Aðili

Bjarkarhlíð

Greinar

„Ég er föst á heimilinu“
ViðtalFjárhagslegt ofbeldi

„Ég er föst á heim­il­inu“

Kona sem beitt er fjár­hags­legu, and­legu og kyn­ferð­is­legu of­beldi af eig­in­manni sín­um er föst með hon­um á sam­eig­in­legu heim­ili þeirra. Þar sem þau eiga íbúð á hún ekki rétt á fjár­hags­leg­um stuðn­ingi til að flýja út af heim­il­inu. Mað­ur­inn neit­ar að skrifa und­ir skiln­að­ar­papp­íra og neit­ar að selja íbúð­ina. Hann skamm­ar hana ef hún kaup­ir sér peysu án þess að fá leyfi.
Fjárhagslegt ofbeldi rígheldur konum í ofbeldissamböndum
FréttirFjárhagslegt ofbeldi

Fjár­hags­legt of­beldi ríg­held­ur kon­um í of­beld­is­sam­bönd­um

Fjár­hags­legt of­beldi er not­að til að stjórna mann­eskju gegn­um fjár­mál. Þetta er sú teg­und of­beld­is sem lengst held­ur kon­um föst­um í of­beld­is­sam­bönd­um þar sem þær eru fjár­hags­lega háð­ar ger­and­an­um. Kon­ur jafn­vel taka á sig fjár­hags­leg­ar skuld­bind­ing­ar til að minnka spennu­stig­ið á heim­il­inu og hætt­una á að verða fyr­ir ann­ars kon­ar of­beldi. Tæp­ur helm­ing­ur þeirra sem leit­uðu til Bjark­ar­hlíð­ar á síð­asta ári nefndu fjár­hags­legt of­beldi sem eina af ástæð­um komu sinn­ar.

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu