Auglýsingin hverfur eftir stutta stund...
Loka
Engeyingum bjargað
Fréttamál
Bjarni fór í fjórar boðsferðir en sagðist hafa farið í tvær

Bjarni fór í fjórar boðsferðir en sagðist hafa farið í tvær

·

Bjarni Benediktsson sagðist aðeins hafa farið í tvær boðsferðir á vegum bankanna þegar hann var spurður árið 2009. Bjarni, sem var þingmaður á þeim tíma, var hins vegar skráður í fimm boðsferðir samkvæmt gögnum sem Stundin hefur undir höndum og fór að minnsta kosti í fjórar þeirra. Hann er einn þriggja stjórnmálamanna sem rannsóknarskýrsla Alþingis greinir frá að hafi farið í boðsferðir.

Seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett

Seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett

·

Bjarni Benediktsson, þáverandi þingmaður og núverandi forsætisráðherra, seldi allar eignir sínar í Sjóði 9 hjá Glitni dagana 2. til 6. október árið 2008. Þann 6. október miðlaði hann upplýsingum um störf FME til framkvæmdastjóra hjá Glitni. Ný gögn varpa ljósi á hlutabréfasölu Bjarna í Glitni í febrúar 2008 en hann fundaði með bankastjóra Glitnis tveimur dögum áður en hann byrjaði að selja bréfin.