
Rannsókn á starfsemi meðferðarheimilisins Laugalands ekki í forgangi og langt í niðurstöðu
Rannsókn á því hvort stúlkur hafi verið beittar illri meðferð og ofbeldi á meðferðarheimilinu er enn á undirbúningsstigi hjá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar. Vinna á rannsóknina meðfram daglegum verkefnum „og því ljóst að niðurstaðna er ekki að vænta á næstunni,“ segir í svari við fyrirspurn Stundarinnar.