Rétt hilla
Mynd dagsins

Rétt hilla

Á Hring­braut­inni keppt­ist þessi hjól­reiðakappi listi­lega á móti norð­angarr­an­um með for­láta hillu. Sam­kvæmt nýrri reglu­gerð um­hverf­is- og sam­göngu­ráð­herra mega vera allt að fimm manns á einu hjóli, með tengi­vagni. Ekki má flytja hluti á reið­hjól­um sem geta vald­ið veg­far­end­um óþæg­ind­um. Sam­kvæmt reglu­gerð­inni skulu reið­hjól vera bú­in bjöllu, en mega ekki hafa ann­an bún­að sem gef­ur frá sér hljóð.
Gísli, Eiríkur og Helgi
Mynd dagsins

Gísli, Ei­rík­ur og Helgi

Á bæ þeim sem á Bakka heit­ir í Svarf­að­ar­dal, bjuggu þrír bræð­ur sem voru orð­lagð­ir fyr­ir heimsku og heimskupör. Þeir Bakka­bræð­ur hétu Gísli, Ei­rík­ur og Helgi. Fyr­ir átta ár­um fengu þeir bræð­ur kaffi­hús, safn og bar í hjarta Dal­vík­ur. Það verð­ur nóg að gera hjá þeim bræðr­um að moka frá inn­gang­in­um, áð­ur en opn­ar í há­deg­inu á föstu­dag. Kaffi­hús Bakka­bræðra er bara op­ið um helg­ar nú í svart­asta skamm­deg­inu.
Ekki græna glóru hvað báturinn heitir
Mynd dagsins

Ekki græna glóru hvað bát­ur­inn heit­ir

Þetta tæp­lega hundrað ára gamla hús á Hofsósi vek­ur alltaf hjá manni marg­ar spurn­ing­ar. Eru eig­end­urn­ir ekki sam­mála um eitt eða neitt, eða eru þeir sam­stíga að svona eigi þessi bygg­ing að líta út, fal­leg og um­fram allt öðru­vísi, eins og veðr­ið í Skaga­firði í dag? Í Fljót­un­um var öskr­andi byl­ur, á Hofsósi smá snjó­koma, með­an Glóða­feyk­ir var bað­að­ur í stillu og sól í 14 stiga frosti. Í Vatns­skarð­inu var norð­an garri.
Hundrað fimmtíu og átta ára
Mynd dagsins

Hundrað fimm­tíu og átta ára

Það var norð­an­bál við Úlfljóts­vatn í morg­un, en við þetta 4 km langa vatn stend­ur kirkja sem kennd er við vatn­ið. Kirkj­an sjálf var byggð úr timbri ár­ið 1863 og síð­an var turn­in­um bætt við 98 ár­um seinna. Hún er ein af rúm­lega 360 kirkj­um í lýð­veld­inu - það er semsagt eitt guðs­hús fyr­ir hverja þús­und íbúa þessa lands. Vatn­ið er kennt við Úlfljót, fyrsta lög­sögu­mann Ís­lend­inga, en eft­ir hon­um voru einnig fyrstu al­mennu lög lands­ins nefnd, Úlfljóts­lög.
Tvö þúsund tonn af vatni
Mynd dagsins

Tvö þús­und tonn af vatni

Það streymdu inn 500 lítr­ar á sek­úndu af köldu vatni inn í bygg­ing­ar Há­skóla Ís­lands snemma í morg­un, eft­ir að rof varð á að­al­kalda­vatns­æð Veitna við Suð­ur­götu í nótt. Lang­mesta tjón­ið varð á Há­skóla­torgi og Gimli, þar sem raf­magn fór af öllu hús­inu eft­ir að vatn flæddi upp í raf­magn­stöflu húss­ins. Hand­rit­in á Árna­stofn­un eru óskemmd. Há­skóli Ís­lands er ekki tryggð­ur fyr­ir þessu mikla tjóni.
Bóndi fyrir Bóndadaginn
Mynd dagsins

Bóndi fyr­ir Bónda­dag­inn

Á fjár- og kúa­bú­inu Butru búa bænd­urn­ir Ág­úst Jens­son og Odd­ný Steina Vals­dótt­ir (mynd). „Það sem er brýn­ast nú fyr­ir bænd­ur er að hér sé hægt að stunda land­bún­að og hafa ein­hverj­ar tekj­ur af. Raun­tekj­ur sauð­fjár­bænda hafa rýrn­að um tugi pró­senta á und­an­förn­um ár­um. Það er líka mik­il­vægt að gera okk­ar góðu af­urð­ir bet­ur rekj­an­leg­ar,“ seg­ir Odd­ný Steina, sem sit­ur í stjórn Bænda­sam­tak­anna. Nú á föstu­dag­inn er Bónda­dag­ur­inn. Til ham­ingju all­ir bænd­ur, líka all­ir þeir sem eru á möl­inni.
Tveir plús tveir eru fimm
Mynd dagsins

Tveir plús tveir eru fimm

Í svona ár­ferði leggj­ast auð­vit­að nokkr­ar Lunda­búð­ir á Lauga­veg­in­um á hlið­ina, en það kem­ur líka auð­vit­að eitt­hvað ann­að í stað­inn - eins á og Lauga­vegi 48. Á föstu­dag­inn opn­aði þar nýtt galle­rí, MUTT Gallery, með stór­góðri sýn­ingu Úlfs Karls­son­ar (mynd) sem ber heit­ið: 2+2 = 5. Mið­bær­inn okk­ar er alltaf að breyt­ast, er best­ur þeg­ar þar verð­ur til áhuga­verð blanda af menn­ingu, veit­inga­stöð­um og fjöl­breytt­um versl­un­um sem ger­ir mið­bæ­inn bæði lif­andi og áhuga­verð­an fyr­ir gesti og gang­andi.
Fuglar, jólatré, gamalt skrifborð, plast og síðan olía
Mynd dagsins

Fugl­ar, jóla­tré, gam­alt skrif­borð, plast og síð­an ol­ía

Á Álfs­nesi voru urð­uð hvorki meira né minna en 103 þús­und tonn af sorpi á síð­asta ári, að sögn Arn­órs Gunn­ars­son­ar hjá Sorpu. Inn­an um stór­virk­ar vinnu­vél­ar voru hundruð fugla að finna sér æti í morg­un, áð­ur en mok­að var yf­ir úr­gang­inn. Næsta stóra verk­efni Sorpu er að hefja þró­un­ar­starf með PVD ehf. og í sam­ein­ingu ætla fyr­ir­tæk­in að vinna olíu úr öllu því plasti sem berst í flokk­un­ar­stöð fyr­ir­tæk­is­ins í Gufu­nesi. „Það að nýta plast í olíu­fram­leiðslu ger­ir Sorpu kleift að end­ur­nýta allt það plast sem áð­ur hef­ur far­ið í brennslu er­lend­is."
Tíræður Blíðfari
Mynd dagsins

Tí­ræð­ur Blíð­fari

„Hann var á grá­sleppu í fyrra­vor, en þá fór skrúf­an af, orð­in gegn­ryðg­uð. Enda er hann Blíð­fari kom­inn á tí­ræðis­ald­ur,“ sagði Hlöðver Krist­ins­son þar sem hann var að huga að bátn­um nið­ur við höfn­ina á Vog­um á Vatns­leysu­strönd fyrr í dag. Nái frum­varp Sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra fram, sem var lagt fram á Al­þingi nú um dag­inn, verð­ur mik­il breyt­ing á veið­un­um. Í stað veiði­daga, eins og ver­ið hef­ur mörg und­an­far­in ár, verð­ur út­gef­inn kvóti á grund­velli veiða und­an­far­inna ára. Grá­sleppu­ver­tíð­in hefst venju­lega upp úr miðj­um mars.
Sigtryggur gíraffi
Mynd dagsins

Sig­trygg­ur gír­affi

Það er einn gír­affi í Hlíð­un­um, hann heit­ir Sig­trygg­ur og er úr járni. Í Afr­íku eru um 70.000 villt­ir gír­aff­ar og hef­ur þeim fækk­að um 40% á síð­ustu ár­um. Þetta eru stór­ar skepn­ur, full­orðn­ir vega þeir tonn og karldýr­in verða um 5,5 metra há, kven­dýr­in eru 40 cm lægri. Gír­aff­ar eru hæstu skepn­ur jarð­ar og verða að með­al­tali 35 ára gaml­ir. IUCN sam­tök­in hafa ný­ver­ið sett gír­affa á lista yf­ir þau dýr sem eru í al­var­legri hættu, næsta stig er rautt: út­rým­ing­ar­hætta.
Brunarústir á Bræðra­borg­ar­stíg
Mynd dagsins

Bruna­rúst­ir á Bræðra­borg­ar­stíg

Það eru að nálg­ast sjö mán­uð­ir síð­an kveikt var í hús­inu á horni Vest­ur­götu og Bræðra­borg­ar­stígs, þar sem þrjú ung­menni lét­ust. Óskilj­an­legt er að hús­ið standi enn, eins og minn­is­varði um þenn­an hörmu­lega at­burð. Í skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar, sem birt var í lok síð­asta árs, kem­ur fram að hús­ið var „óbyggi­legt frá bruna­tækni­legu sjón­ar­horni“. Þeg­ar brun­inn varð þann 25. júní voru 73 ein­stak­ling­ar með lög­heim­ili í hús­inu.
Verði ljós
Mynd dagsins

Verði ljós

Norð­ur­ljós­in voru óvenju sterk yf­ir höf­uð­borg­inni snemma í gær­kveldi. Þessi und­ur­fallegu ljós sem dansa í um 100 km hæð, verða til þeg­ar hrað­fleyg­ar raf­hlaðn­ar agn­ir frá sól­inni rek­ast í atóm og sam­eind­ir í loft­hjúpi jarð­ar. Á mynd­inni má líka sjá ljós­ið frá Frið­arsúlu Yo­ko Ono, sem er til minn­ing­ar um eig­in­mann henn­ar, John Lennon. Venj­an er að slökkt sé á Frið­arsúl­unni á dán­ar­degi Lennon, þann 8. des­em­ber, en í ljósi að­stæðna í heim­in­um fær hún að lýsa áfram, fram að jafn­dægri að vori.
Gullfallegur foss
Mynd dagsins

Gull­fal­leg­ur foss

Á ár­inu 2019 komu hátt í tvær millj­ón­ir ferða­manna til að bera Gull­foss aug­um. Í morg­un var ekki sála sjá­an­leg, við eða kring­um þenn­an gull­fal­lega foss, sem er sam­tals 32 metra hár. Foss­inn og gljúfr­ið, er nú í eigu okk­ar allra, en svæð­ið var frið­lýst ár­ið 1979. Ár­inu áð­ur var reist­ur minn­is­varði af Sig­ríði Tóm­as­dótt­ur frá Bratt­holti við foss­inn. En hún var í flokki for­víg­is­manna nátt­úr­vernd­ar á Ís­landi og barð­ist með oddi og egg gegn því að Gull­foss yrði virkj­að­ur á fyrri hluta síð­ustu ald­ar. Hita­stig­ið í morg­un, mín­us 12.
Alþjóðlegt fyrir alþýðuna
Mynd dagsins

Al­þjóð­legt fyr­ir al­þýð­una

Pálína Jóns­dótt­ir (mynd) leik­stjóri og skáld­ið Ewa Marc­inek, stofn­uðu sam­an Al­þjóð­lega leik­fé­lag­ið Reykja­vík En­semble, ár­ið 2019. Á síð­asta leik­ári sýndi leik­fé­lag­ið þrjú verk sem um 60 lista­menn komu að. Tveir þriðju þeirra voru af er­lend­um upp­runa - sann­ar­lega al­þjóð­legt leik­hús. Pálína seg­ir að það velti allt á því hvenær okk­ur tak­ist að koma bönd­um á Covid, hvern­ing eða hvort þetta leik­ár kom­ist á eitt­hvert flug. Leik­fé­lag­ið var val­ið List­hóp­ur Reykja­vík­ur 2020.
Sendiráðið í morgunsárið
Mynd dagsins

Sendi­ráð­ið í morg­uns­ár­ið

Það var þyngra en tár­um taki að horfa á skríl, hvött­um áfram af Trump, her­taka þing­hús Banda­ríkj­anna í gær­kveldi og nótt. Hins­veg­ar gladdi það í morg­uns­ár­ið að sjá að Biden og Harris voru stað­fest af þing­inu, sem rétt­kjör­inn for­seti og vara­for­seti þjóð­ar­inn­ar. Enda var flagg­að fyr­ir ut­an nýtt sendi­ráð Banda­ríkj­anna við Engja­teig­inn nú í morg­un. Nú eru að­eins 13 dag­ar þang­að til Trump læt­ur af embætti, guði sé lof.
„Menn geta dottið án þess að þekkja þyngdarlögmálið“
Mynd dagsins

„Menn geta dott­ið án þess að þekkja þyngd­ar­lög­mál­ið“

Það stökk á mig bros þeg­ar ég gekk fram­hjá Tóm­asi Guð­munds­syni, þar sem hann sat grímu­klædd­ur á bekk við Tjörn­ina í morg­un. En auð­vit­að hef­ur skáld­ið orð­ið sér úti um grímu, enda erfitt að halda 2ja metra fjar­lægð ef mað­ur tyll­ir sér nið­ur á bekk­inn við hlið hans. Sam­kvæmt Land­lækni er grímu­skylda þar sem ekki er unnt að tryggja 2ja metra ná­lægð­ar­tak­mörk milli ein­stak­linga sem ekki eru í nán­um tengsl­um. Verk­ið af Tóm­asi er eft­ir Höllu Gunn­ars­dótt­ur mynd­höggv­ara og var sett upp ár­ið 2010. *Fyr­ir­sögn­in er spak­mæli eft­ir Tóm­as.