Auglýsingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Mest lesið

Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu
1

Bryndís Silja Pálmadóttir

Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu

·
Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu
2

Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu

·
„Fólk sem faldi peninga í Panama, laug ítrekað að þjóðinni, mætti ekki til vinnu í heilt ár en þáði samt laun“
3

„Fólk sem faldi peninga í Panama, laug ítrekað að þjóðinni, mætti ekki til vinnu í heilt ár en þáði samt laun“

·
Tekur eftir hatri í garð annarra
4

Tekur eftir hatri í garð annarra

·
Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump
5

Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump

·
Halda að EES-samningurinn hafi „ekkert með ferðafrelsi, nám og lífsgæði ungmenna að gera“
6

Halda að EES-samningurinn hafi „ekkert með ferðafrelsi, nám og lífsgæði ungmenna að gera“

·
Vilja ekki að efnahagsbrotamenn geti stýrt Þjóðarsjóði
7

Vilja ekki að efnahagsbrotamenn geti stýrt Þjóðarsjóði

·
Stundin #93
Maí 2019
#93 - Maí 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 24. maí.

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Óhæfa fólkið

Það er erfitt að laða til sín óskaplega hæfa einstaklinga þótt maður lofi gulli og grænum skógum. En það fer að verða enn erfiðara að laða til sín óhæfa einstaklinga og án þeirra fer allt til andskotans

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Það er erfitt að laða til sín óskaplega hæfa einstaklinga þótt maður lofi gulli og grænum skógum. En það fer að verða enn erfiðara að laða til sín óhæfa einstaklinga og án þeirra fer allt til andskotans

Óhæfa fólkið
Pepperoni-ið kemur síðar Hygggist fólk panta sér pítsu fyrir skattalækkun ríkisstjórnarinnar þarf það að bíða til ársins 2020 með að fá ost og pepperoní á pítsuna. 

Í krafti þess að það þurfi að laða að alveg sérstakt hæfileikafólk hafa stjórnmálamenn og æðstu embættismenn ríkisins hækkað launin sín um helming og bankastjóri Landsbankans sem þarf að vera óskaplega hæfur hefur fengið hóflega launahækkun upp á 81 prósent.

Og nú er ekki svigrúm fyrir meiri fjárútlát.

En hvernig í ósköpunum eigum við þá að finna óhæft fólk í að vera fátæklingar á Íslandi? Hver er til í að taka að sér að flytja á nokkurra mánaða fresti milli óhrjálegra leiguíbúða, ösla krapið í lekum skóm með kvefaða krakka, semja við innheimtustofnanir, draga fyrir gluggana svo rukkararnir sjái ekki að það sé einhver heima?

Hver er bestur í að matreiða næringarríkar máltíðir úr eggi og franskbrauði og franskbrauði og eggi og loks bara hörðu franskbrauði og síðan engu af því að það eru alveg að koma mánaðamót?

Kokkarnir á fínu matsölustöðunum þurfa að matreiða dýrindis máltíðir og dýrindis hráefni.

Kokkarnir í eldhúsum óhæfu fátæklinganna þurfa að matreiða eitthvað úr engu.

Það er orðið erfiðara og erfiðara að finna óhæft fólk í það.

Hæfa fólkið er upptekið við að stjórna heilu bílförmunum af peningum sem eiga heima í bankanum. Óhæfa fólkið er upptekið við að stjórna sínum litla heimi með engum peningum.  

Það þarf líka óhæft fólk til að passa börnin á leikskólunum og gamla fólkið á elliheimilunum, skúra gólfin og þjónusta viðskiptavini bankanna og guði sé lof, þá er enn til óhæft fólk til að vinna á kassanum í matvörubúðinni og aðstoða sjúklinga og hreinsa eftir þá inni á sjúkrahúsunum.

Hver er nógu óhæfur til þess að sleppa því að innrita krakkana í tómstundir eftir skóla af því það er ekki til peningur? Og hver er nógu óhæfur til að hengja bara húslykilinn um hálsinn á þeim og útskýra hvers vegna þau geti ekki fengið ný föt, tölvur og snjallsíma eins og hinir krakkarnir í skólanum?

Hver á að semja við bifvélavirkjann og þvottavélaviðgerðarmanninn um að gera við draslið upp á krít? Og hver er til í að bíta á skemmdan jaxlinn aftur og aftur af því það er ekki peningur til að leita til tannlæknis?

Það er alltaf erfiðara og erfiðara að finna óhæft fólk í þetta, allt saman.

Ráðherrarnir hæfu ákváðu þó að leggja alla sína hæfileika á vogarskálarnar til að leysa þessa erfiðu þraut. Það var nefnilega mikið í húfi. Ef ekki tekst að manna skipið með óhæfu fólki sekkur það með manni og mús.

Og loks rann stundin upp þegar stóra lausnin yrði kynnt. Fólk hélt niðri í sér andanum enda mikið í húfi.

Munum við öll brenna á verðbólgubálinu eða frjósa í hel þegar efnahagslífið kólnar?

Eða það sem verra er, verða börnin sett út á guð og gaddinn, sjúklingarnir, gamla fólkið? Hver á að afgreiða okkur á kassanum eða greiða reikningana í bankanum? Hver á að losa ruslatunnurnar og moka göturnar?

Nú liggur niðurstaðan fyrir.

Ráðherrarnir ákváðu að færa óhæfa fólkinu 6.750 króna skattalækkun á mánuði ef það fengist til að semja um það möglunarlaust við Samtök atvinnulífsins að halda áfram að vera fátæklingar án þess að vera með allt þetta vesen.

En allt kom fyrir ekki.

Óhæfa fólkið olli ráðherrum ríkisstjórnarinnar enn og aftur sárum vonbrigðum þegar það sagði að skattalækkunin dygði varla fyrir einum matarinnkaupum í Bónus. Og þar sem hún kemur til framkvæmda í áföngum, dugar hún varla nema fyrir einni Bónusferð í áföngum. Smjörið, mjólkin og grænmetið í pokanum kemur ekki til framkvæmda fyrr en 2020.

Ef það á að panta pitsur fyrir skattalækkunina, kemur pepperoni og ostur ekki fyrr en árið 2020.

Og ríkisstjórnin gat ekki heldur hugsað sér að óhæfa fólkið sæti eitt að pitsunum. Það hefði verið helber sósíalismi. Það átti að gleðja alla um sömu upphæð, hæfa og óhæfa. Þetta er því hópferð í Bónus eða í Pizzahöllina og þar af leiðandi minna til skiptanna.

Stóra lausnin kostar 14 milljarða, sex milljörðum minna en búið er að taka af launafólki í leigu- og vaxtabætur á síðustu árum, en það skiptir ekki máli því óhæfa fólkið kann ekki að reikna. Og þá er ótalin lækkun á barnabótum og aðrar tilfærslur frá láglaunafólki til hálaunafólks innan skattkerfisins. Stefán Ólafsson prófessor segir að allt í allt stappi þetta nærri 56 milljörðum. Það kostar líka sitt að lækka veiðigjöldin og bankaskattinn, að stórhækka laun stjórnmálamanna og fjölga í þjónustuliði þeirra.

En hvað var það í raun sem ríkisstjórnin ætlaði að leggja á borðið til að greiða fyrir kjaraviðræðum?

Var það bara skrjáfið í peningunum eða lyktin af pitsunni sem fólk átti að bera úr býtum?

Í september 2017 sagði Katrín Jakobsdóttir, núverandi forsætisráðherra: Stjórnvöld eiga ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlætinu.

Og núna hefur verið tilkynnt að réttlætið komi að fullu til framkvæmda árið 2020.

Það leggur sig á 6.750 krónur á mánuði.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu
1

Bryndís Silja Pálmadóttir

Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu

·
Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu
2

Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu

·
„Fólk sem faldi peninga í Panama, laug ítrekað að þjóðinni, mætti ekki til vinnu í heilt ár en þáði samt laun“
3

„Fólk sem faldi peninga í Panama, laug ítrekað að þjóðinni, mætti ekki til vinnu í heilt ár en þáði samt laun“

·
Tekur eftir hatri í garð annarra
4

Tekur eftir hatri í garð annarra

·
Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump
5

Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump

·
Halda að EES-samningurinn hafi „ekkert með ferðafrelsi, nám og lífsgæði ungmenna að gera“
6

Halda að EES-samningurinn hafi „ekkert með ferðafrelsi, nám og lífsgæði ungmenna að gera“

·
Vilja ekki að efnahagsbrotamenn geti stýrt Þjóðarsjóði
7

Vilja ekki að efnahagsbrotamenn geti stýrt Þjóðarsjóði

·

Mest deilt

Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump
1

Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump

·
„Fólk sem faldi peninga í Panama, laug ítrekað að þjóðinni, mætti ekki til vinnu í heilt ár en þáði samt laun“
2

„Fólk sem faldi peninga í Panama, laug ítrekað að þjóðinni, mætti ekki til vinnu í heilt ár en þáði samt laun“

·
Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu
3

Bryndís Silja Pálmadóttir

Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu

·
Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu
4

Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu

·
Hvetur Hörpu til að „aflýsa viðburðinum í nafni mannréttinda og öryggis minnihlutahópa“
5

Hvetur Hörpu til að „aflýsa viðburðinum í nafni mannréttinda og öryggis minnihlutahópa“

·
Harpa ætti að úthýsa Douglas Murray
6

Hlynur Már Vilhjálmsson

Harpa ætti að úthýsa Douglas Murray

·

Mest deilt

Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump
1

Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump

·
„Fólk sem faldi peninga í Panama, laug ítrekað að þjóðinni, mætti ekki til vinnu í heilt ár en þáði samt laun“
2

„Fólk sem faldi peninga í Panama, laug ítrekað að þjóðinni, mætti ekki til vinnu í heilt ár en þáði samt laun“

·
Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu
3

Bryndís Silja Pálmadóttir

Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu

·
Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu
4

Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu

·
Hvetur Hörpu til að „aflýsa viðburðinum í nafni mannréttinda og öryggis minnihlutahópa“
5

Hvetur Hörpu til að „aflýsa viðburðinum í nafni mannréttinda og öryggis minnihlutahópa“

·
Harpa ætti að úthýsa Douglas Murray
6

Hlynur Már Vilhjálmsson

Harpa ætti að úthýsa Douglas Murray

·

Mest lesið í vikunni

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
1

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
2

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
3

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
4

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu
5

Bryndís Silja Pálmadóttir

Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu

·
Stundin birtir álit siðanefndar í heild
6

Stundin birtir álit siðanefndar í heild

·

Mest lesið í vikunni

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
1

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
2

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
3

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
4

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu
5

Bryndís Silja Pálmadóttir

Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu

·
Stundin birtir álit siðanefndar í heild
6

Stundin birtir álit siðanefndar í heild

·

Nýtt á Stundinni

Óvirkir landsréttardómarar sækja um stöðu landsréttardómara

Óvirkir landsréttardómarar sækja um stöðu landsréttardómara

·
Forsætisráðherra segir öfgahægrið grafa markvisst undan yfirráðum kvenna yfir eigin líkama

Forsætisráðherra segir öfgahægrið grafa markvisst undan yfirráðum kvenna yfir eigin líkama

·
„Fólk sem faldi peninga í Panama, laug ítrekað að þjóðinni, mætti ekki til vinnu í heilt ár en þáði samt laun“

„Fólk sem faldi peninga í Panama, laug ítrekað að þjóðinni, mætti ekki til vinnu í heilt ár en þáði samt laun“

·
Mikill laxadauði hjá Arnarlaxi vegna vetrarkulda

Mikill laxadauði hjá Arnarlaxi vegna vetrarkulda

·
Hvetur Hörpu til að „aflýsa viðburðinum í nafni mannréttinda og öryggis minnihlutahópa“

Hvetur Hörpu til að „aflýsa viðburðinum í nafni mannréttinda og öryggis minnihlutahópa“

·
Eurovision: Hatari og Madonna þau einu sem stóðu sig

Jóhann Geirdal

Eurovision: Hatari og Madonna þau einu sem stóðu sig

·
Vilja ekki að efnahagsbrotamenn geti stýrt Þjóðarsjóði

Vilja ekki að efnahagsbrotamenn geti stýrt Þjóðarsjóði

·
Ríkisstjórnin fær liðsinni Miðflokksins í herðingu á útlendingalöggjöfinni

Ríkisstjórnin fær liðsinni Miðflokksins í herðingu á útlendingalöggjöfinni

·
Harpa ætti að úthýsa Douglas Murray

Hlynur Már Vilhjálmsson

Harpa ætti að úthýsa Douglas Murray

·
Niðursveifla og hvað svo?

Oddný G. Harðardóttir

Niðursveifla og hvað svo?

·
Erfðabreyting í músafóstrum kemur í veg fyrir alvarlega erfðasjúkdóma

Erfðabreyting í músafóstrum kemur í veg fyrir alvarlega erfðasjúkdóma

·
Miðflokksmenn töluðu um orkupakkann fram á morgun

Miðflokksmenn töluðu um orkupakkann fram á morgun

·