Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Nálgunarbannið ekki virði pappírsins sem það er ritað á

Fyrr­ver­andi sam­býl­is­mað­ur Áslaug­ar Ragn­hild­ar­dótt­ur var dæmd­ur í fjög­urra mán­aða fang­elsi fyr­ir að ráð­ast á hana þar sem hún lá í rúm­inu sínu að kvöldi til og draga hana út á gólf á hár­inu. Hann var lát­inn sæta nálg­un­ar­banni en hef­ur engu að síð­ur áreitt hana við­stöðu­laust í þau tvö ár sem lið­in eru frá skiln­aði þeirra.

Nálgunarbannið ekki virði pappírsins sem það er ritað á
Safnaði hótunum Áslaug tilkynnti hvert brot á nálgunarbanni til lögreglu. Á tímabili var áreitið svo mikið að hún safnaði hótununum saman og fór með þær í bunkum. Þrátt fyrir að sýna fram á margítrekuð brot á nálgunarbanni hafði það engin áhrif. Mynd: Heiða Helgadóttir

Þann 12. september síðastliðinn, fyrir nákvæmlega mánuði síðan, hafði Áslaug Ragnhildardóttir samband við lögreglu og tilkynnti að sést hefði til fyrrverandi sambýlismanns hennar, Thomas DeFarrier, í Hagkaup í Skeifunni. Ekki hafði sést til hans á landinu um skeið, síðan um það leyti er hann fékk fjögurra mánaða fangelsisdóm eftir gróft ofbeldi á hendur henni. Lögreglan brást ekki við tilkynningunni á nokkurn hátt.

Áslaug ber merki þess að hafa búið við ofbeldi af hendi mannsins. Hún er með ör á nefinu eftir að hann skallaði hana í andlitið svo hún nefbrotnaði. Seinna þurfti hún að fara í aðgerð þar sem nefgöng hennar sködduðust við höggið. Þetta var aðeins eitt skipti af mörgum þar sem Thomas hefur ráðist á hana. Versta tilfellið var fyrir tveimur árum þegar hann réðst á hana með hurðarkarmslista, þar sem hún lá í rúmi á heimili þeirra. Hún upplifði árásina þannig að hann hygðist drepa hana. Fyrir …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár