Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

„Sögðu okkur að búa okkur undir að jarða hana“

Fyr­ir rúm­um 30 ár­um féll Wala Abu Li­bdeh fram af svöl­um á heim­ili sínu í Jerúsalem. Minn­ing­ar af slys­inu og því hvernig UN­RWA bjarg­aði lífi Wölu eru enn ljós­lif­andi í huga syst­ur henn­ar, Fidu Abu Li­bdeh. Hún seg­ir það sárt að ut­an­rík­is­ráð­herra hafi gert hlé á greiðsl­um til stofn­un­ar­inn­ar.

„Sögðu okkur að búa okkur undir að jarða hana“
Viðbrögð „Mér finnst þetta vera mjög harkaleg viðbrögð,“ segir Fida sem bendir á að 12 starfsmenn séu einungis agnarsmár hluti af þeim 30.000 sem starfa hjá UNRWA. Mynd: Heiða Helgadóttir

Fida Abu Libdeh var inni að leika sér í íbúð fjölskyldunnar í blokk í Jerúsalem þegar yngri bróðir hennar kom inn til hennar og sagði: „Wala datt fram af svölunum.“ Fida, sem var 11 ára gömul á þessum tíma, trúði ekki orðum bróður síns og fór sjálf út á svalir. Þegar hún leit fram af svölunum birtist henni hræðileg sjón. Á jörðinni lá fimm ára systir hennar, Wala Abu Libdeh.

„Enn þann dag í dag sé ég fyrir mér hvernig hún lá þarna í blóði sínu,“ segir Fida. „Þetta var áfall.“

Fida, Wala, systkini þeirra og foreldrar eru palestínsk og voru þrátt fyrir að borga skatta í Ísrael með mjög takmörkuð réttindi þar þegar slysið átti sér stað. Á spítalanum sem þau höfðu aðgengi að í arabíska hluta Jerúsalem var einungis í boði grunnþjónusta sem nægði ekki til að bjarga lífi Wölu. 

„Þau gátu ekki aðstoðað hana og sögðu okkur …

Kjósa
37
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásta Jensen skrifaði
    Íslendingar standa með ykkur. Þessir peningar komast til Palestínu þó verið sé að skoða hver afskipti hamas var á þessum samtökum. Treystu okkur. Gott að systir þí lifði og gaman að þið eruð komin og kunnið íslensku ❤️
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Árásir á Gaza

Netanayhu boðar „allsherjarárás“ og fyrirskipar „rýmingu Rafah“
ErlentÁrásir á Gaza

Net­anayhu boð­ar „alls­herj­ar­árás“ og fyr­ir­skip­ar „rým­ingu Rafah“

Benjam­in Net­anya­hu, fyr­ir­skip­aði rétt í þessu rým­ingu Rafah, þar sem alls­herj­ar­árás Ísra­els­hers sé yf­ir­vof­andi. 1,5 millj­ón manns sem leit­að hafa sér skjóls á Rafah geta hins veg­ar ekk­ert flú­ið, Ísra­els­her um­kring­ir borg­ina í norðri og landa­mær­in við Egypta­land til suð­urs eru lok­uð. Lækn­ir seg­ir stríð­an straum af saur fylla göt­urn­ar og að mann­fall geti tvö­fald­ast eða þre­fald­ast beiti Ísra­el­ar sömu vopn­um á Rafah og þeir gera ann­ars stað­ar á Gaza.
Katrín segir allar líkur til þess að framlagið til UNRWA skili sér
FréttirÁrásir á Gaza

Katrín seg­ir all­ar lík­ur til þess að fram­lag­ið til UN­RWA skili sér

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra tel­ur að fram­lag­ið til Palestínuflótta­manna­að­stoð­ar Sam­ein­uðu þjóð­anna muni skila sér. Ís­land þurfi að leggja sitt af mörk­um til að sinna skyld­um sín­um gagn­vart mann­úð­ar­krís­unni á Gasa. Ut­an­rík­is­ráð­herra hef­ur til­kynnt við­bótar­fjárlög til Rauða kross­ins vegna ástands­ins fyr­ir botni Mið­jarð­ar­hafs.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár