Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Því einfaldari matur því betra

Mat­reiðsla er hug­leiðsla Reyn­is Lyng­dal sem seg­ir hana hafa orð­ið ein­fald­ari með ár­un­um, til að koma til móts við mat­arsmekk fimm ára barns­ins á heim­il­inu. Fersk­leiki og gæði séu hins veg­ar alltaf að­al­at­rið­ið.

Því einfaldari matur því betra
Reynir Lyngdal Byrjar alla daga á góðum kaffibolla. Mynd: Heiða Helgadóttir

Ég er mjög mikið fyrir það að elda, það er mín hugleiðsla. Ég er alinn upp við að báðir foreldrar eldi, en pabbi var til jafns við mömmu í eldhúsinu og hefur mikinn áhuga á mat. Seinna flutti ég til Spánar til að læra. Þar lærði ég að elda upp á nýtt, því ég lærði að nota ferskmeti. Síðan þá legg ég mikið upp úr því að matur sé eins ferskur og hægt er. Ég sakna þess reyndar hér heima hvað maður finnur lítið fyrir árstíðunum. Sem fátækur námsmáður á Spáni eldaði maður ósjálfrátt það grænmeti sem var mest af hverju sinni, því það var ódýrast. Þegar ég varð uppiskroppa með hugmyndir spurði ég bara konurnar á matarmörkuðunum og fékk nýjar uppskriftir hjá þeim. Eftir því sem árin líða kemst ég meira á þá skoðun að því einfaldari sem matur er, því betri er hann. Kannski hefur þetta eitthvað að …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár