Mest lesið

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
1

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
2

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu
3

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ
4

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra
5

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum
6

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Stundin #106
Nóvember 2019
#106 - Nóvember 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 6. desember.

Ragnheiður Guðmundsdóttir

Krabbameinið farið en hvað svo?

Þegar Ragnheiður Guðmundsdóttir greindist með krabbamein reyndi hún að vera sterk. Hún gekk Jakobsveginn til að sýna og sanna að krabbameinið hefði ekki bugað hana. Það var ekki fyrr en seinna sem hún neyddist til að horfast í augu við afleiðingarnar; þegar hún sat fyrir framan tölvuna og reyndi að skrifa en var sem lömuð. Hún endaði á spítala í ofsakvíðakasti og segir að ef það er eitthvað sem hún hefur lært af veikindunum þá var það að meta lífið og elska óhikað.

Ragnheiður Guðmundsdóttir

Þegar Ragnheiður Guðmundsdóttir greindist með krabbamein reyndi hún að vera sterk. Hún gekk Jakobsveginn til að sýna og sanna að krabbameinið hefði ekki bugað hana. Það var ekki fyrr en seinna sem hún neyddist til að horfast í augu við afleiðingarnar; þegar hún sat fyrir framan tölvuna og reyndi að skrifa en var sem lömuð. Hún endaði á spítala í ofsakvíðakasti og segir að ef það er eitthvað sem hún hefur lært af veikindunum þá var það að meta lífið og elska óhikað.

Krabbameinið farið en hvað svo?

Að greinast með krabbamein er mikið áfall. Að ganga í gegnum lyfjameðferð, geisla, skurðaðgerð. Að horfa upp á líkama sinn breytast og sjálfsmyndina brotna og jafnvel fá að heyra það að maður verði mögulega ófrjór eftir þetta allt saman er áfall ofan á áfall. Að lifa krabbamein af og rísa aftur upp úr öskunni eftir svona mikið og stórt verkefni er meira en að segja það. Verkefnið er ekki búið þegar krabbameinið er farið. Við tekur bara annað stórt verkefni. Verkefni sem miðar að því að lifa sem breyttur einstaklingur í samfélagi sem oft hefur lítinn skilning og litla þolinmæði fyrir vandamálum þínum.  Áfallastreita, kvíði og þunglyndi eru ekki óalgengir fylgifiskar krabbameins.

Horfðist ekki í augu við áfallið

Ég hef alltaf reynt að vera sterk og dugleg enda það sem ég kann og það sem samfélagið hefur ætlast til af mér. Ég dreif mig í háskólanám mér til endurhæfingar vegna þess að minnið var þokukennt og athyglin lítil. Ég gekk Jakobsveginn frá Frakklandi til Spánar, 800 km á 41 degi, ári eftir krabbameinsmeðferð og skurðaðgerð, til að sýna það og sanna að krabbameinið hefði ekki bugað mig. Ég reyndi að gæta þess að mér gæfist aldrei tími til að horfast í augu við öll þau áföll sem ég hafði gengið í gegnum í lífinu; upplifanir mínar af dauðanum og allar þær árásir á mig og líkama minn sem ég hef orðið fyrir á lífsleiðinni. Áföll sem ég hafði drekkt djúpt niður með skömminni en nú vildu fljóta upp á yfirborðið. Það var ekki fyrr en núna í sumar sem ég hafði andrými og tíma til að vega og meta afleiðingarnar. Þegar ég fann sjálfa mig mikið eina með hugsunum mínum sem afleiðingar áfallanna komu margfalt til baka og sprungu einn daginn með krafti í andlitið á mér. 

Líkaminn hélt að hann væri að deyja

Ég var að skrifa viðtöl bæði fyrir Stundina og Kraft en komst hvorki lönd né strönd með skrifin. Ég sat fyrir framan tölvuna lömuð af kvíða og gat ekki skrifað stakan staf. Það var þá sem það gerðist. Mig fór fyrst að svima allverulega og fann fyrir hita bæði í brjósti og höfði. Ég gat fundið hjartað berjast í brjóstinu en gat tæplega greint það þar sem ég var orðin svo dofin. Ég átti erfitt með að standa í fæturna eða notað hendurnar því hvort tveggja  var orðið hálf lamað. Ég fór inn á klósett og ældi og lagðist upp í rúm og skalf því ég var líka með kuldahroll. Ég var farin að hafa áhyggjur af því að kannski væri ég að fá hjartaáfall eða heilablóðfall. Í ljósi sjúkrasögu minnar fannst mér allt mögulegt koma til greina. Í huganum var ég allt í einu komin á þann stað sem ég var hvað veikust í lyfjaferlinu, þegar ég var svo veik að mig langaði heldur að deyja en að halda áfram í þessari fjandans lyfjagjöf. Svo var ég komin í huganum inn á gjörgæslu eftir aðgerðina þegar ég upplifði það að ferðast á ógnarhraða í gegnum ljósgöng. Ég gat ómögulega áttað mig á því hvort þau voru sjóðandi heit eða ísköld. Mér skilst að þegar líkaminn heldur að hann sé að deyja þá búi hann til einhvers konar ofskynjunarefni til að hjálpa heilanum að undirbúa fólk fyrir dauðann. Með öðrum orðum, þá hélt líkaminn minn að hann væri að deyja. Þessi hita- og kuldatilfinning sem ég var að upplifa á þessari stundu minnti mig á það. Því meira sem ég hélt ég væri að deyja, því verri urðu einkennin. Það endaði með því að ég fór upp á bráðamóttöku þar sem mér var tilkynnt að ég væri í alvarlegu ofsakvíðakasti.  Í kjölfarið var ég greind með fjölþætta áfallastreituröskun (cPTSD). 

Ögrar kvíðanum 

Nú geri ég lítið annað en að hugsa um hvernig ég geti læknað sjálfa mig af þessu ástandi. Ég reyni allt sem mælt er með og meira til. Alla mögulega hreyfingu, hugleiðslu, hollt mataræði, minni neyslu sykurs og áfengis (ég mun seint taka út kaffi) og ýmsar meðferðir eins og EMDR og sálfræðiviðtöl. Eitt sem ég hef tekið upp á að gera er að ögra kvíðanum. Ég hef alltaf verið fyrir það að ögra þolmörkunum og stíga út fyrir þægindarammann og nú geri ég það með kvíðann. Ég set mig í aðstæður, meðvituð um að þær valda mér kvíða og skoða hver ótti minn er við þessar aðstæður og hvaðan sá ótti kemur, hvaða áfalli hann tengist. Svo reyni ég að segja sjálfri mér að ég sé ekki í hættu, að þetta muni ekki koma fyrir aftur. Þetta er ekki auðvelt og veit ég ekki með vissu hvort það geri eitthvert gagn. En ég hef aldrei vitað til þess að nokkur maður hafi náð tökum á ótta sínum án þess að takast á við hann með því að ögra honum. Ég er samt sem áður enginn sálfræðingur. Ég er bara stjórnmálafræðinemi sem reyni að sjá samhengi í öllu og leyfi gjarnan pælingum mínum að hlaupa með mig í gönur. En því ætti það að vera öðruvísi með áfallastreitu? Lækningin við sársaukanum liggur í sársaukanum sjálfum. Það þýðir ekkert að flýja hann. Hann kemur alltaf aftur þangað til þú ert tilbúin/n að horfast í augu við hann og vinna úr honum. 

„Elskaðu óhikað og skilyrðislaust því að þú munt sjá eftir því ef þú gerir það ekki. Það eru mín ráð til þín.“

Lífið er það mikilvægasta 

Ég þykist vita það að ég standi ekki ein í þessari stöðu. Flestir vilja aðeins heyra góðu fréttirnar og fólk forðast að tala um andlegar afleiðingar af lífshættulegum veikindum. En prófaðu að setja þig í spor okkar sem gengið hafa í gegnum slík veikindi. Ég veit að það er ekki auðvelt en ímyndaðu þér að þú sért að reyna að vera þú en í ókunnugum líkama sem hefur takmarkaða getu miðað við þína eigin og þá ert þú nokkurn veginn komin/n með örlitla innsýn í það hvernig þetta er fyrir okkur upp á hvern einasta dag. Það er í rauninni engin furða að við upplifum flest kvíða í kjölfarið. Vissulega endurheimtum við smám saman eitthvað af okkur sjálfum. En það er líka ýmislegt sem við vonumst til þess að fari aldrei aftur í sama farið. Áður en ég veiktist gat ég ómögulega notið augnabliksins því að ég hafði miklar áhyggjur af því að vera ekki fullkomin. Ég hélt að ég gæti aldrei orðið fullkomlega hamingjusöm fyrr en allir draumar mínir höfðu ræst og ég var með háleita drauma. Núna lifi ég hins vegar aðeins fyrir daginn í dag af því að ég veit núna fyrir víst að ég er ekki ódauðleg og dauðinn getur bankað upp á og náð í mig hvenær sem honum hentar. Enda spyr hann hvorki um aldur né fyrri störf. Lífið er núna er það mikilvægasta sem ég hef tekið úr þessari lífsreynslu. Það, ásamt því að láta fólkið sem skiptir þig máli vita að það skiptir þig máli. Elskaðu óhikað og skilyrðislaust því að þú munt sjá eftir því ef þú gerir það ekki. Það eru mín ráð til þín. 

Hernám
Þú gerðir innrás í líkama minn
Lagðir undir þig hug minn
Sundraðir hjarta mínu
Reifst niður veggi
Og kveiktir í.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
1

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
2

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu
3

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ
4

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra
5

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum
6

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Stærsta lífsverkefnið
7

Soffía Auður Birgisdóttir

Stærsta lífsverkefnið

Mest lesið í vikunni

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?
1

Illugi Jökulsson

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?

Strákarnir
2

Gunnar Jörgen Viggósson

Strákarnir

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja
3

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja

Tengja uppsagnir hjá Morgunblaðinu við kjarabaráttu: „Þér kemur einfaldlega ekkert við hvað ég er með í laun“
4

Tengja uppsagnir hjá Morgunblaðinu við kjarabaráttu: „Þér kemur einfaldlega ekkert við hvað ég er með í laun“

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
5

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
6

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Mest lesið í vikunni

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?
1

Illugi Jökulsson

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?

Strákarnir
2

Gunnar Jörgen Viggósson

Strákarnir

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja
3

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja

Tengja uppsagnir hjá Morgunblaðinu við kjarabaráttu: „Þér kemur einfaldlega ekkert við hvað ég er með í laun“
4

Tengja uppsagnir hjá Morgunblaðinu við kjarabaráttu: „Þér kemur einfaldlega ekkert við hvað ég er með í laun“

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
5

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
6

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Mest lesið í mánuðinum

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
3

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
4

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
5

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
6

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Mest lesið í mánuðinum

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
3

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
4

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
5

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
6

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Nýtt á Stundinni

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“

Róberta Michelle Hall

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“

Loftgæði í Reykjavík á gamlárskvöld verri en við skógarelda Kaliforníu

Loftgæði í Reykjavík á gamlárskvöld verri en við skógarelda Kaliforníu

Flokkur fólksins vill stöðva samþjöppun á kvóta

Flokkur fólksins vill stöðva samþjöppun á kvóta

Bein tengsl á milli svefnleysis og kvíða

Bein tengsl á milli svefnleysis og kvíða

Sjávarútvegsráðherra er vanhæfur

Guðmundur Hörður

Sjávarútvegsráðherra er vanhæfur

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Áhrif mislinga á ónæmiskerfið

Áhrif mislinga á ónæmiskerfið

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Tekist á við loftslagsvandann með endurhönnun borgarinnar

Sigurborg Ósk

Tekist á við loftslagsvandann með endurhönnun borgarinnar

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Stærsta lífsverkefnið

Soffía Auður Birgisdóttir

Stærsta lífsverkefnið