Bíða enn eftir viðbrögðum Þjóðkirkjunnar við kynferðisbrotamáli
Enginn frá þjóðkirkjunni hefur haft samband við þær konur sem stigu fram í Stundinni í mars og lýstu áreitni séra Gunnars Björnssonar gagnvart þeim á barnsaldri. Tafir hafa verið á því að nýtt teymi þjóðkirkjunnar, sem sinnir viðkvæmum málum, taki til starfa.
FréttirSéra Gunnar
Fermingarbarn séra Gunnars: „Ég var grátandi hjá honum þegar hann gerði þetta.“
Kolbrún Lilja Guðnadóttir tilkynnti um að séra Gunnar Björnsson hefði káfað á henni þegar hún var 13 ára og óttaðist um vinkonu sína eftir bílslys. Mál hennar fór ekki fyrir dómstóla, ólíkt tveimur öðrum á Selfossi sem hann var sýknaður fyrir. Hún segir sáttafund hjá biskupi hafa verið eins og atriði úr Áramótaskaupinu.
Fréttir
Forseti Skáksambandsins fékk fé sem var eyrnamerkt unglingum
Deilur vegna hækkaðra launa Gunnars Björnssonar, forseta Skáksambands Íslands, halda áfram. Samkvæmt fundargerðum voru laun hans, sem koma frá ríkinu, eyrnamerkt útbreiðslu- og unglingastarfi. Kærasta Gunnars lagði fram tillögu um að hækka starfshlutfall hans árið 2013. Gagnrýninn skákmaður útilokaður.
Fréttir
Formaður samninganefndar ríkisins er staddur í Myanmar
Næsti samningafundur í kjaradeilu BHM og ríkisins er á morgun. „Leyfi einstaka starfsmanna hefur ekkert með framvindu málsins að gera“
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.