„Jafnvel í Rússlandi þyrfti Kristján Þór að stíga til hliðar“
Ilia Shumanov, aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International, segir að þrátt fyrir jákvæða ásýnd Íslands erlendis hafi Samherjamálið sýnt fram á hversu berskjaldað landið er fyrir spillingarmálum.
FréttirSamherjaskjölin
28170
Samherjamálið kostar DNB 100 milljarða
Hlutabréf í norska bankanum DNB féllu um 2,4 prósent eftir að greint var frá mútugreiðslum Samherja í Namibíu. Fjármunir frá Samherja fóru í gegnum bankann og til félaga í skattaskjólum.
FréttirFerðaþjónusta
Stýra Hotel Africana hlaut dóma fyrir dóp og barnaofbeldi
Judy Medith Achieng Owuor, sem rekur ólöglegt gistirými í Hafnarfirði, var nýverið dæmd í 2 ára og 3 mánaða fangelsi fyrir umferðar-, fíkniefna- og hegningarlagabrot sem og brot gegn barnaverndarlögum.
FréttirFerðaþjónusta
Svikin og kölluð „heimsk, ljót hóra“ í ólöglegu gistirými í Hafnarfirði
Leigusali óskráðs gistirýmis við Reykjavíkurveg jós fúkyrðum yfir leigjanda þegar hún bað um tryggingarpening til baka. Anna Piechura kom til Íslands í sumarvinnu en gat ekki leitað réttar síns vegna ágreinings við stjórnanda hins leyfislausa Hotel Africana.
GagnrýniBókadómar
Þúsund þakkir, Jóga
Þúsund kossar er að mörgu leyti einstök bók. Þar ber fyrst að telja að þar skrifar Jón Gnarr sögu Jógu, konu sinnar. Það út af fyrir sig hlýtur að hafa verið snúið verkefni fyrir svo nákomið fólk að skrifa saman bók um svo persónulega reynslu sem raun ber vitni. En þetta heppnaðist vel og úr verður sterk saga sem lýsir...
Fréttir
Vafasamt leyndarmál að baki miklum hagnaði Borgunar
Peningaslóð hins mikla gróða Borgunar, sem hefur meðal annars skapað gríðarlegan hagnað fyrir útgerðamenn, Engeyinga og hóp huldumanna, liggur að klámi, fjárhættuspilum og vændi. Heildarþjónustutekjur Borgunar, líkt og Valitor, hafa vaxið hratt á örskömmum tíma en nær helmingur þessa tekna frá báðum fyrirtækjum koma erlendis frá. Samkvæmt heimildum Stundarinnar eru þetta viðskipti sem önnur færsluhirðingafyrirtæki vilja ekki koma nálægt.
Fréttir
Veitti kunningja yfirdrátt en lagði inn á sjálfan sig
Júlíus Hólm Baldvinsson leigubílstjóri situr uppi með tæpan fimm milljóna króna yfirdrátt sem fyrrverandi útibússtjóri Sparisjóðs Vestmanneyja á Selfossi lagði inn á sjálfan sig. Útibússtjórinn fyrrverandi, sem grunaður er um nokkurra milljóna króna fjárdrátt í bankanum, viðurkennir að hafa ekki staðið við sinn hluta samningsins. Júlíus hefur kært málið til lögreglu.
Fréttir
Þekktur fjársvikari herjar á íslenskan leigumarkað: Sendir gylliboð á hverjum degi
Stundin greindi fyrst frá Christian Thurner í gær en hann gengur undir fleiri nöfnum og sendir Íslendingum í íbúðaleit gylliboð á hverjum einasta degi. Saga Auðar Aspar var svo sannarlega ekki einsdæmi en svo virðist sem að hann stundi fjársvikin í fjölmörgum löndum. Lögregluyfirvöld vara við þessum fjársvikum.
Fréttir
Reynir að svíkja fé út úr fólki í íbúðaleit í Reykjavík
Austurrískur maður býður íbúð til leigu í Hlíðunum og notar nafn Airbnb til þess að ávinna sér traust þeirra sem hann svíkur. Búið er að tilkynna manninn til lögreglu en Auður Ösp, ein þeirra sem reynt var að svíkja, vill vara við honum.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.