Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Hliðum Wuhan-borgar lokið upp

Þeg­ar borg­inni Wu­h­an í Kína var lok­að 23. janú­ar litu marg­ir ut­an Kína á þess­ar að­gerð­ir sem fjar­stæðu­kennd­ar, eitt­hvað sem ekki gæti gerst á Vest­ur­lönd­um. En síð­an þá hef­ur far­ald­ur­inn breiðst út og all­flest vest­ræn lýð­ræð­is­ríki hafa grip­ið til að­gerða þar sem frelsi fólks hef­ur ver­ið skert veru­lega. Hlið­um borg­ar­inn­ar var lok­ið upp á mið­nætti og voru þær 11 millj­ón­ir íbúa sem borg­ina byggja voru frels­inu fegn­ir eft­ir 76 daga inni­lok­un.

Hliðum Wuhan-borgar lokið upp
Frá borginni Wuhan í morgun Heilbrigðisstarfsmaður grætur á Tianhe-flugvelli, við opnunina í morgun. Mynd: Hector RETAMAL / AFP

Hlið borgarinnar Wuhan í Kína, þangað sem upptök COVID-19 faraldursins eru rakin, voru opnuð á miðnætti . Þær 11 milljónir íbúa sem borgina byggja voru frelsinu fegnir eftir 76 daga innilokun. Þetta eru hörðustu aðgerðir sem vitað er til að gripið hafi verið til vegna faraldursins, kínversk yfirvöld segja að þær hafi borið tilætlaðan árangur, en ekki eru allir íbúar sannfærðir um það. 

Borginni var skellt í lás 23. janúar, öll umferð til og frá henni bönnuð, miklar takmarkanir settar á opnanir verslana og þjónustu og íbúum sagt að halda sig heima eins og kostur væri á.  Þegar þetta var gert litu margir utan Kína á þessar aðgerðir sem fjarstæðukenndar, eitthvað sem ekki gæti gerst á Vesturlöndum. En síðan þá hefur faraldurinn breiðst út og allflest vestræn lýðræðisríki hafa gripið til aðgerða þar sem frelsi fólks hefur verið skert verulega.

Viðhöfn og ljósadýrð við opnunina

Í dag verður hluti verslana og þjónustufyrirtækja borgarinnar opnaður að nýju og þeir íbúar sem eru með græn heilsufarsskírteini, sem staðfesta að þeir eru ekki smitaðir, geta snúið aftur til starfa. Skólar á öllum skólastigum eru enn lokaðir og ekki hefur verið tilkynnt um hvenær þeir verða opnaðir. Þá er þeim tilmælum beint til íbúa að takmarka ferðir sínar utan heimilis og að taka ekki þátt í fjölmennum viðburðum. 

„Þegar þetta var gert litu margir utan Kína á þessar aðgerðir sem fjarstæðukenndar, eitthvað sem eingöngu myndi gerast í landi eins og Kína“

Nokkur viðhöfn var þegar borgin var opnuð.  Borgarbúum var boðið upp á ljósasýningu, flugvöllur borgarinnar var opnaður við hátíðlega athöfn og herferð var hrundið í gang á samfélagsmiðlum til kynningar. Lestir og strætóskýli voru ljósum prýdd og skýjakljúfar borgarinnar báru áletrunina Halló Wuhan. 30 flugferðir frá Wuhan til annarra borga í Kína eru á áætlun í dag og meira en 1.600 farþegar hafa bókað ferðir með þeim. Yfir 55.000 ætla að yfirgefa borgina með lestum, margir hverjir búa annars staðar í Kína en voru staddir í borginni þegar henni var lokað.

Flykkst að lestarstöðinniMyndin er tekin á Hankou lestarstöðinni í Wuhan. Þangað flykkist nú fólk til að komast frá borginni, en ferðir til og frá henni lágu niðri frá 23. janúar.

Eins og vera leystur úr prísund

„Þetta er eins og að vera leystur úr prísund,“ hefur breska blaðið The Guardian eftir Zhang Kaizhong, 51 árs gömlum íbúa úr nágrenni borgarinnar. Hann var einn þeirra sem lögðu þegar af stað frá borginni um leið og kostur gafst, en hann hafði komið til borgarinnar til að heimsækja son sinn daginn áður en borginni var lokað. Hann var fullur eftirvæntingar að komast aftur til fjölskyldu sinnar.

„Ég missti tíu kíló, las tvær bækur, prófaði klippingu sem ég hefði annars aldrei þorað að gera og svaf í átta tíma á sólarhring“

Stjórnvöld í Kína hvöttu fólk til að birta jákvæðar hliðar innilokunarinnar á samfélagsmiðlum. „Ég missti tíu kíló, las tvær bækur, prófaði klippingu sem ég hefði annars aldrei þorað að gera, svaf í átta tíma á sólarhring. Næsta skref er að missa fleiri kíló og aðlagast samfélaginu á nýjan leik,“ skrifaði einn íbúi borgarinnar á samfélagsmiðilinn Weibo.

56 milljónir íbúa voru í fyrirskipaðri sóttkví

Wuhan var lokað með skömmum fyrirvara, en borgin var fyrsti þéttbýlisstaðurinn í heimi til að grípa til aðgerða til að stemma stigu við útbreiðslu COVID-19. Í kjölfarið fylgdu aðrar borgir í Hubei héraði og samtals voru 56 milljónir íbúa á svæðinu í sóttkví að fyrirskipan yfirvalda. Kínversk stjórnvöld segja aðgerðirnar hafa heppnast vel, mjög hafi hægt á útbreiðslunni og réttlæta megi þessar hörðu aðgerðir fullkomnlega.

Um það eru skiptar skoðanir. Á meðan kínversk stjórnvöld segjast hafa hægt á útbreiðslunni með því að loka þennan hluta landsins af frá öðrum landshlutum, hafa þau verið gagnrýnd fyrir að hafa brugðist of seint við. Hægt hefði verið að grípa til mildari aðgerða fyrr og koma þannig í veg fyrir svo umfangsmiklar aðgerðir.

Segja ástandið ekki eins gott og fullyrt sé

Samkvæmt opinberum tölum kínverskra stjórnvalda hafa rúmlega 50.000 íbúar Wuhan sýkst af veirunni 2.500 látist af völdum hennar, en grunsemdir eru um að talan sé hærri. Þetta eru 77% þeirra dauðsfalla sem kínversk yfirvöld segja að hafi orðið af völdum COVID-19 í landinu. 

„Ástandið er ekki jafn gott og fullyrt er,“ segir Yao sem býr í Wuhan við The Guardian. Hún seir að margir íbúar borgarinnar óttist smit frá fólki, sem sýnir engin einkenni, nú þegar samgangur á milli fólks hefur verið leyfður að nýju.

Bera smit inn í Kína frá öðrum löndum

Nokkuð hefur verið um að Kínverjar, búsettir utan heimalandsins, hafi borið veiruna með sér inn í landið. Til dæmis var tilkynnt um 698 slík smit í gær, samkvæmt frétt CNN.

„Á meðan heimsfaraldur geisar er þessu ekki lokið í Kína. Við erum einfaldlega komin á nýjan stað“ 

Það, að engin ný tilvik hafi komið upp, þýðir ekki að hættan sé liðin hjá, segir í kínverska dagblaðinu People’s Daily í dag. CNN hefur eftir Zeng Guang, sem er sóttvarnalæknir Kína, að faraldrinum sé síður en svo lokið í landinu.  „Á meðan heimsfaraldur geisar er þessu ekki lokið í Kína. Við erum einfaldlega komin á nýjan stað,“ segir læknirinn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
1
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
2
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
,,Aðgerðin hafði aldrei verið framkvæmd“
3
ÚttektStríðið um líkamann

,,Að­gerð­in hafði aldrei ver­ið fram­kvæmd“

Kona sem taldi sig hafa geng­ist und­ir skurð­að­gerð vegna offitu á sjúkra­húsi er­lend­is fékk síð­ar stað­fest af lækni hér­lend­is að að­gerð­in hefði ekki ver­ið fram­kvæmd. Lækn­ir kon­unn­ar seg­ir að maga­spegl­un hafi strax sýnt það. Lög­fræð­ing­ar sjúkra­húss­ins ytra segja þetta af og frá og hót­uðu kon­unni lög­sókn ef hún op­in­ber­aði nafn lækn­is­ins eða sjúkra­húss­ins.
Á vettvangi með kynferðisbrotadeildinni: Leigubílstjórinn handtekinn
10
VettvangurÁ vettvangi

Á vett­vangi með kyn­ferð­is­brota­deild­inni: Leigu­bíl­stjór­inn hand­tek­inn

„Halló. Þú þarft að koma með okk­ur,“ seg­ir lög­regl­an við mann sem verð­ur færð­ur á lög­reglu­stöð vegna gruns um kyn­ferð­is­brot. Áð­ur hafði leigu­bíl­stjóri ver­ið hand­tek­inn vegna sama máls. Báð­ir menn­irn­ir eru komn­ir í far­bann. Á vett­vangi er ný hlað­varps­sería þar sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Hér er fyrsti þátt­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
7
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
9
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
10
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár