Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Gervigreindin mun breyta heiminum jafnmikið og tilkoma snjallsímans

Í Tækn­ispá árs­ins 2024 seg­ir Hjálm­ar Gísla­son, fram­kvæmda­stjóri GRID, að gervi­greind sé upp­haf­ið að svo mik­illi bylt­ingu að fátt ann­að sé þess vert að kom­ast að í spá árs­ins.

Síðan 2006 hef ég gert mér að leik um áramót að skoða strauma og stefnur í tækniheiminum og spá fyrir um það sem er líklegt til að standa upp úr á komandi ári. Árangurinn hefur oft verið ágætur, en líka stundum alveg úti á túni. Hér skrifar til dæmis maðurinn sem spáði því árið 2014 að öpp í síma og spjaldtölvum myndu senn heyra sögunni til og virkni þeirra færast í vafra!

Í fyrra taldi ég upp þrjá hluti sem ég taldi að myndu verða áberandi árið 2023:

  • Gervigreind

  • Sýndarveruleika

  • Persónulegri samfélagsmiðla

Allt eru þetta sannarlega hlutir sem vöktu athygli á árinu, Apple kynnti sýndarveruleikagræju sem mun hafa mikil áhrif þegar hún kemur á markað á næstu mánuðum. Notkun á samfélagsmiðlum heldur áfram að þróast í þá átt að fólk deili efni í smærri hópum frekar en að „allir tali við alla“, en gervigreindin var augljóslega sá punktur sem hitti …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár