Anna Lilja Þórisdóttir

Bylting er að eiga sér stað í heilbrigðisþjónustu
FréttirCovid-19

Bylt­ing er að eiga sér stað í heil­brigð­is­þjón­ustu

Eft­ir að COVID-19 far­ald­ur­inn kom upp hef­ur notk­un á ra­f­rænni heil­brigð­is­þjón­ustu auk­ist mik­ið. Ingi Stein­ar Inga­son, teym­is­stjóri ra­f­rænna heil­brigð­is­lausna hjá Embætti land­lækn­is, seg­ist vart geta hugs­að þá hugs­un til enda hversu mik­ið álag væri nú á heil­brigðis­kerf­inu, nyti net­lausna ekki við. Ljóst sé að þess­ar breyt­ing­ar séu að mörgu leyti komn­ar til að vera. Það hef­ur orð­ið bylt­ing og við er­um kom­in á nýj­an stað í heil­brigð­is­þjón­ust­unni.
Hjúkrunarfræðingar í sjokki: „Þessi samningur verður kolfelldur“
FréttirKjaramál

Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar í sjokki: „Þessi samn­ing­ur verð­ur kol­felld­ur“

„Fólk átti von á tals­vert meiru og ég heyri að mörg­um finnst þetta móðg­andi. Þetta eru hrika­leg von­brigði.“ Þetta seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur með um 40 ára starfs­reynslu um ný­gerð­an kjara­samn­ing hjúkr­un­ar­fræð­inga við rík­ið. Hún seg­ir mikla óánægju inn­an stétt­ar­inn­ar með samn­ing­inn, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar séu í hon­um að selja áunn­in rétt­indi og kaffi­tíma.
Skólastarf með eðlilegum hætti frá 4. maí og fjöldatakmörk rýmkuð
FréttirCovid-19

Skólastarf með eðli­leg­um hætti frá 4. maí og fjölda­tak­mörk rýmk­uð

Skólastarf í leik- og grunn­skól­um verð­ur með eðli­leg­um hætti frá og með 4. maí. Heim­ilt verð­ur að opna fram­halds­skóla og há­skóla og fjölda­tak­mörk á sam­kom­um verða rýmk­uð. Íþrótt­astarf barna og ung­linga verð­ur leyft með viss­um skil­yrð­um. Þetta verð­ur með­al þeirra breyt­inga sem verða gerð­ar á þeim höft­um sem sett hafa ver­ið vegna COVID-19 far­ald­urs­ins og taka gildi 4. maí.
„Mig langar bara til að fá að vera með henni um páskana“
FréttirAðskilin vegna veirunnar

„Mig lang­ar bara til að fá að vera með henni um pásk­ana“

„Við er­um vön að vera sam­an og þekkj­um ekk­ert ann­að.“ Þetta seg­ir Ár­mann Ingi­magn Hall­dórs­son. Eig­in­kona hans, Gróa Ingi­leif Krist­manns­dótt­ir dvel­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Dyngju á Eg­ils­stöð­um. Gróa, sem er 62 ára, er með vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm­inn Beckers, hún er í önd­un­ar­vél vegna sjúk­dóms­ins og þarf mikla umönn­un sem Ár­mann hef­ur sinnt að mikl­um hluta síð­an hún veikt­ist. Vegna heim­sókna­banns hafa hjón­in ekki hist í marg­ar vik­ur.
Hliðum Wuhan-borgar lokið upp
FréttirCovid-19

Hlið­um Wu­h­an-borg­ar lok­ið upp

Þeg­ar borg­inni Wu­h­an í Kína var lok­að 23. janú­ar litu marg­ir ut­an Kína á þess­ar að­gerð­ir sem fjar­stæðu­kennd­ar, eitt­hvað sem ekki gæti gerst á Vest­ur­lönd­um. En síð­an þá hef­ur far­ald­ur­inn breiðst út og all­flest vest­ræn lýð­ræð­is­ríki hafa grip­ið til að­gerða þar sem frelsi fólks hef­ur ver­ið skert veru­lega. Hlið­um borg­ar­inn­ar var lok­ið upp á mið­nætti og voru þær 11 millj­ón­ir íbúa sem borg­ina byggja voru frels­inu fegn­ir eft­ir 76 daga inni­lok­un.
Segja nú að öllum beri að bera andlitsgrímur
FréttirCovid-19

Segja nú að öll­um beri að bera and­lits­grím­ur

Nokk­ur Evr­ópu­lönd skylda nú fólk til þess að bera and­lits­grím­ur. Yf­ir­völd í Banda­ríkj­un­um hafa snú­ið af­stöðu sinni og mæl­ast nú einnig til þess. Ólaf­ur S. Andrés­son, pró­fess­or í erfða­fræði við Líf- og um­hverf­is­vís­inda­deild Há­skóla Ís­lands, seg­ir að grím­ur veiti falskt ör­yggi. Sótt­varna­lækn­ir taldi „vafa­samt“ að láta al­menn­ing bera grím­ur.

Mest lesið undanfarið ár