Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Milljónir flæða frá Ozempic lyfjarisa til íslenskra lækna

Danski lyfjaris­inn Novo Nordisk greiddi ís­lensku heil­brigð­is­starfs­fólki, -stofn­un­um og fé­lög­um rúma 21 millj­ón króna á þrem­ur ár­um. Greiðsl­urn­ar átt­föld­uð­ust á sama tíma og notk­un lyfj­anna rauk upp. Lækn­ir­inn sem hef­ur feng­ið mest hef­ur tal­að fyr­ir op­in­berri nið­ur­greiðslu lyfja fyr­ir­tæk­is­ins sem not­uð eru gegn syk­ur­sýki og við þyngd­ar­stjórn­un, þeirra á með­al Ozempic. Hún seg­ir fyr­ir­tæk­ið ekki hafa áhrif á henn­ar mál­flutn­ing.

Milljónir flæða frá Ozempic lyfjarisa til íslenskra lækna

Af milljónunum sem flæddu frá Novo Nordisk – stærsta fyrirtækis Evrópu – inn í íslenskt heilbrigðiskerfi frá árinu 2020 til ársins 2022 fóru um 16,6 milljónir til heilbrigðisstarfsmanna. Tæplega 40 þeirra eru nafngreindir en á annan tug hafa haldið nafnleynd í gögnum sem Frumtök – samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi sem Novo Nordisk eru aðildarfyrirtæki að – birta í samræmi við siðareglur sínar.

Sumir þessara heilbrigðisstarfsmanna hafa skrifað upp á lyf sem Novo Nordisk framleiðir og eru í offitumeðferð – til að mynda Ozempic, Saxenda og Wegovy. Notkun slíkra lyfja hefur rokið upp hérlendis frá árinu 2019 þegar 1.700 manns fengu lyfinu ávísað með greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands (SÍ). Í fyrra var sá fjöldi kominn í rúmlega 8.000. Alls 4.000 manns til viðbótar taka lyfin án þess að uppfylla skilyrði greiðsluþátttöku. Kostnaður SÍ vegna lyfjanna hefur tólffaldast á síðastliðnum fimm árum, á sama tíma og hlutfall offitu meðal fullorðinna …

Kjósa
30
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • RE
    Regína Eiríksdóttir skrifaði
    Mikið væri spennandi að sjá tölfræði yfir árangur gegn offitu.
    0
  • Thorunn Ravn skrifaði
    Bara svona til upplýsingar þá er Saxenda og wegovy ekki framleitt sem sykursykislyf heldur lyf sem hefur áhrif á seddu hormón. Að læknar skulu ávísa ozempic til annarra en sykursjukra á Íslandi er undarlegt. Það er bannað hér í Danmörku og einungis saxenda og wegovy (sama lyf og ozempic) leyft til þess hér. Hvorugt lyfið er niðurgreitt af sjúkratryggingum hér…enda offita ekki skilgreint “sem sjúkdómur”.
    0
    • Sigga Svanborgar skrifaði
      nkl Ég hef verið að fylgjast með þessari umræðu á Íslandi versus Danmörku. Bý sjálf í danmörku...Ozempic er dýrari lyfið og gefið sykursjúkum enn hitt gefið þeim sem þurfa að grenna sig. Mætti halda að læknar á íslandi séu ekki upplýstir....og panti bara endalaust af dýrari lyfinu kannski vegna þess að þeir fái meiri bónus ef þeir skrifa það út......
      2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár