
Faraldurinn stóreykur hættu á sjálfsvígum
Ljóst er að kórónaveirufaraldurinn er farinn að hafa alvarleg áhrif á geðheilbrigði þjóðarinnar. Tölur lögreglu benda til að sjálfsvíg séu umtalsvert fleiri nú en vant er. Fagfólk greinir aukningu í innlögnum á geðdeild eftir því sem liðið hefur á faraldurinn og verulega mikið fleiri lýsa sjálfsskaða- og sjálfsvígshugsunum.