tán ára stelpa frá Af­gan­ist­an, lýsti lífi sínu fyr­ir skóla­fé­lög­um sín­um og kenn­ur­um. Rétt­inda­ráð Haga­skóla hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem því er mót­mælt harð­lega að vísa eigi Zainab, móð­ur henn­ar og litla bróð­ur, úr landi.
Þrjú dæmi um hvernig Útlendingastofnun braut gegn hælisleitendum
FréttirFlóttamenn

Þrjú dæmi um hvernig Út­lend­inga­stofn­un braut gegn hæl­is­leit­end­um

Út­lend­inga­stofn­un er oft stað­in að óvand­aðri máls­með­ferð og mis­tök­um við af­greiðslu hæl­is­um­sókna. Hér eru þrjú dæmi sem fjall­að er um í ný­leg­um úr­skurð­um kær­u­nefnd­ar út­lend­inga­mála. Vegna af­mán­ing­ar per­sónu­grein­an­legra upp­lýs­inga eru frá­sagn­irn­ar mis­ná­kvæm­ar.
Útlendingum var vísað burt á ólögmætum grundvelli
FréttirFlóttamenn

Út­lend­ing­um var vís­að burt á ólög­mæt­um grund­velli

Ákvæði í reglu­gerð Sig­ríð­ar And­er­sen og beit­ing Út­lend­inga­stofn­un­ar á þeim skorti laga­stoð að mati kær­u­nefnd­ar út­lend­inga­mála sem felldi því fjöl­marg­ar ákvarð­an­ir stofn­un­ar­inn­ar úr gildi í fyrra. Í mörg­um til­vik­um hafði fólk­inu sem brot­ið var gegn þeg­ar ver­ið vís­að úr landi.
Alþingi hætti við réttarbót fyrir fólk í viðkvæmri stöðu
Úttekt

Al­þingi hætti við rétt­ar­bót fyr­ir fólk í við­kvæmri stöðu

Ákvarð­ana­fælni og óskýr skila­boð lög­gjaf­ans hafa spil­að upp í hend­urn­ar á íhalds­söm­um út­lend­inga­yf­ir­völd­um, en kær­u­nefnd út­lend­inga­mála slær ít­rek­að á fing­ur Út­lend­inga­stofn­un­ar.
Orðalag í nefndaráliti leiddi til þrengri túlkunar á útlendingalögum
Fréttir

Orða­lag í nefndaráliti leiddi til þrengri túlk­un­ar á út­lend­inga­lög­um

Nefndarálit frá þing­mönn­um fé­lags­hyggju­flokka og fram­söguræða Nichole Leigh Mosty hafði óvænt áhrif á túlk­un kær­u­nefnd­ar á ákvæði út­lend­ingalaga.
Börn rekin úr landi – lagabreytingin nær ekki til fjölskyldunnar
FréttirFlóttamenn

Börn rek­in úr landi – laga­breyt­ing­in nær ekki til fjöl­skyld­unn­ar

„Þeim finnst gam­an í skól­an­um og eru glað­ir,“ seg­ir Hana­di Sbhehat um syni sína. Þeir eru sex og sjö ára nem­end­ur í Voga­skóla en pabbi þeirra sér fyr­ir fjöl­skyld­unni sem kokk­ur.
Þegar hungur er eina vopnið
ÚttektFlóttamenn

Þeg­ar hung­ur er eina vopn­ið

Ramaz­an Fay­ari seg­ist held­ur vilja deyja á Ís­landi, en að vera send­ur aft­ur til Af­gan­ist­an þar sem þjóð­ar­brot hans sæt­ir of­sókn­um og árás­um. Hann hef­ur nú ver­ið í hung­ur­verk­falli í mán­uð. Ís­land held­ur áfram að beita Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­inni þrátt fyr­ir að fyr­ir liggi að evr­ópsk stjórn­völd hygg­ist áfram­senda við­kom­andi til Af­gan­ist­an þar sem stríðs­átök hafa færst í auk­ana und­an­far­in ár.
Regína og börnin komin með dvalarleyfi: „Við erum svo hamingjusöm og þakklát“
Fréttir

Regína og börn­in kom­in með dval­ar­leyfi: „Við er­um svo ham­ingju­söm og þakk­lát“

Regína Os­ar­umaese og börn­in henn­ar þrjú, Daniel, Fel­ix og Precious eru kom­in með dval­ar­leyfi hér á landi. Eu­gene, fað­ir barn­anna sem vís­að var úr landi í sum­ar, hyggst sækja aft­ur um dval­ar­leyfi á grund­velli fjöl­skyldusam­ein­ing­ar.
Útlendingastofnun rekur fórnarlamb mansals úr landi
ViðtalFlóttamenn

Út­lend­inga­stofn­un rek­ur fórn­ar­lamb man­sals úr landi

Ung­um níg­er­ísk­um hjón­um hef­ur ver­ið gert að yf­ir­gefa land­ið ásamt sjö ára dótt­ur þeirra. Kon­an flúði man­sal og seg­ir að hún hafi þurft að þola hót­an­ir alla tíð síð­an, en móð­ir henn­ar var myrt og syst­ir henn­ar blind­uð. Eig­in­mað­ur henn­ar hrakt­ist frá heima­land­inu vegna póli­tískra of­sókna. Út­lend­inga­stofn­un hef­ur ákveð­ið að senda sjö ára dótt­ur þeirra til Níg­er­íu, en hún er fædd á Ítal­íu, tal­ar ís­lensku og hef­ur aldrei bú­ið í Níg­er­íu.
Ahmadi fjölskyldan fær alþjóðlega vernd á Íslandi
Fréttir

Ahma­di fjöl­skyld­an fær al­þjóð­lega vernd á Ís­landi

Átta manna fjöl­skylda frá Af­gan­ist­an hef­ur feng­ið al­þjóð­lega vernd hér á landi, en vísa átti þeim úr landi á grund­velli Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­ar­inn­ar. Fjöl­skyld­an flúði heima­land sitt eft­ir að hafa orð­ið fyr­ir skelfi­legri árás talib­ana.
„Ætlar ríkið að útvega börnunum mínum nýjan föður?“
Fréttir

„Ætl­ar rík­ið að út­vega börn­un­um mín­um nýj­an föð­ur?“

Regína Os­aramaese fékk ekki að kveðja barns­föð­ur sinn í dag áð­ur en hann verð­ur flutt­ur úr landi. Ís­lenska rík­ið hef­ur stí­að í sund­ur níg­er­ískri fjöl­skyldu og hyggst senda barns­föð­ur­inn úr landi síð­ar í dag. Fjöl­skyld­an hef­ur ver­ið á Ís­landi í þrjú ár og tvö yngri börn­in fædd­ust hér á landi.