Aflandsfélög
Flokkur
Óskattlagðar vaxtagreiðslur Alcoa úr álverinu nema 67 milljörðum króna

Óskattlagðar vaxtagreiðslur Alcoa úr álverinu nema 67 milljörðum króna

·

Vaxtagreiðslur álversins á Reyðarfirði til félags í eigu Alcoa í Lúxemborg eru rúmlega tveimur milljörðum króna hærri en bókfært tap álversins á Íslandi. Síðasta ríkisstjórn breytti lögum um tekjuskatt til að koma í veg fyrir slíka skattasnúninga. Indriði Þorláksson segir að lagabreytingarnar séu ekki nægilega róttækar til að koma í veg fyrir skattaundanskot með lánaviðskiptum á milli tengdra félaga.

Leyniflétta Júlíusar Vífils rakin upp

Leyniflétta Júlíusar Vífils rakin upp

·

Borgarfulltrúinn fyrrverandi, Júlíus Vífill Ingvarsson, sem er til rannsóknar hjá héraðssaksóknara vegna „rökstudds gruns“ um stórfelld skattsvik og peningaþvætti, sagði í samtali við Stundina að peningar, sem hann geymdi á aflandssvæði ættu sig sjálfir, og að upptaka af samtali hans og Sigurðar G. Guðjónssonar lögmanns, um hvernig forðast mætti að greiða skatt af þeim, væri fölsuð. Júlíus Vífill hefur komið með engar eða villandi skýringar, auk þess að neita að upplýsa um málið.

Fjármálaráðherra hefur setið á skýrslu um skattaskjólseignir frá því fyrir kosningar

Fjármálaráðherra hefur setið á skýrslu um skattaskjólseignir frá því fyrir kosningar

·

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur enn ekki kynnt Alþingi skýrslu um umfang skattaskjólseigna Íslendinga þrátt fyrir að hún hafi verið tilbúin tæpum mánuði fyrir kosningar meðan þing var enn að störfum. Bjarni kemur sjálfur fyrir í skattaskjólsgögnum.

Samstarfsmaður íslenska ríkisins notaði þrjú félög í skattaskjólum

Samstarfsmaður íslenska ríkisins notaði þrjú félög í skattaskjólum

·

Haukur Harðarson, fjárfestir og stjórnarformaður Orku Energy, átti að minnsta kosti þrjú félög í skattaskjólum sem hann notaði í viðskiptum sínum fyrir og eftir hrun. Stýrir fyrirtæki sem á í samstarfi við íslenska ríkið í orkumálum í Kína og hefur Haukur nokkrum sinnum fundað með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, vegna orkumála. Einsdæmi er að einkafyrirtæki komist í þá stöðu sem Orka Energy er í í Kína.

Valitor viðurkennir viðskipti við vafasaman færsluhirði

Valitor viðurkennir viðskipti við vafasaman færsluhirði

·

Íslenska færsluhirðingarfyrirtækið Valitor viðurkennir að hafa átt í viðskiptum við hið vafasama fyrirtæki eMerchantPay og eiganda þess, Jónas Reynisson. Viðskiptunum var hætt á árunum 2012 og 2013 og í kjölfarið varð algjört hrun í veltu Valitors í erlendri færsluhirðingu.

Panamaskjölin: Eigendur elstu heildverslunar Íslands stunduðu viðskipti gegnum Tortólu

Panamaskjölin: Eigendur elstu heildverslunar Íslands stunduðu viðskipti gegnum Tortólu

·

Erfingjar heildsölunnar Ó. Johnson og Kaaber, seldu hlutabréf til Tortólafélags fyrir nærri 330 milljónir króna. Fjögur systkini og móðir þeirra stýrðu félaginu sem hét Eliano Management Corp sem hóf lántökur upp á mörg hundruð milljónir króna í bönkum í Lúxemborg. Systkinin, meðal annars fyrrverandi fréttamaðurinn Helga Guðrún Johnson, neita að tala um Tortólafélagið. Skattasérfræðingur segir verulegt skattahagræði kunna að hafa verið af félaginu.

Panamaskjölin: Notaði börnin sín í skattaskjóli

Panamaskjölin: Notaði börnin sín í skattaskjóli

·

Sigurður Bollason fjárfestir skuldbatt þrjú börn sín sem lögráðamaður þeirra í viðskiptum félaga í skattaskjólum. Fjögurra og sex ára gömul börn eru skráðir eigendur skúffufélaga. Sigurður og viðskiptafélagi hans, Magnús Ármann, eru næst umsvifamestir í Panamaskjölunum á eftir Björgólfsfeðgum. Arðgreiðslur frá félögum hjá Mossack Fonseca nema á sjötta milljarð króna. Milljarðar voru afskrifaðir hjá þeim báðum eftir hrun en Panamaskjölin sýna miklar eignir þrátt fyrir það.

Vafasamt leyndarmál að baki miklum hagnaði Borgunar

Vafasamt leyndarmál að baki miklum hagnaði Borgunar

·

Peningaslóð hins mikla gróða Borgunar, sem hefur meðal annars skapað gríðarlegan hagnað fyrir útgerðamenn, Engeyinga og hóp huldumanna, liggur að klámi, fjárhættuspilum og vændi. Heildarþjónustutekjur Borgunar, líkt og Valitor, hafa vaxið hratt á örskömmum tíma en nær helmingur þessa tekna frá báðum fyrirtækjum koma erlendis frá. Samkvæmt heimildum Stundarinnar eru þetta viðskipti sem önnur færsluhirðingafyrirtæki vilja ekki koma nálægt.

Á félag í skattaskjóli og fær ríkisstyrki til landbúnaðar með GAMMA

Á félag í skattaskjóli og fær ríkisstyrki til landbúnaðar með GAMMA

·

Hellen Magne Gunnarsdóttir er í Panamagögnunum ásamt eiginmanni sínum Erni Karlssyni en þau eiga félag sem á 280 milljóna króna eignir á Tortólu. Þau stunda viðskipti við Kirkjubæjarsklaustur með sjóði í eigu GAMMA sem sérhæfir sig í landbúnaði en fyrirtæki þeirra stundar nytjaskógrækt. Ríkisstofnun á sviði skógræktar fjármagnar nytjaskógræktina á jörðinni til 40 ára.

Flett ofan af Björgólfsfeðgum: Reikningur í skattaskjóli og bankahólf opnuð í hruninu

Flett ofan af Björgólfsfeðgum: Reikningur í skattaskjóli og bankahólf opnuð í hruninu

·

Gögn frá lögmannsstofunni Mossack Fonseca varpa ljósi á ótrúlega umfangsmikil viðskipti feðganna Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar í skattaskjólum fyrir og eftir hrunið 2008. Feðgarnir tengdir meira en 50 félögum. Dóttir Björgólfs Guðmundssonar opnaði bankareikning og bankahólf í Sviss og neitar að segja af hverju. Óþekkt lánveiting upp á 3,6 milljarða til Tortólafélags. Félag sem Björgólfur eldri stýrði fékk milljarð í lán sem aldrei fékkst greitt til baka. Nær öll fyrirtæki Björgólfs Thors eru beint eða óbeint í skattaskjóli.

Eiga fé í skattaskjólum en segjast eignalaus á Íslandi

Eiga fé í skattaskjólum en segjast eignalaus á Íslandi

·

Fyrrverandi eigendur og stjórnendur fjárfestingarfélagsins Sunds eru prókúruhafar í þremur skattaskjólsfélögum á Seychelles-eyjum. Þeir skilja eftir sig skuldaslóð á Íslandi en nota félögin í skattaskjólinu til að halda utan um eignir á Íslandi. Skiptastjóri Sunds segir að erfiðlega hafi gengið að innheimta kröfur sem fyrri eigendur Sunds voru dæmdir til að greiða þrotabúinu.

Panama-skjölin: „Þessi reynsla varð mér persónulega mjög erfið“

Panama-skjölin: „Þessi reynsla varð mér persónulega mjög erfið“

·

Eggert Claessen, framkvæmdastjóri Frumtaks, átti fyrirtæki í skattskjólinu Tortólu sem fékk lán til fjárfestinga á árunum fyrir hrun. Hann segir að félagið hafi verið stofnað að undirlagi Landsbankans í Lúxemborg. Frumtak sér um rekstur tveggja fjárfestingarsjóða þar sem lífeyrissjóðirnir eru stórir hluthafar.