Veðurspámaður
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Veð­ur­spá­mað­ur

Vegna mik­illa þurrka und­an­far­ið hafa Al­manna­varn­ir í fyrsta sinn lýst yf­ir hættu­stigi vegna gróð­urelda frá Breiða­firði og alla leið í Mýr­dal­inn. Spurn­ing hvort Veð­ur­spá­mað­ur (1934) Ásmund­ar Sveins­son­ar (1893-1982) gæti eitt­hvað hjálp­að til að spá um hvenær óhætt verð­ur að aflétta hættu­stig­inu? Ásmund­arsafn opn­ar aft­ur eft­ir gagn­ger­ar end­ur­bæt­ur, sem hafa stað­ið yf­ir síð­an í októ­ber, með sýn­ing­unni „Ef lýsa ætti myrkva“, nú á fimmtu­dag­inn.
Að mála bæinn rauðan...
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Að mála bæ­inn rauð­an...

Borg­ar­stjórn sam­þykkti fyr­ir tveim­ur ár­um að Skóla­vörðu­stíg­ur­inn yrði mál­að­ur hinseg­in til allr­ar fram­tíð­ar, frá Bergstaða­stræti og nið­ur á Lauga­veg. Gleðirend­urn­ar voru fyrst mál­að­ar á Skóla­vörðu­stíg­inn í til­efni Hinseg­in daga ár­ið 2015. Næstu tvo daga, verð­ur sjálf gat­an ófær, með­an máln­ing­in er að þorna.
Maísólin okkar
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Maí­sól­in okk­ar

Dans­inn dun­aði hjá þess­um hressu sjó­sund­kon­um í há­deg­inu, enda frá­bær og bjart­ur maí­dag­ur í Naut­hóls­vík­inni. Vík­in er kennd við kot­ið Naut­hól sem stóð þarna í vík­inni, og Reykja­vík­ur­borg keypti eft­ir seinna stríð. Loft­hit­inn og hiti sjáv­ar var í há­deg­inu sá sami eða um 8°C.
Aftur um öld
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Aft­ur um öld

Þeg­ar Eyr­ar­bakka­kirkja var vígð ár­ið 1890 bjuggu 702 sál­ir á Eyr­ar­bakka, nú rúm­lega 130 ár­um seinna búa 589 í pláss­inu. Kirkj­an er veg­leg, tek­ur hvorki meira né minna en 240 manns í sæti. Fremst á mynd­inni má glitta í tvo glugga á svo­köll­uðu Kirkju­húsi, en elsti hluti þess er hátt í 200 ára gam­all. Nú­ver­andi út­lit er öllu yngra, eða frá 1897, en það ár var hús­ið bæði lengt og hækk­að um hæð.
Ó, borg mín, borg
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Ó, borg mín, borg

Ætli áhöfn­in á varð­skip­inu Tý, sem lagði úr Reykja­vík­ur­höfn nú í há­deg­inu, hafi sung­ið há­stöf­um ljóð Vil­hjálms frá Ská­holti? ...Ó, borg mín, borg, ég lofa ljóst þín stræti, þín lágu hús og allt, sem fyr­ir ber...
Vorkvöld í Reykjavík
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Vor­kvöld í Reykja­vík

Bein lína frá Bessa­stöð­um í eld­stöð­ina í Fagra­dals­fjalli eru 25 km. Síð­an eig­andi Bessastaða, Snorri Sturlu­son, var veg­inn ár­ið 1241 hafa Bessastað­ir ver­ið í kon­ungs- og rík­is­eigu; að­set­ur höfð­ingja og há­emb­ætt­is­manna. Frá stofn­un lýð­veld­is­ins ár­ið 1944, hafa all­ir sex for­set­arn­ir haft að­set­ur á Bessa­stöð­um. Bessastaða­stofa, elsta og stærsta bygg­ing­in, var byggð á ár­un­um 1761 til 1766. Kirkj­an var vígð ár­ið 1823, en hún var hálfa öld í bygg­ingu — eða frá ár­inu 1773.
Vestur og vestast á Kársnesi
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Vest­ur og vest­ast á Kárs­nesi

Það fyrsta sem mað­ur tek­ur eft­ir þeg­ar kom­ið er að nýja lón­inu, Sky Lagoon, vest­ast á Kárs­nes­inu, er klömbru­hleðsl­an í út­vegg bað­stað­ar­ins. Æva­fornt ís­lenskt hand­verk, á 21. ald­ar húsi. Lón­ið sjálft er svo allt ann­ar heim­ur, þar sem Skerja­fjörð­ur­inn og mann­gert heitt og stórt lón­ið renna sam­an í einn bláma. Lón­ið sem opn­aði nú um dag­inn er ein stærsta einkafram­kvæmd í ferða­þjón­ustu hing­að til. Kostn­að­ur, 5 millj­arð­ar.
Umferðarþungi
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Um­ferð­ar­þungi

Á venju­leg­um virk­um degi í síð­ustu viku óku að með­al­tali 127.922 öku­tæki Ár­túns­brekk­una. Íbú­ar Reykja­vík­ur eru 132.252, því má segja að hver íbúi höf­uð­borg­ar­inn­ar fari brekk­una á hverj­um degi, allt ár­ið. Sam­kvæmt Sam­göngu­stofu keyrð­um við Ís­lend­ing­ar í fyrra að með­al­tali 35 km á dag, rúma þús­und kíló­metra á mán­uði, 12.655 km á ári. Það eru hvorki meira né minna en 9,4 millj­ón kíló­metr­ar á dag sem við keyr­um.
Fyrsti maí 2021
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Fyrsti maí 2021

Ræð­an á Ing­ólf­s­torgi var nokk­uð góð, þar sem síð­asti komm­ún­ism­inn, Þor­vald­ur Þor­valds­son formað­ur Al­þýðu­fylk­ing­ar­inn­ar tal­aði. Hann hafði und­ir­bú­ið sig vel, byrj­aði í Par­ís ár­ið 1870. Áhorf­end­ur á torg­inu voru bara tveir, með þeirri sem sá um streym­ið. Hátal­arn­ir voru fimm að magna upp boð­skap­inn. Hand­an við horn­ið á Aust­ur­velli var skraut­leg­ur tutt­ugu manna hóp­ur að mót­mæla bólu­setn­ing­um: að auð­vit­að væri Covid - sem er blöff - allt gyð­ing­un­um Bill Gates og Soros að kenna.
Augað verður aldrei þreytt
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Aug­að verð­ur aldrei þreytt

Afi minn Arn­ór Sig­ur­jóns­son var á Norð­ur­lönd­un­um og síð­an í Skotlandi akkúrat fyr­ir 100 ár­um, hér eru smá dag­bók­ar­brot frá því í apríl og maí 1921. ,,Dá­lít­ið er það leið­in­legt fyr­ir Ís­land - mig sem hef­ur ein­hvern snef­il af sjálfs­metn­aði, að finna það að það er alltaf eins og af náð ef Ís­land er tal­ið eitt af fjór­um Norð­ur­lönd­un­um.... Ed­in­borg er feg­ursta borg sem ég hef séð, feg­urri en Stokk­hólm­ur; hús­in að vísu á einn veg: grár en svip­ur­inn ým­is­leg­ur... síð­an eru hæð­ir og vötn, grasbal­ar og skóg­ar allt á víxl og svo hag­ur­lega rað­að að aug­að verð­ur aldrei þreytt."
Helgi Seljan
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Helgi Selj­an

,,Helgi Selj­an, Helgi Selj­an, Helgi Selj­an, Helgi Selj­an, HELLgi Selj­an, Helgi Selj­an, Helgi Selj­an, Helgi Selj­an, Helgi Selj­an, Helgi Selj­an, Helgi Selj­an, Helgi Selj­an, Helgi Selj­an,Helgi Selj­an, Helgi Selj­an, Helgi Selj­an, Helgi Selj­an, Helgi Selj­an, Helgi Selj­an, HELLgi Selj­an, Helgi Selj­an, Helgi Selj­an" ... úr fund­ar­gerð lög­fræðisviðs Sam­herja (djók).
Hjóla í mann og annan
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Hjóla í mann og ann­an

Reykja­vík­ur­hring­ur­inn, hjóla­stíga­leið­in með­fram strand­lengj­unni, með við­komu vest­ur á Seltjarn­ar­nesi, er 27 kíló­metra lang­ur. Ef mað­ur bæt­ir ör­litlu við, skrepp­ur út á Álfta­nes fyr­ir Kárs­nes­ið og síð­an Flótta­manna­leið­ina nið­ur í Ell­iða­ár­dal til baka, bæt­ast bara 44 kíló­metr­ar við. Hlut­fall hjólandi í um­ferð­inni er núna um 7%. Sam­kvæmt sam­göngu­áætlun Reykja­vík­ur­borg­ar er stefnt að því að tvö­falda hjólaum­ferð á næstu tíu ár­um.