
Skólastjórnendur trúðu ekki frásögn stúlku af ofbeldi á Laugalandi
Stúlka sem vistuð var á Laugalandi trúði skólasystur sinni í Hrafnagilsskóla fyrir því að hún væri beitt ofbeldi á meðferðarheimilinu og sýndi henni áverka á líkama sínum. Skólastjórnendur vísuðu frásögn þar um á bug með þeim orðum að stúlkurnar á Laugalandi væru vandræðaunglingar sem ekki ætti að trúa. Fyrrverandi skólastjóri segir að í dag myndi hann tengja þær aðferðir sem beitt var á meðferðarheimilinu við ofbeldi.