Mest lesið

Hefja fjársöfnun fyrir lektorinn sem var rekinn vegna ummæla um konur
1

Hefja fjársöfnun fyrir lektorinn sem var rekinn vegna ummæla um konur

·
Ágúst Borgþór réttlætir frétt um fanga: „Almenningur leitaði til okkar“
2

Ágúst Borgþór réttlætir frétt um fanga: „Almenningur leitaði til okkar“

·
Ingibjörg Sólrún: Eigendur jarða verða að deila örlögum með Íslendingum
3

Ingibjörg Sólrún: Eigendur jarða verða að deila örlögum með Íslendingum

·
Ísland gagnrýni ekki aftökur á Filippseyjum með ályktun: „Eina kristna landið í Asíu“
4

Ísland gagnrýni ekki aftökur á Filippseyjum með ályktun: „Eina kristna landið í Asíu“

·
Sjálfstæðismenn ætla að ganga um með buff merkt flokknum
5

Sjálfstæðismenn ætla að ganga um með buff merkt flokknum

·
Er ráðgátan um tilgang randa sebrahesta leyst?
6

Er ráðgátan um tilgang randa sebrahesta leyst?

·
Stundin #97
Júlí 2019
#97 - Júlí 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 1. ágúst.

Bragi Páll Sigurðarson

Sigmundur Davíð verður áfram formaður

Landsþing Framsóknarflokksins fer fram núna um helgina. Bragi Páll er á svæðinu og skrifar hér upplifunarpistil um reynsluna, þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðu, eftir að hafa rætt við fjölda Framsóknarfólks, að Sigurður Ingi virðist enga möguleika eiga á því að verða formaður flokksins.

Bragi Páll Sigurðarson

Landsþing Framsóknarflokksins fer fram núna um helgina. Bragi Páll er á svæðinu og skrifar hér upplifunarpistil um reynsluna, þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðu, eftir að hafa rætt við fjölda Framsóknarfólks, að Sigurður Ingi virðist enga möguleika eiga á því að verða formaður flokksins.

Sigmundur Davíð verður áfram formaður
Sigmundur nýtur stuðnings meirihluta Framsóknarfólks  Mynd: Pressphotos

Í morgun rölti ég að Háskólabíó. Þar fer nú fram landsþing Framsóknarflokksins undir mjög sérstökum kringumstæðum. Búið er að flýta alþingiskosningum eftir að upp komst um eignir sem Sigmundur Davíð, sem þá var forsætisráðherra, átti í svokölluðum skattaskjólum. Nú eru tveir í framboði til formanns, Sigmundur Davíð og Sigurður Ingi. Eftir að Sigurður tilkynnti um framboð sitt held ég að hlakkað hafi í flestum landsmönnum. En samkvæmt könnun sem birtist í síðustu viku, vilja mun fleiri almennir kjósendur sjá Sigurð sem formann. Sama skoðanakönnun sýndi hinsvegar að Framsóknarmenn ætluðu að halda tryggð við foringjann. 

Ég fór á þingið með þá tilfinningu í brjósti að eitthvað stórt væri í aðsigi. Að nú væri komið að uppgjöri hjá forystu flokksins. Að í ljósi fordæmalausrar hegðunar Sigmundar Davíðs, myndi þessi fyrrum forsætisráðherra fara inn í næsta kjörtímabil sem óbreyttur þingmaður í stjórnarandstöðu. Búinn að missa alla titla og völdin yfir eigin flokki.

Strunsmundur

Stóri salurinn í Háskólabíó var heldur tómlegur. Það var búið að fresta afhendingu Bjartsýnisverðlaunanna til næsta dags. Það var fyrsta vísbendingin. Á tjaldið var varpað orðunum „Framsókn í 100 ár.“ Gárungar gætu spurt sig hvort ekki sé komið gott? Ég rölti inn í sal og út úr honum. Ekkert að gerast. Frammi sá ég Sigmund Davíð strunsa um með steinsteypt brosið á vörum. En áður en ég náði að taka nærveru hans almennilega inn var hann horfinn. Stuttu seinna sá ég hann inni í sal, eða ég held það hafi verið hann. Áður en ég náði að sannfæra sjálfan mig endanlega var hann horfinn aftur. Er hann bara tálsýn? Um leið og þú sérð hann er hann horfinn. Eins og að grípa í veip-ský.

Ekki eru allir
Ekki eru allir sannfærðir um skaðleysi rafrettna

Áður en Sigmundur Davíð steig í pontu hélt Eygló Harðardóttir ræðu. Ég náði inntakinu ekki, en í miðri ræðu hjá henni svaraði eldri maður nálægt sviðinu í símann. Og hann bara fór að tala í símann. Lækkaði ekki róminn - fór ekki fram - sat bara í sætinu sínu og spjallaði í símann á meðan Eygló stóð sig mjög vel í að fipast ekki. „Nei ég hef sko aldrei misst af landsþingi,“ heyrðist mér hann segja. Þú hefur kannski aldrei misst af landsþingi, en nú gæti verið komið að því að þú verðir rekinn af því.

„þarna eru Skagfirðingarnir“

Jóhannes Þór kom og spjallaði við mig, sagðist hlakka til þess að lesa (þennan!) upplifunarpistil. Það var einhver undarleg ró yfir honum. Ef ég, vitandi það sem ég vissi, væri aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs á þessu landsþingi væri ég frussupissandi í buxurnar mínar af stressi yfir starfsöryggi mínu. Stuttu eftir að hann kvaddi stendur Sif Friðleifs rétt hjá mér og hvíslar að öðrum manni „þarna eru Skagfirðingarnir“ og bendir upp í salinn. Cosa Nostra.

Árni Sveinsson kunningi minn hringdi í mig á þessum tímapunkti. Hann var mættur með kvikmyndagræjurnar sínar, en við höfðum ákveðið að spjalla við eins marga Framsóknarmenn og við gætum. Við vildum gera okkar til að skrásetja þennan merkilega fund, en flokkurinn umdeildi stendur á makalausum krossgötum. Á leiðinni fram að hitta Árna rakst ég á pabba minn og Hafdísi, konuna hans. Pabbi er í þriðja sæti á lista Framsóknar í NV-kjördæmi. Eins og áður hefur komið fram þá ræðum við sem allra minnst afstöðu okkar í stjórnmálum. Það hefur reynst ótrúlega hollt fyrir samband okkar.

Pabbi gamli,
Pabbi gamli, kannski sautján á þessari

Eftir að við Árni vorum búnir að græja okkur,  gekk kona um salinn með bjöllu og hringdi hjörðina inn í salinn. Féhirðirinn var að fara að taka til máls. Við hlupum inn og fremst í salinn. Þar á fremsta bekk sat allt Framsóknarslektið: Gunnar Bragi, Eygló Harðar, Ásmundur Einar, Karl Garðarsson, Lilja Alfreðs. Sigurður Ingi sat við hliðina á konunni sinni. Hann hélt á stílabók og skrifaði tifandi niður í hana. Konan hans þurrkaði svitaperlur af enni hans. Teningunum hefur verið kastað.

Hroki og einræði

Eftir að Sigmundur Davíð hafði verið kynntur í pontu klappaði salurinn ákaft, sumir flautuðu og þó ég hefði verið að fylgjast vel með þá var hann bara allt í einu kominn upp í púltið. Hann bara birtist þar. Ræðuna hefur verið fjallað ágætlega um. Hann tók á engan hátt ábyrgð á því að hafa blekkt þjóðina með feluleiknum á Panama. Fórnarlambaði sig og fjölskyldu sína. Ofboðslegt álag að vera lygari. Svo voru þetta í rauninni bara sextíu mínútur af fullyrðingum um það hvernig allt gott á Íslandi væri Framsóknarflokknum að þakka. Þrjúþúsundogsexhundruð sekúndur af monti.

Næstur í pontu var svo forsætisráðherrann og mótframbjóðandinn, Sigurður Ingi. Og kannski, samkvæmt Sigmundi, Brútus númer eitt. Maðurinn sem sveik formanninn með faðmlagi. Sigurður talaði um það sem vel hefði gengið, en í lok ræðunnar vatt hann máli sínu að því hversu forkastanlegt það væri að úthluta sjálfum sér sextíu mínútum en mótframbjóðanda sínum fimmtán mínútum, fjórfalt minni tíma. Það var Sigmundur sjálfur, sem formaður flokksins og skipulagsnefndar þingsins, sem skipulagði dagskránna. Vinnubrögðin í hringum það hefur Ásmundur Einar einnig gagnrýnt og notað um orð eins og „hroki og einræði.“ 

Sigurður Ingi
Sigurður Ingi á litla möguleika á formannsembættinu

Sigurður talaði um að þegar menn eru búnir að missa traust,  þá taki vinnu og tíma að ná því til baka, ef það er hægt. Þetta sagði hann að væri staðreynd, hvort sem ástæður þessa að traustið tapaðist væru réttmætar eða ekki. Sigurður virkaði í ræðunni á mig eins og skynsamur og heiðarlegur náungi.

Að ræðunni lokinni fórum við Árni fram. Ég hitti aðeins á Jóhannes Þór og spjallaði við hann um jólatónlist og pönk. Upp að honum kom maður sem skammaðist yfir því að Sigurður Ingi hefði verið svo neikvæður og fúll í ræðunni sinni. Talandi um mismunandi upplifanir.

Næstu þrjá klukkutímana tókum við Árni svo um tuttugu Framsóknarmenn tali. Við spurðum út í Wintris málið og hvernig það hefði lagst í fólk. Allir voru sammála um að ómaklega hefði verið veist að formanninum. Hann hefði greitt alla skatta og gjöld og ekki gert neitt ólöglegt. Allir voru sammála um að skömmin væri sænsku sjónvarpsmannanna, RÚV og Kastljóss fyrir óheiðarleg vinnubrögð. Framsóknarmenn á aldrinum 16 upp í 95 ára voru á einu máli; Það sem Sigmundur hefur gert fyrir flokkinn og landsmenn væri stórvirki. Það að refsa honum fyrir ein lítil mistök væri ósanngjarnt. Hann væri góður maður og ætti skilið að vera áfram formaður. Et cetera.

Enginn gaf til kynna að framboð Sigurðar Inga væri gott útspil eða að til stæði að kjósa hann. Sumir meira að segja lýstu yfir pirring vegna framboðs Sigurðar. Hann væri að reyna að nýta sér illt umtal um flokkinn til eigin framdráttar. Framboð hans hefði átt að koma fyrr fram og að hann væri með þessu að veikja flokkinn rétt fyrir kosningar. 

Smám saman fór að renna upp fyrir mér að engar breytingar væru í vændum. Skoðunarkönnunin ætlar að vera sannspá. Framsóknarmenn virðast vera svo foringjahollir að það nær út fyrir öll skynsemismörk. Sigurður Ingi átti aldrei neina möguleika á því að verða formaður.

Vasapjásan
Vasapjásan fræga úr Góða Hirðinum

Sigmundur hefði getað verið myndaður kófsveittur með skítugu gervipíkuna úr Góða Hirðinum, étandi ungbarnakjöt, hlustandi á Gylfa Ægis og Leoncie á sama tíma. Framsóknarmenn hefðu samt lýst yfir einhliða stuðning við hann og kennt Jóhannesi Kr. um viðbjóðslega áróðursherferð fyrir vinstri-samfóistanna á RÚV. Sigmundur verður áfram formaður. Það á að ganga í takt. Stemningin fyrir almennri sjálfstortímingu var því bara frekar góð þegar ég gekk út. Hlakka til að sjá hvernig málin þróast á morgun.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hefja fjársöfnun fyrir lektorinn sem var rekinn vegna ummæla um konur
1

Hefja fjársöfnun fyrir lektorinn sem var rekinn vegna ummæla um konur

·
Ágúst Borgþór réttlætir frétt um fanga: „Almenningur leitaði til okkar“
2

Ágúst Borgþór réttlætir frétt um fanga: „Almenningur leitaði til okkar“

·
Ingibjörg Sólrún: Eigendur jarða verða að deila örlögum með Íslendingum
3

Ingibjörg Sólrún: Eigendur jarða verða að deila örlögum með Íslendingum

·
Ísland gagnrýni ekki aftökur á Filippseyjum með ályktun: „Eina kristna landið í Asíu“
4

Ísland gagnrýni ekki aftökur á Filippseyjum með ályktun: „Eina kristna landið í Asíu“

·
Sjálfstæðismenn ætla að ganga um með buff merkt flokknum
5

Sjálfstæðismenn ætla að ganga um með buff merkt flokknum

·
Er ráðgátan um tilgang randa sebrahesta leyst?
6

Er ráðgátan um tilgang randa sebrahesta leyst?

·
Það verður aldrei lagður sæstrengur til Íslands
7

Hermann Stefánsson

Það verður aldrei lagður sæstrengur til Íslands

·

Mest deilt

Ísland gagnrýni ekki aftökur á Filippseyjum með ályktun: „Eina kristna landið í Asíu“
1

Ísland gagnrýni ekki aftökur á Filippseyjum með ályktun: „Eina kristna landið í Asíu“

·
Framkvæmdir komnar á fullt í Ingólfsfirði
2

Framkvæmdir komnar á fullt í Ingólfsfirði

·
Ríkisstjórnin sammála um að draga úr eignarhaldi á bönkum
3

Ríkisstjórnin sammála um að draga úr eignarhaldi á bönkum

·
Hefja fjársöfnun fyrir lektorinn sem var rekinn vegna ummæla um konur
4

Hefja fjársöfnun fyrir lektorinn sem var rekinn vegna ummæla um konur

·
Einkavæddir bankar vinna gegn hagsmunum almennings
5

Andri Sigurðsson

Einkavæddir bankar vinna gegn hagsmunum almennings

·
Ingibjörg Sólrún: Eigendur jarða verða að deila örlögum með Íslendingum
6

Ingibjörg Sólrún: Eigendur jarða verða að deila örlögum með Íslendingum

·

Mest deilt

Ísland gagnrýni ekki aftökur á Filippseyjum með ályktun: „Eina kristna landið í Asíu“
1

Ísland gagnrýni ekki aftökur á Filippseyjum með ályktun: „Eina kristna landið í Asíu“

·
Framkvæmdir komnar á fullt í Ingólfsfirði
2

Framkvæmdir komnar á fullt í Ingólfsfirði

·
Ríkisstjórnin sammála um að draga úr eignarhaldi á bönkum
3

Ríkisstjórnin sammála um að draga úr eignarhaldi á bönkum

·
Hefja fjársöfnun fyrir lektorinn sem var rekinn vegna ummæla um konur
4

Hefja fjársöfnun fyrir lektorinn sem var rekinn vegna ummæla um konur

·
Einkavæddir bankar vinna gegn hagsmunum almennings
5

Andri Sigurðsson

Einkavæddir bankar vinna gegn hagsmunum almennings

·
Ingibjörg Sólrún: Eigendur jarða verða að deila örlögum með Íslendingum
6

Ingibjörg Sólrún: Eigendur jarða verða að deila örlögum með Íslendingum

·

Mest lesið í vikunni

„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“
1

„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“

·
Fékk kökk í hálsinn: „Þetta var þá ekki allt saman bara í hausnum mér“
2

Fékk kökk í hálsinn: „Þetta var þá ekki allt saman bara í hausnum mér“

·
„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda
3

„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda

·
Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ
4

Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ

·
Hefja fjársöfnun fyrir lektorinn sem var rekinn vegna ummæla um konur
5

Hefja fjársöfnun fyrir lektorinn sem var rekinn vegna ummæla um konur

·
Ásmundur þakkar fyrir „ómetanlegan stuðning“ í akstursmálinu
6

Ásmundur þakkar fyrir „ómetanlegan stuðning“ í akstursmálinu

·

Mest lesið í vikunni

„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“
1

„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“

·
Fékk kökk í hálsinn: „Þetta var þá ekki allt saman bara í hausnum mér“
2

Fékk kökk í hálsinn: „Þetta var þá ekki allt saman bara í hausnum mér“

·
„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda
3

„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda

·
Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ
4

Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ

·
Hefja fjársöfnun fyrir lektorinn sem var rekinn vegna ummæla um konur
5

Hefja fjársöfnun fyrir lektorinn sem var rekinn vegna ummæla um konur

·
Ásmundur þakkar fyrir „ómetanlegan stuðning“ í akstursmálinu
6

Ásmundur þakkar fyrir „ómetanlegan stuðning“ í akstursmálinu

·

Nýtt á Stundinni

Skandall, Trump, raðnauðgun, fjöldamorð, félagsmiðlar, rétttrúnaður, hommahatur, hatursorðræða, skandall

Hermann Stefánsson

Skandall, Trump, raðnauðgun, fjöldamorð, félagsmiðlar, rétttrúnaður, hommahatur, hatursorðræða, skandall

·
Einkavæddir bankar vinna gegn hagsmunum almennings

Andri Sigurðsson

Einkavæddir bankar vinna gegn hagsmunum almennings

·
Framkvæmdir komnar á fullt í Ingólfsfirði

Framkvæmdir komnar á fullt í Ingólfsfirði

·
Bakteríuflóran hefur áhrif á virkni parkinsonslyfja

Bakteríuflóran hefur áhrif á virkni parkinsonslyfja

·
Ríkisstjórnin sammála um að draga úr eignarhaldi á bönkum

Ríkisstjórnin sammála um að draga úr eignarhaldi á bönkum

·
Ágúst Borgþór réttlætir frétt um fanga: „Almenningur leitaði til okkar“

Ágúst Borgþór réttlætir frétt um fanga: „Almenningur leitaði til okkar“

·
Fjárnám hjá Birni Inga vegna 8 milljóna kröfu skattsins

Fjárnám hjá Birni Inga vegna 8 milljóna kröfu skattsins

·
Sjálfstæðismenn ætla að ganga um með buff merkt flokknum

Sjálfstæðismenn ætla að ganga um með buff merkt flokknum

·
Hefja fjársöfnun fyrir lektorinn sem var rekinn vegna ummæla um konur

Hefja fjársöfnun fyrir lektorinn sem var rekinn vegna ummæla um konur

·
Ingibjörg Sólrún: Eigendur jarða verða að deila örlögum með Íslendingum

Ingibjörg Sólrún: Eigendur jarða verða að deila örlögum með Íslendingum

·
Er ráðgátan um tilgang randa sebrahesta leyst?

Er ráðgátan um tilgang randa sebrahesta leyst?

·
Það verður aldrei lagður sæstrengur til Íslands

Hermann Stefánsson

Það verður aldrei lagður sæstrengur til Íslands

·