Illugi ákvað að Orka Energy yrði fulltrúi Íslands í samstarfi við Kína
Menntamálaráðuneyti Illuga Gunnarssonar afhendir gögn um Kínaferð ráðherrans í mars. Kínaferðin hefur haft miklar afleiðingar fyrir Illuga í ljósi þátttöku fyrrverandi vinnuveitanda hans, Orku Energy, í ferðinni. Gögnin sýna meðal annars fram á að það var menntamálaráðuneytið sem ákvað að Orka Energy yrði fulltrúi íslenskra stjórnvalda í samstarfinu við kínversk yfirvöld á sviði jarðvarma.
PistillIllugi Gunnarsson og Orka Energy
Ingi Freyr Vilhjálmsson
Trúir einhver að þetta hafi bara verið vinargreiði?
Sú skoðun virðist vera nokkuð útbreidd að það sé eðlileg skýring að Haukur Harðarson hafi verið að hjálpa vini sínum Illuga Gunnarssyni út ur fjáhagserfiðleikum. Er sú skoðun trúverðug? Og ef hún er trúverðug breytir hún þá einhverju í raun um þá hagsmunaárekstra sem liggja fyrir í Orku Energy málinu?
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy
Hátterni Illuga brýtur gegn óstaðfestum siðareglum
Ríkisstjórnin hefur ekki staðfest siðareglur um störf ráðherra. Ef hún hefði gert það væri ljóst að Illugi Gunnarsson hefði brotið þær. Jón Ólafsson segir alvarlegt að Bjarni Benediktsson virðist ekki hafa áttað sig á því um hvað Orku Energy málið snýst.
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy
Yfirmaðurinn í sparisjóðnum, sem hjálpaði Illuga undan fjárnámi, var skipaður í stjórn RÚV
Eiríkur Finnur Greipsson, stjórnarmaður í Ríkisútvarpinu og vinur Illuga Gunnarssonar til margra ára, var aðstoðarsparisjóðsstjóri þegar Illugi og eiginkona hans fengu lán þar í tvígang. Seinna lánið var til að greiða upp fjárnám hjá Glitni í ársbyrjun 2008. Eiríkur Finnur vill ekki ræða lánveitingarnar. Illugi skipaði hann í stjórn RÚV.
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy
Illugi neitar að gefa upp hvort fyrirtæki hans fékk greiðslu frá Orku Energy
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segist hafa svarað öllu í Orku Energy málinu þrátt fyrir að hann hafi ekki svarað mörgum spurningum fjölmiðla um málið. Hann segist persónulega ekki hafa fengið greitt meira frá Orku Energy en vill ekki ræða 1,2 milljóna greiðsluna til eignarhaldsfélags síns.
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy
Illugi birtir skattframtal sem svarar ekki frétt Stundarinnar
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra svarar frétt Stundarinnar um nýja greiðslu frá Orku Energy til einkahlutafélags hans með því að birta skattframtal sitt, en skattframtöl sýna ekki greiðslur til einkahlutafélaga.
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy
Fékk 1,2 milljónir frá Orku Energy 2012
OG Capital fékk greiðslu frá Orku Energy árið 2012. Illugi Gunnarsson hefur sagt að „megin hluti“ vinnu hans fyrir Orku Energy hafi farið fram árið 2011. Illugi hefur sagt að hann hafi ekkert unnið fyrir Orku Energy eftir að hann settist aftur á þing í október 2011. Illugi hefur jafnframt sagt að hann hafi ekki fengið frekari þóknanir frá Orku Energy en 5,6 milljóna launagreiðsluna sem verið hefur til umræðu síðustu daga.
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy
Spurningar sem Illugi hefur ekki svarað: Óútskýrðar greiðslur til fyrirtækis hans
Ráðgjafafyrirtæki Illuga Gunnarssonar var með 1.700 þúsund króna tekjur árið 2011 og greiddi út laun fyrir tæplega 1300 þúsund. Illugi hefur sagt að hann hafi bara fengið greitt persónulega frá Orku Energy, 5.6 milljónir króna. Inni í ráðgjafafyrirtækinu er auk þess rekstrarkostnaður upp á tæpa milljón.
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy
Sveinn Andri og Elliði takast á um Illuga
„Ekki vera lúði gæskur,“ segir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður í rökræðum við Elliða Vignisson, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, um Illuga Gunnarsson og Orku Energy málið.
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy
Hvað gerði Illugi fyrir Orku Energy?
Fyrirtækið sem Illugi Gunnarsson vann hjá var stofnað í ágúst 2011. Illugi settist aftur á þing í október 2011. Í ágúst 2011 var Orka Energy að ganga frá kaupum á eignum Orkuveitu Reykavíkur og Geysis Green Energy í Kína. Illugi hefur sagt að hann hafi ekki fengið meira greitt frá Orku Energy.
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy
Illugi kom að viðskiptum „eins nánasta vinar“ síns í Kína í opinberri heimsókn
Illugi Gunnarsson vildi ekki svara fyrir vinatengsl sín og Hauks Harðarsonar í apríl. Nú hefur hann gefið upp að hann og Haukur eru góðir vinir.
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy
Illugi segist ætla að svara fyrirspurnum Stundarinnar í Fréttablaðinu
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segist í viðtali við Ríkisútvarpið ætla að svara ítrekuðum fyrirspurnum Stundarinnar í viðtali við Fréttablaðið sem birtist á morgun. Stundin hefur sent honum 15 fyrirspurnir vegna hagsmunatengsla hans við Orku Energy án þess að fá svar.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.