
Aðgerðir skortir og losun frá Íslandi eykst umfram skuldbindingar
Ný aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar setur loftslagsmarkmið sem standa nágrannaþjóðunum að baki. Framkvæmdastjóri Landverndar segir óljóst hvernig standa eigi við þann hluta stefnunnar sem snýr að vegasamgöngum, útgerð og landbúnaði. Ísland hefur losað langt um meira en miðað var við í Kýótó-bókuninni.