<span>Aukin kynjaskipting í Krýsuvík:</span> Ofbeldismaður og þolandi ekki saman í meðferð
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Aukin kynjaskipting í Krýsuvík: Ofbeldismaður og þolandi ekki saman í meðferð

Stefnt er að því að opna þrjú ný pláss fyr­ir kon­ur á með­ferð­ar­heim­il­inu Krýsu­vík í fe­brú­ar. Fram­kvæmda­stjóri Krýsu­vík­ur­sam­tak­anna seg­ir það al­menna stefnu í dag að auka kynja­skipt­ingu í fíkni­með­ferð. Þekkt­ur of­beld­is­mað­ur hef­ur lengi ver­ið á bið­lista eft­ir með­ferð en kemst hvergi að vegna sögu sinn­ar.

„Við erum í þeim fasa að kynjaskipta meðferðinni meira. Við erum að reyna að mæta konum betur og styrkja þær,“ segir Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri Krýsuvíkursamtakanna. „Meðferðin er kynjaskipt að hluta en í þessum töluðu orðum erum við að byggja kvennaálmu þannig að þær verði meira út af fyrir sig. Samskipti kynjanna eru oft viðkvæm þegar fólk er í meðferð,“ segir hann. 

Krýsuvíkursamtökin reka meðferðarheimilið Krýsuvík. Meðferðin byggist á tólf spora kerfinu og er að lágmarki sex mánuðir. 

Ákall hefur verið eftir aukinni kynjaskiptingu í meðferð. Það kom meðal annars fram í niðurstöðum rannsóknar á vegum Rótarinnar árið 2017 um reynslu kvenna af fíknimeðferð. Þá sögðu 34,6% kvenna að þær hefðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni í meðferð, 12% fyrir kynferðisofbeldi og 28% fyrir andlegu ofbeldi í meðferð.

Elías segir hratt brugðist við ef starfsfólk verður vart við ofbeldi af hálfu skjólstæðinga. „Ef það er ofbeldishegðun þá bæði sjáum við það strax …

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár