
Ísland greiðir tvær milljónir fyrir úttekt eftir Samherjamálið
Samningur við Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna um úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum var undirritaður í nóvember. Samningurinn er hluti af aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar til að auka traust á atvinnulífinu í kjölfar Samherjamálsins í Namibíu.