Novator sagði ósatt um lán til Frjálsrar fjölmiðlunar í rúm tvö og hálft ár
Fjárfestingarfélagið Novator, sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, veitti fjölmiðlum ítrekað rangar upplýsingar um 745 lán fyrirtækisins til fjölmiðlafyrirtækis. Ragnhildur Sverrisdóttir, fyrrverandi upplýsingatrúi Novator, hætti þar í janúar. Andrés Jónsson segir að eitt það versta sem komið getur fyrir almannatengil sé að segja fjölmiðlum ósatt.
FréttirEignarhald DV
436
DV skrifaði um huldubakhjarlinn Björgólf Thor: „Beckham og Björgólfur Thor eru bestu vinir“
Fjölmiðillinn fjallaði ítrekað um Björgólf Thor Björgólfsson án þess að nefna fjárhagslegan stuðning hans við reksturinn. Björgólfur var sakaður um bein áhrif á ritstjórnina eftir að ómerkt frétt birtist með aðdróttunum um andstæðing hans, Róbert Wessman.
FréttirEignarhald DV
755
Neituðu því að Björgólfur væri bakhjarl DV: „Lítið um skjalfestar heimildir fyrir því sem ekki er“
Eigandi DV vildi ekki greina frá því hver lánaði félagi sínu tæpan hálfan milljarð til að fjármagna taprekstur. Talskona Björgólfs Thors Björgólfssonar neitaði því að hann væri lánveitandinn. Samkeppniseftirlitið hefur birt upplýsingarnar vegna samruna eigenda DV og Fréttablaðsins. Þar kemur í ljós að Björgólfur Thor stóð að baki útgáfunni.
FréttirEignarhald DV
90 milljóna skuld DV breytt í hlutafé
Hluta skuldar Frjálsrar fjölmiðlunar, rekstrarfélags DV, við móðurfélag sitt var breytt í hlutafé. Eigandinn hefur ekki viljað gefa upp hver lánaði 475 milljónir til kaupa og reksturs félagsins.
FréttirEignarhald DV
Neitar að segja hver veitti 475 milljóna huldulán til reksturs DV
Félag Sigurðar G. Guðjónssonar fékk 475 milljóna króna lán í fyrra frá óþekktum aðilum. Lánið var notað til að kaupa og fjármagna rekstur DV og fleiri fjölmiðla. Sigurður segir upplýsingagjöf um hagsmunatengsl ekki skipta máli.
FréttirEignarhald DV
Talsmaður Róberts telur Björgólf Thor standa á bak við grein DV um keypt viðskiptaverðlaun
Róbert Wessmann, stofnandi og forstjóri Alvogen, var valinn forstjóri ársins í lyfjageiranum af bresku tímariti. DV birti frétt um að verðlaunin væru keypt. Talsmaður Róberts segir þetta rangt og spyr hvort Björgólfur Thor Björgólfsson standi á bak við ófrægingarherferð í DV, blaði sem hann fjármagni á laun.
FréttirEignarhald DV
Jón Steinar kom að kaupunum á DV og Pressunni
Jón Steinar Gunnlaugsson hefur unnið að viðskiptunum með fjölmiðla Presssunnar ásamt Sigurði G. Guðjónssyni. Enn liggur ekki ljóst fyrir hverijr það eru sem kaupa fjölmiðla Pressunnar. Björn Ingi Hrafnsson var í persónulegum ábyrgðum fyrir yfirdrætti fjölmiðlanna í bankakerfinu.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.