Samstarfsmaður íslenska ríkisins notaði þrjú félög í skattaskjólum
Haukur Harðarson, fjárfestir og stjórnarformaður Orku Energy, átti að minnsta kosti þrjú félög í skattaskjólum sem hann notaði í viðskiptum sínum fyrir og eftir hrun. Stýrir fyrirtæki sem á í samstarfi við íslenska ríkið í orkumálum í Kína og hefur Haukur nokkrum sinnum fundað með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, vegna orkumála. Einsdæmi er að einkafyrirtæki komist í þá stöðu sem Orka Energy er í í Kína.
Pistill
Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir
Er spilling á ábyrgð stjórnvalda eða almennings?
Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur skrifar um spillingu á Íslandi og kenningar Gunnars Helga Kristinssonar um hana.
PistillIllugi Gunnarsson og Orka Energy
Ingi Freyr Vilhjálmsson
Tvö hliðstæð spillingarmál en bara ein athugun á mútubroti
Mál utanríkisráðherra Svíþjóðar, Margot Wallström, og mál Illuga Gunnarssonar eru hliðstæð að ýmsu leyti. Bæði leigðu íbúðir af einkaðilum af óljósum ástæðum. Ákæruvaldið í Svíþjóð hefur brugðist við í tilfelli Wallström en enginn eftirlitsaðili hefur skoðað mál Illuga svo vitað sé. Af hverju stafar þessi munur á milli landanna?
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy
Illugi keypti á 64 milljónir og fékk 48 að láni hjá Kviku
Annað lánið sem Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fær frá Kviku frá árinu 2013. Illugi var eignalítill fyrir fasteignakaupin fyrr í mánuðinum en bankinn hefur fyrst og fremst gefið sig út fyrir að vilja að þjónusta hina eignameiri. „Við veljum viðskiptavini okkar vel,“ sagði forstjórinn.
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy
Illugi keypti sér raðhús og flytur úr íbúð Hauks
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hættir að vera leigutaki Hauks Harðarsonar, stjórnarformanns Orku Energy. Ráðherrann seldi Hauki íbúð sína á Ránargötu og leigði hana af honum aftur. Íbúðin komst í hámæli í vor eftir Kínaferð Illuga og Orku Energy.
PistillIllugi Gunnarsson og Orka Energy
Ingi Freyr Vilhjálmsson
Illugi gerir undirmenn sína samábyrga
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra gerði undirmenn sína í menntamálaráðuneytinu samábyrga við skipulagningu á opinberri heimsókn til Kína þar sem Orka Energy var í viðskiptasendinefnd hans. Starfsmenn ráðuneytisins vissu ekki um viðskipti Illuga og stjórnarformanns Orku Energy. Einn af undirmönnum Illuga í ráðuneyti er Ásta Magnúsdóttir sem kom að skipulagningu ferðarinnar til Kína en ómögulegt hefur verið að ná í hana til að spyrja hana spurninga um ferðina.
ÚttektIllugi Gunnarsson og Orka Energy
Illugi á eftir að svara mörgum spurningum í Orku Energy-málinu
Margir lausir endar eru í Orku Energy-málinu og bíður Illuga Gunnarssyni fyrirspurni um málið á Alþingi sem hann þarf að svara. Stundin rekur helstu atriði Orku Energy-málsins síðustu mánuðina.
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy
Þetta er það sem Illugi talar ekki um
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra gerir eins lítið og hann getur úr aðkomu sinni og menntamálaráðuneytisins að skipulagningu Kínaferðarinnar sem Orka Energy var þátttakandi í nú í mars. Af svari Illuga að dæma kom frumkvæðið að heimsókninni alfarið frá kínverskum stjórnvöldum og utanríkisráðuneytið sá um nánast alla skipulagningu. Sannleikurinn er hins vegar ekki alveg svo einfaldur eins og sést í gögnum og upplýsingum um heimsóknina.
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy
Ósamræmi í skýringum Illuga og í gögnum um samstarf við Orku Energy
Illugi Gunnarsson svaraði spurningum um Orku Energy málið á Alþingi í gær. Gerði lítið úr aðkomu menntamálaráðuneytisins að samstarfsyfirlýsingu sem hann undirritaði við kínverska ríkið þar sem Orka Energy er hluti af samkomulaginu. Menntamálaráðuneyti Illuga ákvað að viljayfirlýsingin yrði gerð sem og að Orka Energy yrði framkvæmdaraðili ríkisins í samvinnunni við Kína. Illugi sagði hins vegar að gerð viljayfirlýsingarinnar hefði ekki átt sér stað innan ráðuneytis hans.
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy
Illugi fær frest til að svara um Orku Energy
Illugi Gunnarsson bað um frest til að svara ellefu fyrirspurnum á Alþingi. Átti að svara fyrir tæpum tveimur vikum.
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy
Orka Energy komst í „stjórnskipulega stöðu“ í Kína út af ákvörðun Illuga
Utanríkisráðuneytið rökstyður ákvörðun Illuga Gunnarssonar um að skipa Orku Energy sem framkvæmdaraðila íslenska ríkisins í Kína. Einungis ríkisfyrirtæki með „stjórnskipulega stöðu“ skipuð sem framkvæmdaraðilar fyrir hönd ríkisins en á þessu var gerð breyting í tilfelli Orku Energy. Ráðuneytið getur ekki gefið eitt annað dæmi um tilfelli þar sem einkafyrirtæki urðu framkvæmdaraðilar erlendis.
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy
Orku Energy veitt fordæmalaus staða
Enn er á huldu hvernig sú ákvörðun var tekin inni í menntamálaráðuneytinu að einkafyrirtækið Orka Energy yrði framkvæmdaraðili íslenska ríkisins í orkusamningnum við Kína. Afar sjaldgæft að einkafyrirtæki séu fulltrúar ríkisins erlendis. Þó er ljóst að menntamálaráðuneyti Illuga Gunnarssonar tók ákvörðunina.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.