Starfsmaður ráðuneytisins lét seinka birtingu laga og varði hagsmuni laxeldisfyrirtækja
Birtingu nýrra laga um laxeldi var frestað í fyrrasumar að beiðni starfsmanns atvinnuvegaráðuneytisins. Frestunin fól í sér að laxeldisfyrirtækin Arctic Fish, **Arnarlax og Laxeldi Austfjarða gátu skilað inn gögnum til Skipulagsstofnunar áður en nýju lögin tóku gildi. Starfsmaðurinn var sendur í leyfi þegar upp komst um málið og starfar ekki lengur í ráðuneytinu. Engin dæmi eru fyrir sambærilegum afskiptum af birtingu laga.
RannsóknSamherjaskjölin
Hljóðritaði samtal við fyrrverandi starfsmann Seðlabankans og skrifaði skýrslu um það fyrir Samherja
Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður og ráðgjafi Samherja, fékk upplýsingar frá tveimur fyrrverandi starfsmönnum Seðlabanka Íslands um rannsókn bankans á Samherja. Annar starfsmaðurinn vissi ekki að Jón Óttar væri að vinna fyrir Samherja og vissi ekki að samtalið við hann væri hljóðritað. Seðlabankamál Samherja hefur opinberað nýjan verueika á Íslandi þar sem stórfyrirtæki beitir áður óþekktum aðferðum í baráttu sinni gegn opinberum stofnunum og fjölmiðlum.
RannsóknRéttindabrot á vinnumarkaði
Föst á Íslandi og fá ekki laun
Núverandi og fyrrverandi starfsfólk Messans upplifir sig svikið af eigendum fyrirtækisins. Þau lýsa erfiðum starfsaðstæðum og eru sum hver föst á Íslandi án launa. Starfsfólkið segist ekki hafa verið látið vita af Covid-smiti í hópnum. Framkvæmdastjóri segist sjálfur ekki eiga peninga fyrir mat eða húsnæðislánum.
RannsóknSamherjaskjölin
„Rannsóknarlögreglumaður“ Samherja leitaði allra leiða til að minnka skattgreiðslur í Namibíu
Forsvarsmenn Samherja í Namibíu, meðal annars Jón Óttar Ólafsson „rannsóknarlögreglumaður“, leituðu allra leiða til að lækka skattgreiðslur. Samherji þurfti að bregðast við nýjum lögum um tekjuskatt í Namibíu en sjómenn fyrirtækisins höfðu þá lent í vandræðum gagnvart skattinum vegna þess að launin voru greidd út ósköttuð í gegnum skattaskjól.
RannsóknSamherjaskjölin
Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
Norski stórbankinn DNB NOR lét loka bankareikningum félagsins Cape Cod FS í skattaskjólinu Marshall-eyjum í fyrra. Samherji notaði félagið til að greiða laun sjómanna sinn í Namibíu. 9,1 milljarður fór í gegn án þess að DNB NOR vissi nokkurn tímann hver ætti fyrirtækið.
RannsóknSamherjaskjölin
Samherji greiðir hundruð milljóna í mútur til að fá kvóta í Namibíu
Gögn sýna hvernig Samherji greiddi skipulega hundruð milljóna króna í mútur til stjórnmálamanna og tengdra aðila í Namibíu, til að fá kvóta sem lagði grunn að stórum hluta hagnaði félagsins undanfarin ár. Hagnaðurinn og mútugreiðslurnar runnu í gegnum net skattaskjóla.
Rannsókn
Sjálfsvarnarnámskeið fyrir konur gagnrýnt fyrir ofbeldisdýrkun og villandi kynningu
Íslenskt sjálfsvarnarnámskeið þar sem konur læra að lifa af hryðjuverkaárásir, mannrán og heimilisofbeldi, er gagnrýnt fyrir að nota ofbeldi í auglýsingaskyni og tengja sig við lögregluna, þótt lögreglan hafni samstarfi. Í kynningarefni frá námskeiðshöldurum nota konur meðal annars hríðskotabyssur, skammbyssur og hnífa.
RannsóknMetoo
Börnin segja frá séra Gunnari
Sex konur sem Stundin ræddi við segja séra Gunnar Björnsson hafa áreitt sig þegar þær voru á barns- og unglingsaldri. Atvikin áttu sér stað yfir meira en þriggja áratuga skeið á Ísafirði, Flateyri og Selfossi þegar Gunnar var sóknarprestur og tónlistarkennari. Gunnar segir að samviska sín sé hrein.
Rannsókn
Atburðarásin í aðdraganda hruns: Hvað vissum við og hvað vissu þeir?
Þegar erfiðleikar komu upp hjá Glitni og stórum hluthöfum, fyrst í febrúar 2008 og svo í september, skiptist Bjarni Benediktsson á upplýsingum við stjórnendur Glitnis og sat fundi um stöðu bankanna meðan hann sjálfur, faðir hans og föðurbróðir komu gríðarlegum fjármunum í var. Hér er farið yfir atburðarásina í máli og myndum.
Rannsókn
Þvingaðar af sýslumanni til að umgangast föðurinn sem misnotaði þær: „Ég vil ekki fara til pabba“
„Hæ, ... ég er níu ára. Þegar ég var lítil var ég misnotuð af pabba mínum,“ segir í dagbókarfærslu ungrar stúlku. Fimm ára greindi hún frá kynferðislegri misnotkun föður síns. Engu að síður var hún neydd til umgengni við hann. Í kjölfarið braut hann líka á yngri systur hennar. Gögn sýna að stúlkurnar vildu ekki umgangast föður sinn og frásagnir af kynferðisofbeldi bárust margoft til yfirvalda. Málið var aldrei meðhöndlað sem barnaverndarmál.
Rannsókn
Svona notuðu Bjarni Benediktsson og Engeyjarfjölskyldan Íslandsbanka
Bjarni Benediktsson, nú fjármálaráðherra, stýrði fjárfestingum fyrirtækjaveldis föður síns og föðurbróður á bak við tjöldin á árunum fyrir hrunið 2008. Engeyingarnir voru ráðandi hluthafar Íslandsbanka og vék bankinn ítrekað frá vinnureglum til að ganga erinda þeirra.
Rannsókn
Svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans
Sverrir Örn Sverrisson lést 26 ára gamall, um sólarhring eftir að eftirlit með honum var lækkað með þeim tilmælum að hann ætti sjálfur að láta vita ef líðanin versnaði, jafnvel þótt hann lýsti leiðum til sjálfsvígs inni á deildinni. Tíu dögum áður hafði annar ungur maður framið sjálfsvíg á geðdeild, en spítalinn varaði við umfjöllun um málið. „Við héldum að hann væri kominn á öruggan stað,“ segja bræður hans, sem greina frá því sem gerðist.
RannsóknAuðmenn
Landið sem auðmenn eiga
Auðmenn, bæði íslenskir og erlendir, hafa keypt upp fjölda jarða um land allt undanfarna áratugi. Stórtækastir eru James Ratcliffe og Jóhannes Kristinsson á Norðausturlandi.
RannsóknVelferðarmál
Rúmlega helmingur þjóðarinnar telur stéttaskiptingu vera mikla á Íslandi
Marktækur munur á viðhorfum kjósenda Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar til stéttaskiptingar og ójöfnuðar í samfélaginu og kjósendum flestra annarra flokka. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar telja félagslegan jöfnuð meiri en kjósendur annarra flokka. Rannsóknir sýna að ójöfnuður hefur aukist á Íslandi síðastliðin 30 ár. Stundin birtir viðhorfskönnun um stéttaskiptingu á Íslandi.
Rannsókn
Ásmundur fékk nærri fjórum sinnum meira í akstursgjöld en ökuglaðasti norski þingmaðurinn
Noregur og Svíþjóð veittu Stundinni ítarlegt yfirlit yfir akstursgjöld þingmanna sinna. Danmörk, eins og Ísland, veitir ekki þessar upplýsingar en þar eru greiðslur lægri og reglur skýrari. Ásmundur Friðriksson er að öllum líkindum Norðurlandameistari í akstri á eigin bifreið í vinnunni. Endurgreiðslur til íslenskra þingmanna á hvern keyrðan kílómetra eru miklu hærri á Íslandi en í Svíþjóð og Noregi.
RannsóknRéttindabrot á vinnumarkaði
Hestaleigur græða tugi milljóna á félagslegum undirboðum
Notfæra sér ódýrt vinnuafl í stórum stíl og fylgja hvorki lögum né kjarasamningum.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.