Ingimundur Einarsson
Aðili
Elítan hópast saman

Elítan hópast saman

Ríka Ísland

Fólkið sem hagnast mest og tekur helstu ákvarðanir í íslensku samfélagi safnast saman á ákveðin svæði. Helstu aðilar í Engeyjarættinni fengu 920 milljónir króna í fjármagnstekjur í fyrra.

Kunningjaveldi dómstólanna og konurnar sem fengu nóg

Kunningjaveldi dómstólanna og konurnar sem fengu nóg

Íslensk stjórnvöld hafa um árabil hunsað ábendingar umboðsmanns Alþingis og GRECO er að snúa að dómstólakerfinu og stjórnsýslu þess. „Stjórnsýsla dómstólanna er í meginatriðum veikburða og sundurlaus,“ segir í skýrslu sem unnin var fyrir Dómstólaráð árið 2011. Lítið hefur breyst síðan og ný dómstólalög taka ekki á göllum kerfisins nema að mjög takmörkuðu leyti.

Segir viðbrögð formanns Dómarafélagsins staðfesta gagnrýni sína

Segir viðbrögð formanns Dómarafélagsins staðfesta gagnrýni sína

Áslaug Björgvinsdóttir, fyrrverandi héraðsdómi, svarar gagnrýni Skúla Magnússonar, formanns Dómarafélags Íslands og segir að málflutningur hans hljóti að „helgast af því að það gangi gegn persónulegum hagsmunum hans að taka afstöðu sem ekki hentar yfirstjórn dómstólanna“.

Segir fyrrverandi dómara grafa undan dómskerfinu með furðulegum málflutningi

Segir fyrrverandi dómara grafa undan dómskerfinu með furðulegum málflutningi

„Ég skora á Áslaugu að rökstyðja það með gögnum og dæmum að íslenskir dómstólar hlífi gagngert fólki í efri lögum samfélagsins á kostnað borgaranna,“ segir Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands, í viðtali við Stundina.

Undirmaður og kollegar dómstjóra rannsökuðu vinnubrögð hans

Undirmaður og kollegar dómstjóra rannsökuðu vinnubrögð hans

Dómstólaráð tók starfshætti dómstjórans við Héraðsdóm Reykjavíkur til skoðunar að hans eigin frumkvæði eftir að tveir kvenkyns dómarar við Héraðsdóm Reykjavíkur töldu hann vega að sjálfstæði sínu, starfsöryggi og trúverðugleika. „Allar helstu málsmeðferðarreglur stjórnsýsluréttarins brotnar.“

Fyrrverandi héraðsdómari segir dómstjóra hafa farið á svig við lög og hvatt blaðamann til refsiverðs verknaðar

Fyrrverandi héraðsdómari segir dómstjóra hafa farið á svig við lög og hvatt blaðamann til refsiverðs verknaðar

Áslaug Björgvinsdóttir, fyrrverandi héraðsdómari, gagnrýnir vinnubrögð Ingimundar Einarssonar, dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur, harðlega í umsögn um lagafrumvarp og hvetur til óháðs og skilvirks eftirlits með handhöfum dómsvalds.

Dómari vill vita hver heimildarmaður Stundarinnar er

Dómari vill vita hver heimildarmaður Stundarinnar er

„Mér finnst rétt að ég fái að vita það, enda virðist mér sem viðmælandi þinn sé öllum hnútum kunnugur,“ skrifaði Ingimundur Einarsson dómstjóri í tölvupósti til blaðamanns. Heimildarvernd er lögbundin.

Maður með fjölskyldutengsl við dómstjóra ráðinn í launalaust starf hjá Héraðsdómi

Maður með fjölskyldutengsl við dómstjóra ráðinn í launalaust starf hjá Héraðsdómi

Systursonur eiginkonu Ingimundar Einarssonar, dómstjóra við Héraðsdóm Reykjavíkur, fékk starf sem ekki hafði verið auglýst laust til umsóknar. Málið olli titringi meðal starfsmanna réttarins, en BHM hefur lagst eindregið gegn launalausum ráðningum.