Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Sóðalegt hótel sem eigandi Pho Vietnam rekur: „Svo margir KAKKALAKKAR“

Marg­ir næt­ur­gest­ir Reykja­vík Downtown Hotel á Skóla­vörðu­stíg lýsa hót­el­inu sem sóða­legu og segja að þar sé óþef­ur og há­vaði. Nokkr­ir þeirra hafa kvart­að und­an kakka­lökk­um. Hót­el­ið var op­ið þar til lög­regl­an inn­sigl­aði það í gær.

Sóðalegt hótel sem eigandi Pho Vietnam rekur: „Svo margir KAKKALAKKAR“
Aðgerðir Lögreglan innsiglaði hótelið í gær Mynd: Golli

„Herbergið var hryllingur,“ var það eina sem einn gesturinn á Reykjavík Downton Hotel hafði að segja í umsögn sinni á Tripadvisor. Hótelið er eitt þeirra fyrirtækja sem er rekið af Davíð Viðarssyni, einnig þekktum undir víetnömsku nafni sínu Quang Le, og var lokað af lögreglu í gær sem hluta af umfangsmiklum aðgerðum í tengslum við rannsókn á meintu mansali og peningaþvætti.

Davíð rekur tvö hótel í Reykjavík. Það eru Herkastalinn Guesthouse við Kirkjustræti og Reykjavík Downtown Hotel á Skólavörðustíg 42, en hið síðarnefnda er í sama húsi og einn af veitingastöðum Pho Vietnam keðjunnar sem Davíð hefur einnig rekið. Umsagnir um Reykjavík Downtown Hotel eru margar hverjar mjög neikvæðar og kvarta nokkrir undan kakkalökkum á hótelinu. Þar var tekið á móti gestum þar til í gær þegar lögregla innsiglaði hann. 

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynnti í dag að krafist verði vikulangs  gæsluvarðhalds yfir þremur körlum og þremur konum eftir aðgerðir lögreglu í gær á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Tilefni aðgerða lögreglu í gær voru rökstuddur grunur um mansal, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og grunur um skipulagða brotastarfsemi. Hótelunum báðum var lokað, sem og veitingastöðum keðjanna Pho Vietnam og Wok On.

Hótelið sem um ræðir hefur áður ratað í fréttirnar en í húsinu var áður rekið hið alræmda Hótel Adam. Var það áður en Davíð Viðarsson hóf þar rekstur. Hótel Adam var lokað árið 2018 að kröfu sýslumanns eftir að upp komst um lögbrot.

Velti sér yfir kakkalakka

Í nóvember segir einn gesturinn á Reykjavík Downtown Hotel að verðið fyrir hótelherbergið hafi verið fínt en hvetur fólk til að passa sig á pöddunum. Hann skrifar í umsögn sinni á Tripadvisor að mikið af kakkalökkum hafi verið á herberginu hans. Honum hafi nánast orðið óglatt eftir að hann hafði óvart kramið kakkalakka sem höfðu skriðið undir rúmteppið hans þegar hann var sofandi og hafði velt sér yfir á þá. „Svo margir KAKKALAKKAR,“ skrifar hann en gefur þó 6 í heildareinkunn.

Hann er ekki einn um að kvarta undan kakkalökkum. Gestur frá Danmörku sem gisti þarna í febrúar segist hafa skilning á því að húsið sé úr sér gengið en það sé „engin afsökun fyrir hræðilegum óþef, sóðalegu baðherbergi og kakkalökkum í herberginu.“

Annar segir að staðsetningin hafi verið mjög góð en að herbergið hans hafi veri óhreint og þar hafi enn verið rusl frá síðasta hótelgesti. Sá þriðji segir að enginn morgunmatur hafi verið í boði þegar hann mætti í morgunmat og að herbergið hafi ekki verið þrifið nægilega vel. Margir kvarta yfir því að lyftan sé biluð og því vesen að fara með farangur milli hæða. Einhverjir sögðu sjónvarpið hafa verið bilað, það hafi verið hávaði vegna skorts á einangrun og greinilega löngu kominn tím á viðhald.

Gestur frá því í maí á síðasta ári segir það hafa verið hræðilega reynslu að gista á Reykjavík Downtown Hotel. „Hjálpaðu sjálfum þér og forðastu þennan hryllilega stað,“ skrifar hann.

Alls voru yfir tuttugu sem gáfu hótelinu einkunnina „Hræðilegt“.

 

Gestir sem gistu í Herkastalanum hafa mun betri sögu að segja þó heildareinkunn þeirra fyrir gistinguna sé lág miðað við aðra gististaði í Reykjavík. 

Margir hrósa staðsetningunni sérstaklega, enda er húsið í hjarta borgarinnar. 

Hins vegar gera ýmsir athugasemdir, til að mynda gestur frá Ástralíu sem gisti þar í haust. Hann segir eldhúsið hafa verið skítugt, fýla hafi komið af gömlum mat í ísskápnum og ruslið hafi ekki verið tæmt. 

Þurfti að farga mat að kröfu heilbrigðiseftirlitsins

Heimildin greindi frá því í nóvember að þurft hafi að farga matvælum á veit­inga­stað Pho Vietnam í október að kröfu heil­brigðis­eft­ir­lits­ins. Á þrem­ur stöð­um veit­inga­keðj­unn­ar fund­ust mat­væli með sama lot­u­núm­er og mat­væli sem fund­ust í ólög­lega lag­ern­um í Sól­túni 20. Heil­brigðis­eft­ir­lit­ið setti tak­mark­an­ir á starf­semi tveggja veit­inga­staða vegna ým­issa brota, svo sem vegna skorts á kæl­ingu og rekj­an­leika mat­væla.

Matvæli með sama lotunúmer og matvæli í kjallaranum að Sóltúni fundust á veitingastöðum Pho Vietnam á Laugavegi 3, Tryggvagötu 20 og Snorrabraut 29. Matvæli á síðarnefndu stöðunum tveimur voru einnig með sömu dagsetningu og matur sem fannst í Sóltúni. Þetta kom fram í skýrslum heilbrigðiseftirlitsins.

Kjósa
37
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁJ
    Ástþór Jóhannsson skrifaði
    "Rottuhalasúpa með kakkalökkum." Þarna er greinilega veitinga- og athafnamaður sem vissara er að fylgjast með, kappið er slíkt. Maður framtíðar.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Rannsóknin á Davíð og Pho Vietnam

Starfsemi matvælafyrirtækja stöðvuð ef öryggi almennings er ógnað
FréttirRannsóknin á Davíð og Pho Vietnam

Starf­semi mat­væla­fyr­ir­tækja stöðv­uð ef ör­yggi al­menn­ings er ógn­að

Fram­kvæmda­stjóri heil­brigðis­eft­ir­lits Reykja­vík­ur seg­ir þau ekki bera skyldu til að upp­lýsa leigu­sala um nið­ur­stöð­ur eft­ir­lits hjá leigu­taka. Nið­ur­stöð­urn­ar eru hins veg­ar öll­um að­gengi­leg­ar á vef eft­ir­lits­ins. Eng­inn veit­inga­stað­ur hef­ur kall­að eft­ir kerfi þar sem merk­ing­ar um nið­ur­stöðu eft­ir­lits­ins eiga að vera sýni­leg­ar á staðn­um sjálf­um. Slíkt sé þó reglu­lega til skoð­un­ar.
Heilbrigðiseftirlitið lét henda gömlum rækjum á WokOn - „Okkur blöskrar“
FréttirRannsóknin á Davíð og Pho Vietnam

Heil­brigðis­eft­ir­lit­ið lét henda göml­um rækj­um á Wo­kOn - „Okk­ur blöskr­ar“

Heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur lét henda núðl­um, hrís­grjón­um og rækj­um á veit­inga­stað Wok On í Krón­unni á Fiskislóð í des­em­ber. Stað­ur­inn fékk fall­ein­kunn hjá eft­ir­lit­inu í byrj­un des­em­ber og var starf­sem­in stöðv­uð að hluta. „Við tök­um þetta mjög al­var­lega,“ seg­ir fram­kvæmda­stjóri Krón­unn­ar. Henni finnst að nið­ur­stöð­ur eft­ir­lits­ins ættu að vera að­gengi­legri.
Ákall um hjálp frá starfsfólki Pho Vietnam - „Það er ekki komið fram við okkur eins og manneskjur“
FréttirRannsóknin á Davíð og Pho Vietnam

Ákall um hjálp frá starfs­fólki Pho Vietnam - „Það er ekki kom­ið fram við okk­ur eins og mann­eskj­ur“

Lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, stétt­ar­fé­lög­um og fleiri að­il­um barst hjálp­ar­beiðni fyr­ir tæpu ári þar sem því er lýst hvernig eig­andi Pho Vietnam læt­ur starfs­fólk sitt end­ur­greiða sér hluta laun­anna í reiðu­fé. Starfs­fólk sé einnig lát­ið vinna á öðr­um stöð­um en ráðn­ing­ar­samn­ing­ur þess seg­ir til um. Dval­ar­leyfi fólks­ins á Ís­landi er í fjög­ur ár bund­ið samn­ingi við vinnu­veit­and­ann.
Gríðarleg aukning á útgefnum sérfræðileyfum til Víetnama síðastliðin þrjú ár
FréttirRannsóknin á Davíð og Pho Vietnam

Gríð­ar­leg aukn­ing á út­gefn­um sér­fræði­leyf­um til Víet­nama síð­ast­lið­in þrjú ár

Fjöldi víet­namskra rík­is­borg­ara sem fengu út­gef­in dval­ar­leyfi á Ís­landi á grund­velli sér­fræði­þekk­ing­ar hef­ur marg­fald­ast síð­ustu þrjú ár­in. Rök­studd­ur grun­ur er um að at­hafna­mað­ur­inn Dav­íð Við­ars­son hafi nýtt sér þessa leið til að flytja fólk til lands­ins.

Mest lesið

Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
3
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.
Skærustu stjörnur rappsins heyja vægðarlaust upplýsingastríð
5
Greining

Skær­ustu stjörn­ur rapps­ins heyja vægð­ar­laust upp­lýs­inga­stríð

Rapp­ar­arn­ir Kendrick Lam­ar og Dra­ke kepp­ast nú við að gefa út hvert lag­ið á fæt­ur öðru þar sem þeir bera hvorn ann­an þung­um sök­um. Kendrick Lam­ar sak­ar Dra­ke um barn­aníð og Dra­ke seg­ir Kendrick hafa beitt sína nán­ustu of­beldi fyr­ir lukt­um dyr­um. Á und­an­förn­um mán­uð­um hafa menn­irn­ir gef­ið út níu lög um hvorn ann­an og virð­ast átök­un­um hvergi nærri lok­ið. Rapp­spek­úl­ant­inn Berg­þór Más­son seg­ir stríð­ið af­ar at­hygl­is­vert.
Hvað gera Ásgeir og félagar á morgun?
6
Greining

Hvað gera Ás­geir og fé­lag­ar á morg­un?

Tveir valda­mestu ráð­herr­ar lands­ins telja Seðla­bank­ann geta lækk­að stýri­vexti á morg­un en grein­ing­ar­að­il­ar eru nokk­uð viss­ir um að þeir hald­ist óbreytt­ir. Ef það ger­ist munu stýri­vext­ir ná því að vera 9,25 pró­sent í heilt ár. Af­leið­ing vaxta­hækk­un­ar­ferl­is­ins er með­al ann­ars sú að vaxta­gjöld heim­ila hafa auk­ist um 80 pró­sent á tveim­ur ár­um.
Þetta er hálfgerður öskurgrátur
8
Viðtal

Þetta er hálf­gerð­ur ösk­ur­grát­ur

Reyn­ir Hauks­son gít­ar­leik­ari, sem þekkt­ur er sem Reyn­ir del norte, eða Reyn­ir norð­urs­ins, hef­ur elt æv­in­týr­in um heim­inn og hik­ar ekki við að hefja nýj­an fer­il á full­orð­ins­ár­um. Hann flutti til Spán­ar til að læra flamenco-gít­ar­leik, end­aði á ís­lensk­um jökli og er nú að hefja mynd­list­ar­nám á Spáni. Hann hef­ur þurft að tak­ast á við sjálf­an sig, ást­ir og ástarsorg og lent oft­ar en einu sinni í lífs­háska.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
4
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
9
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
3
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár