Sjálfskipuð sóttkví
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Sjálf­skip­uð sótt­kví

Þess­ar furðu­ver­ur á strönd­inni við Bala, neð­an við Hrafn­istu, vekja kátínu og undr­un. En út­vegs­bónd­inn eða lista­mað­ur­inn Jón Guð­munds­son sem á fiski­hjall­ann á Bala hef­ur ver­ið að hreinsa fjör­una og skap­að þess­ar fíg­úr­ur, sem flestall­ar virða sótt­varn­a­regl­ur Þórólfs og halda góðri tveggja metra fjar­lægð.
Þrír eldar, fjórir eldhugar
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Þrír eld­ar, fjór­ir eld­hug­ar

Það var fátt upp við gos­stöðv­arn­ar í gær­kvöldi, enda var veð­ur og vindátt orð­in óhag­stæð. Klukk­an 19:33, hálf­tíma eft­ir að ég var kom­inn upp að eld­stöð­inni barst sms frá 112 um að yf­ir­gefa svæð­ið vegna gasmeng­un­ar. Skömmu síð­ar birt­ust sér­sveit­ar- og björg­un­ar­sveit­ar­menn líkt og gagna­menn að smala fé af fjalli. En því­lík breyt­ing á land­inu á inn­an við viku. Tveir ný­ir gíg­ar hafa bæst við og hraun­ið fyll­ir nú nán­ast Geld­ing­ar­dal­inn. Hraun­foss­inn nið­ur í Mer­ar­dal sá ég ekki... bara næst.
Blákaldur veruleiki Spessa
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Blá­kald­ur veru­leiki Spessa

Ís­firð­ing­ur­inn, mót­ur­hjólakapp­inn, kokk­ur­inn, lífs­k­únstner­inn en fyrst og fremst sam­tíma­ljós­mynd­ar­inn Sig­ur­þór Hall­björns­son, bet­ur þekkt­ur sem Spessi, var að opna á Þjóð­minja­safni Ís­lands ljós­mynda­sýn­ing­una SPESSI 1990-2020. Hans ein­staki stíll mark­ar þessa yf­ir­lits­sýn­ingu hans, þar sem ekk­ert er dreg­ið und­an hvort sem það er; ein­manna bens­ín­dæla aust­ur í Suð­ur­sveit, kát­ir homm­ar í góð­um fíl­ing, verk­færi búsáhald­ar­bylt­ing­ar­inn­ar, eða fyrr­ver­andi Covid sjúk­ling­ar í serí­unni C-19, sem er fyr­ir aft­an Spessa á mynd­inni. Bók sem ber sama heiti og sýn­ing­in kom út sam­hliða sýn­ing­unni.
Sótt að sóttvörnum
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Sótt að sótt­vörn­um

Rúm­en­inn sem lagði sótt­varn­ar­að­gerð­ir rík­is­stjórn­ar­inn­ar, með hjálp Óm­ars R. Valdi­mars­son­ar, var koma frá landi þar sem önn­ur bylgj­an grass­er­ar. Dag­inn sem hann kom til lands­ins greind­ust 6.115 ný smit í Rúm­en­íu og 156 and­lát urðu vegna Covid-19. Í gær voru 160 ein­stak­ling­ar á sótt­varn­ar­hót­el­inu þeg­ar dóm­ur var kveð­inn upp, en að­eins tæp­lega tutt­ugu yf­ir­gáfu hót­el­ið eft­ir úr­skurð­inn. Máls­kostn­að­ur greið­ist úr rík­is­sjóði og fær lög­mað­ur­inn Óm­ar R. Valdi­mars­son 930.000 frá okk­ur skatt­borg­ur­un­um fyr­ir fjög­urra daga vinnu að koma skjól­stæð­ingn­um til síns heima. Auð­vit­að er þetta ekki í lagi.
Gleðilega páska
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Gleði­lega páska

Einhyrningurinn og vinur hans
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Ein­hyrn­ing­ur­inn og vin­ur hans

Ískalt, eða þannig
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Ískalt, eða þannig

Jök­uls­ár­lón­ið við ræt­ur Breiða­merk­ur­jök­uls, fór ekki að mynd­ast fyrr en fyr­ir 90 ár­um. Á síð­ustu ár­um hef­ur jök­ull­inn hop­að hrað­ar, og lón­ið stækk­að, svo nú er það orð­ið heil­ir 26k­m², sjötta stærsta stöðu­vatn lands­ins. Mesta dýpt­in er 284 metr­ar, sem þessi ferða­lang­ur kann­aði að vísu ekki í blíð­viðr­inu í dag.
Öxar við ána
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Öx­ar við ána

Það voru fá­ir á ferð á Þing­völl­um í morg­un. Lík­lega er allt úti­vistar­fólk suð­ur á Suð­ur­nesj­um að berja gos­ið aug­um. Nú á vor­mán­uð­um er ver­ið að kynna nýtt skipu­lag fyr­ir þjóð­garðs­svæð­ið á Þing­völl­um, þar sem horft er til fram­tíð­ar. Með­al ann­ars á að reisa 1.000 fer­metra veislu- og þjón­ustu­hús sunn­an við Hak­ið, lengja göngu­leið­ir og bæta við nýju bíla­stæði of­an við Öx­ar­ár­foss (mynd) til að minnka bílaum­ferð á svæð­inu neð­an við Al­manna­gjá.
GOS... i
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

GOS... i

Þeg­ar ég hitti Gosa (Har­ald Ara Stef­áns­son, mynd) upp í Borg­ar­leik­húsi áð­an, var hann ekki enn bú­inn að fara upp að gos­stöðv­un­um, en var á leið­inni fljót­lega - enda leik­hús­in lok­uð fram til 17. apríl á þessu ári. Sýn­ing­in um Gosa, eða Pin­occhio eins og hann heit­ir á frum­mál­inu, hlaut Grímu­verð­laun­in í fyrra sem barna­sýn­ing árs­ins. Æv­in­týr­ið skrif­aði Car­lo Collodi á toskönsku á ár­un­um 1881 til 1883, en þá gaus ein­mitt í Helj­ar­gjár­rein og mynd­uð­ust þá Tröllagíg­ar og Trölla­hraun norð­an Tungnár­jök­uls.
Ljósanótt á Reykjanesi
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Ljós­anótt á Reykja­nesi

Höf­uð­ljós­in lýsa upp leið­ina nið­ur í Nátt­hagakrika, seint í gær­kvöldi. Ótrú­leg­ur fjöldi var sam­an­kom­in við gos­stöðv­arn­ar í gær, mið­viku­dag. Björg­un­ar­sveit­ar­mað­ur á staðn­um sagði mér, und­ir rós, að þeir hefðu áætl­að að um 5.000 manns hefðu ver­ið á svæð­inu þeg­ar mest var. Veð­ur­spá­in fyr­ir gossvæð­ið í Geld­ing­ar­döl­um nú um helg­ina er ekki góð, stíf norð­anátt og fimb­ul­kuldi. Ekki ör­vænta, það mun gjósa þarna lengi, jafn­vel ára­tugi.
Landið logar
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Land­ið log­ar

Við fyrstu sýn úr lofti er gos­ið svo agn­arsmátt í land­inu. Um­brot­in eru svo stutt frá höf­uð­borg­ar­svæð­inu að það tek­ur ein­ung­is 15 mín­út­ur að kom­ast á lít­illi rellu að Fagra­dals­fjalli úr Skerja­firði. Mynd­in breyt­ist þeg­ar mað­ur horf­ir nið­ur á fólk­ið, sem virk­ar svo agn­arsmátt sam­an­bor­ið við eld­s­pú­andi strýt­una, nýtt hraun­ið. Þá spyr mað­ur sig; opn­ast ný sprunga? Hve lengi mun gjósa? Hvert mun allt hraun­ið renna þeg­ar dal­verp­ið fyll­ist? Af hverju er nýja hraun­ið svona gam­alt, boð­ar það gott eða slæmt?
Kúbein á Tý
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Kúbein á Tý

Það kom í ljós að það kost­ar yf­ir 100 millj­ón­ir að laga Tý, hálfr­ar ald­ar gam­alt skip Land­helg­is­gæsl­unn­ar, þeg­ar hann var dreg­inn vél­ar­bil­að­ur upp í Slipp­inn í Reykja­vík. Skemmd­ir á skip­inu voru svo mikl­ar að þær ógn­uðu bæði ör­yggi þess og áhafn­ar; með­al ann­ars voru tveir tank­ar skips­ins ónýt­ir vegna tær­ing­ar. Á mynd­inni er ein­mitt ver­ið að loka fyr­ir ann­an tank­inn svo hægt sé að sjó­setja skip­ið á nýj­an leik. Dóms­mála­ráð­herra til­kynnti nú fyrr í mán­uð­in­um að nýtt skip yrði keypt og lagði til að það fengi nafn­ið Freyja - sem yrði þá fyrsta ásynj­an í flota Gæsl­unn­ar.