Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Við hljótum að þurfa að draga úr sprengiregninu

Atla Hraf­ney kvíð­ir ára­mót­un­um, þeg­ar meng­un­in verð­ur slík að henni líð­ur sem lungu henn­ar tæt­ist upp við það eitt að anda að sér.

Við hljótum að þurfa að draga úr sprengiregninu
Valda mengun og óþægindum Flugeldar valda verulegri svifryksmengun. Mynd: Heiða Helgadóttir

Ég er ekki ennþá búin að kaupa rykgrímu til þess að geta farið út og notið nýársins. Ég krota það niður á blað, reyni að muna að mamma þarf eina líka, og vona innilega að jólastressið heltaki mig ekki.

Nýárið er ekki sérstaklega skemmtilegt þegar þú getur ekki andað dögum saman, þótt það sé kannski bara mitt persónulega álit. Ég fór á spítala 2017, vegna ofsakvíðakasts sem ég fékk. Það voru verkföll í gangi hjá sjúkrabílstjórum þegar þetta var og því stóð kastið hjá mér í yfir klukkutíma áður en ég gat fengið aðstoð. Það voru margar ástæður fyrir því að ég fékk þetta kvíðakast, ég hafði nýlega misst vinnuna, en ég hafði aðallega áhyggjur af heilsunni minni. Ég man að fyrsta ofsakvíðakastið hjá mér, þegar ég öskraði og kveinaði og ríghélt í hendur unnusta míns, kom beint eftir nýárið, þegar ég gat varla andað fyrir svifryki sem lá yfir götunum eins og þokukennd aska og tætti andardráttinn minn eins og ég væri að anda að mér grjóti.

Ég er sannarlega kvíðin manneskja, ég á erfitt með ýmsa hluti sem eiga að vera sjálfsagðir, en svifrykið sem verður til af völdum flugeldanna sem við skjótum upp um áramótin, 660 tonn á nokkrum klukkutímum, er eitthvað sem flestir taka kannski ekki alveg nógu alvarlega.

Ég sat snemma á þessu ári í miðju afmælisboði og mágur minn öskraði á mig hvernig ég ætti bara að nota netverslanir og panta mat á meðan ég byði eftir að menguninni létti. Þetta átti, að mér skilst, að vera grín. Fólk hló á þann hátt sem það gerir til að vera viss um að enginn dæmi mann, en á meðan brann inni í mér þessi ofsakvíði sem svo erfitt er að lýsa. Ég bjó til afsökun um eitthvað sem ég þyrfti að sinna og fór nokkrum mínútum seinna.

Svifryksmengun er banvæn

Mamma mín vann á Grund, við miðja Hringbraut, þar sem bílarnir keyra í þéttum röðum framhjá. Eitt sem mamma sagði mér frá er hvernig dauðsföllum fjölgar þegar nýárið gengur í garð og líka þegar veturinn lætur undan síga. „Manstu eftir þessari sem þurfti alltaf aðstoð með sjónvarpið?“ spurði hún mig eftir að hún kom heim úr seinni vinnunni sinni. „Hún fékk vængi í morgun.“ Ég fékk alltaf hroll yfir því hvernig hún orðaði þetta, með sorglegt bros á vör.

„Þurfum við virkilega að bíða eftir að sagt verði frá fyrsta dauðsfallinu í kvöldfréttum að kvöldi nýársdags?“

Við tölum vanalega um heilsufarsvandamál vegna svifryks í tengslum við astmasjúklinga. Það er auðvitað rétt að svifryk hefur áhrif á þá, en þar að auki hefur þessi mengun áhrif á allan almenning, sérstaklega börn og eldri borgara. Þótt dauðsföll af völdum loftmengunar séu kannski ekki hlutfallslega há í Evrópu miðað við heimsmeðaltal vil ég samt benda á þrennt:

Fyrst, að eftir því sem svifryks- og loftmengun eykst hér á landi, því verri verður hún um heim allan. Í Reykjavík fer mengun reglulega yfir 50 míkrógrömm á rúmmetra, sem er heilsuverndarviðmið hér á landi. Það hafa mælst allt upp í 122 míkrógrömm á Grensásvegi. Á fyrstu klukkutímum 2017 klifraði þessi tala upp í 1.450 míkrógrömm á rúmmetra, eða 290 sinnum meira en heilsuverndarmörk.  

Í öðru lagi, þá er þessi mengun banvæn, sérstaklega í svona miklu magni. Loftmengun veldur dauða um 4,1 milljón manns á ári, eða um 7,7 prósenta árlegra dauðsfalla í heiminum. Þessi prósenta mun aukast næstu ár.

Í þriðja lagi, að eftir því sem svifryksmengun eykst hér á landi, þá veldur sama magn af flugeldum meiri skaða. 660 tonn af flugeldum árið 2017 var fremur óþægilegt. 660 tonn af flugeldum árið 2030 mun drepa mig.

Ég get ekki sagt með vissu að ég þekki fólkið sem les þennan texta núna. Ég veit bara að þið eruð mennsk, fólk sem vill gera sitt besta og lifa og elska og leyfa öðrum að gera hið sama. Ég veit að enginn með fullu viti myndi samþykkja að önnur manneskja þurfi að deyja af völdum samfélagsins sem þau lifa í. Því vil ég spyrja alla sem búa hér, með mér, með fólki sem er næmara en aðrir fyrir ryki og mengun sem eykst svona mikið við áramót: Þurfum við virkilega að bíða eftir að sagt verði frá fyrsta dauðsfallinu í kvöldfréttum að kvöldi nýársdags? Þurfum við að horfa upp á lík á götu í miðborginni, að sjá nafn þeirra sem látast á skjá, til þess eins að fá okkur til að takast á við þessa hefð? Það er skiljanlegt að vilja fá að fagna nýju ári, en ef allt bendir til þess að mengun sem af því hlýst muni drepa einhvern, og hafi jafnvel nú þegar gert það, þá hljótum við að bregðast við og draga úr sprengiregninu.

Ég trúi ekki öðru en að við bregðumst við áður en við heyrum nafn þess fyrsta sem lætur lífið.

 

 

 

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár